Á jafnvel von á minnisblaði vegna kínverska listans í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2020 10:55 Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar. Vísir/vilhelm Utanríkisráðuneytið hefur sett sig í samband við kínversk stjórnvöld vegna lista yfir Íslendinga sem koma fyrir í gagnasafni kínverska fyrirtækisins Zhenhua. Þetta segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Hún hefur óskað eftir minnisblaði frá ráðuneytinu vegna málsins og býst jafnvel við upplýsingunum í dag. Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunninum en hluta hans var lekið nýverið. Bæði Stundin og Morgunblaðið hafa nafngreint Íslendinga sem finna má á listanum. Á meðal þeirra eru stjórnmálamenn, embættismenn og forkólfar í viðskiptalífinu. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, ræddi listann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún hefur óskað eftir því við utanríkisráðuneytið að nefndinni verði sent minnisblað um málið. „Því ég veit að utanríkisráðuneytið hefur skoðað þessi mál og haft samband við kínversk stjórnvöld. Þannig að ég á von á, mögulega í dag, minnisblaði frá utanríkisráðuneytinu um þetta mál,“ segir Sigríður. Þá segir hún að gagnalekinn nú ætti að vekja fólk til umhugsunar um að stöðugt væri verið að búa til ýmiss konar lista yfir fólk, ekki í annarlegum tilgangi heldur vegna lagaskyldu. „Dæmi um svona lista eru listar bankastofnana vegna reglna um peningaþvætti. Og það er ekki ólíklegt að þessi listi sé runninn undan slíkum listum. Ef marka má fréttir þá er verið að skrá einhver tengsl fólks við alls konar fólk og reglur til dæmis yfir peningaþvætti krefjast þess af bönkum að bankar geri svona lista yfir alla sína viðskiptavini,“ segir Sigríður. Hún skilur þó áhyggjur fólks af listanum úr gagnagrunni Zhenhua. „Það vekur kannski áhyggjur að kínversk stjórnvöld, sem við vitum að virða ekki mannréttindi og geta haft einhvern ógagnsæjan tilgang, að svona listar lendi í höndum kínverskra stjórnvalda.“ Viðtal Bítisins við Sigríði má hlusta á í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Kína Netöryggi Persónuvernd Utanríkismál Tengdar fréttir Take-away listi af kínverskum veitingastað? Listi Kínverjanna yfir áhugaverða og mikilvæga Íslendinga vekur furðu. 1. október 2020 12:46 Birta nöfn Íslendinga í kínverska gagnagrunninum Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunni kínverska fyrirtækisins Zhenhua Data Information. Hluta gagnagrunnsins var lekið nýverið og hefur Stundin komið höndum yfir hann. 29. september 2020 11:38 Nöfn 411 Íslendinga í gagnagrunni kínversks fyrirtækis Nöfnum 411 Íslendinga bregður fyrir í gagnagrunni kínversks fyrirtækis sem sérhæfir sig í að fylgjast með hegðun og atferli samfélagsmiðlanotenda. Gagnagrunnurinn hefur að geyma upplýsingar um 2,4 milljónir „þekktra einstaklinga.“ 27. september 2020 15:38 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur sett sig í samband við kínversk stjórnvöld vegna lista yfir Íslendinga sem koma fyrir í gagnasafni kínverska fyrirtækisins Zhenhua. Þetta segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Hún hefur óskað eftir minnisblaði frá ráðuneytinu vegna málsins og býst jafnvel við upplýsingunum í dag. Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunninum en hluta hans var lekið nýverið. Bæði Stundin og Morgunblaðið hafa nafngreint Íslendinga sem finna má á listanum. Á meðal þeirra eru stjórnmálamenn, embættismenn og forkólfar í viðskiptalífinu. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, ræddi listann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún hefur óskað eftir því við utanríkisráðuneytið að nefndinni verði sent minnisblað um málið. „Því ég veit að utanríkisráðuneytið hefur skoðað þessi mál og haft samband við kínversk stjórnvöld. Þannig að ég á von á, mögulega í dag, minnisblaði frá utanríkisráðuneytinu um þetta mál,“ segir Sigríður. Þá segir hún að gagnalekinn nú ætti að vekja fólk til umhugsunar um að stöðugt væri verið að búa til ýmiss konar lista yfir fólk, ekki í annarlegum tilgangi heldur vegna lagaskyldu. „Dæmi um svona lista eru listar bankastofnana vegna reglna um peningaþvætti. Og það er ekki ólíklegt að þessi listi sé runninn undan slíkum listum. Ef marka má fréttir þá er verið að skrá einhver tengsl fólks við alls konar fólk og reglur til dæmis yfir peningaþvætti krefjast þess af bönkum að bankar geri svona lista yfir alla sína viðskiptavini,“ segir Sigríður. Hún skilur þó áhyggjur fólks af listanum úr gagnagrunni Zhenhua. „Það vekur kannski áhyggjur að kínversk stjórnvöld, sem við vitum að virða ekki mannréttindi og geta haft einhvern ógagnsæjan tilgang, að svona listar lendi í höndum kínverskra stjórnvalda.“ Viðtal Bítisins við Sigríði má hlusta á í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Kína Netöryggi Persónuvernd Utanríkismál Tengdar fréttir Take-away listi af kínverskum veitingastað? Listi Kínverjanna yfir áhugaverða og mikilvæga Íslendinga vekur furðu. 1. október 2020 12:46 Birta nöfn Íslendinga í kínverska gagnagrunninum Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunni kínverska fyrirtækisins Zhenhua Data Information. Hluta gagnagrunnsins var lekið nýverið og hefur Stundin komið höndum yfir hann. 29. september 2020 11:38 Nöfn 411 Íslendinga í gagnagrunni kínversks fyrirtækis Nöfnum 411 Íslendinga bregður fyrir í gagnagrunni kínversks fyrirtækis sem sérhæfir sig í að fylgjast með hegðun og atferli samfélagsmiðlanotenda. Gagnagrunnurinn hefur að geyma upplýsingar um 2,4 milljónir „þekktra einstaklinga.“ 27. september 2020 15:38 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Sjá meira
Take-away listi af kínverskum veitingastað? Listi Kínverjanna yfir áhugaverða og mikilvæga Íslendinga vekur furðu. 1. október 2020 12:46
Birta nöfn Íslendinga í kínverska gagnagrunninum Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunni kínverska fyrirtækisins Zhenhua Data Information. Hluta gagnagrunnsins var lekið nýverið og hefur Stundin komið höndum yfir hann. 29. september 2020 11:38
Nöfn 411 Íslendinga í gagnagrunni kínversks fyrirtækis Nöfnum 411 Íslendinga bregður fyrir í gagnagrunni kínversks fyrirtækis sem sérhæfir sig í að fylgjast með hegðun og atferli samfélagsmiðlanotenda. Gagnagrunnurinn hefur að geyma upplýsingar um 2,4 milljónir „þekktra einstaklinga.“ 27. september 2020 15:38