Á jafnvel von á minnisblaði vegna kínverska listans í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2020 10:55 Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar. Vísir/vilhelm Utanríkisráðuneytið hefur sett sig í samband við kínversk stjórnvöld vegna lista yfir Íslendinga sem koma fyrir í gagnasafni kínverska fyrirtækisins Zhenhua. Þetta segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Hún hefur óskað eftir minnisblaði frá ráðuneytinu vegna málsins og býst jafnvel við upplýsingunum í dag. Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunninum en hluta hans var lekið nýverið. Bæði Stundin og Morgunblaðið hafa nafngreint Íslendinga sem finna má á listanum. Á meðal þeirra eru stjórnmálamenn, embættismenn og forkólfar í viðskiptalífinu. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, ræddi listann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún hefur óskað eftir því við utanríkisráðuneytið að nefndinni verði sent minnisblað um málið. „Því ég veit að utanríkisráðuneytið hefur skoðað þessi mál og haft samband við kínversk stjórnvöld. Þannig að ég á von á, mögulega í dag, minnisblaði frá utanríkisráðuneytinu um þetta mál,“ segir Sigríður. Þá segir hún að gagnalekinn nú ætti að vekja fólk til umhugsunar um að stöðugt væri verið að búa til ýmiss konar lista yfir fólk, ekki í annarlegum tilgangi heldur vegna lagaskyldu. „Dæmi um svona lista eru listar bankastofnana vegna reglna um peningaþvætti. Og það er ekki ólíklegt að þessi listi sé runninn undan slíkum listum. Ef marka má fréttir þá er verið að skrá einhver tengsl fólks við alls konar fólk og reglur til dæmis yfir peningaþvætti krefjast þess af bönkum að bankar geri svona lista yfir alla sína viðskiptavini,“ segir Sigríður. Hún skilur þó áhyggjur fólks af listanum úr gagnagrunni Zhenhua. „Það vekur kannski áhyggjur að kínversk stjórnvöld, sem við vitum að virða ekki mannréttindi og geta haft einhvern ógagnsæjan tilgang, að svona listar lendi í höndum kínverskra stjórnvalda.“ Viðtal Bítisins við Sigríði má hlusta á í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Kína Netöryggi Persónuvernd Utanríkismál Tengdar fréttir Take-away listi af kínverskum veitingastað? Listi Kínverjanna yfir áhugaverða og mikilvæga Íslendinga vekur furðu. 1. október 2020 12:46 Birta nöfn Íslendinga í kínverska gagnagrunninum Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunni kínverska fyrirtækisins Zhenhua Data Information. Hluta gagnagrunnsins var lekið nýverið og hefur Stundin komið höndum yfir hann. 29. september 2020 11:38 Nöfn 411 Íslendinga í gagnagrunni kínversks fyrirtækis Nöfnum 411 Íslendinga bregður fyrir í gagnagrunni kínversks fyrirtækis sem sérhæfir sig í að fylgjast með hegðun og atferli samfélagsmiðlanotenda. Gagnagrunnurinn hefur að geyma upplýsingar um 2,4 milljónir „þekktra einstaklinga.“ 27. september 2020 15:38 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur sett sig í samband við kínversk stjórnvöld vegna lista yfir Íslendinga sem koma fyrir í gagnasafni kínverska fyrirtækisins Zhenhua. Þetta segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Hún hefur óskað eftir minnisblaði frá ráðuneytinu vegna málsins og býst jafnvel við upplýsingunum í dag. Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunninum en hluta hans var lekið nýverið. Bæði Stundin og Morgunblaðið hafa nafngreint Íslendinga sem finna má á listanum. Á meðal þeirra eru stjórnmálamenn, embættismenn og forkólfar í viðskiptalífinu. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, ræddi listann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún hefur óskað eftir því við utanríkisráðuneytið að nefndinni verði sent minnisblað um málið. „Því ég veit að utanríkisráðuneytið hefur skoðað þessi mál og haft samband við kínversk stjórnvöld. Þannig að ég á von á, mögulega í dag, minnisblaði frá utanríkisráðuneytinu um þetta mál,“ segir Sigríður. Þá segir hún að gagnalekinn nú ætti að vekja fólk til umhugsunar um að stöðugt væri verið að búa til ýmiss konar lista yfir fólk, ekki í annarlegum tilgangi heldur vegna lagaskyldu. „Dæmi um svona lista eru listar bankastofnana vegna reglna um peningaþvætti. Og það er ekki ólíklegt að þessi listi sé runninn undan slíkum listum. Ef marka má fréttir þá er verið að skrá einhver tengsl fólks við alls konar fólk og reglur til dæmis yfir peningaþvætti krefjast þess af bönkum að bankar geri svona lista yfir alla sína viðskiptavini,“ segir Sigríður. Hún skilur þó áhyggjur fólks af listanum úr gagnagrunni Zhenhua. „Það vekur kannski áhyggjur að kínversk stjórnvöld, sem við vitum að virða ekki mannréttindi og geta haft einhvern ógagnsæjan tilgang, að svona listar lendi í höndum kínverskra stjórnvalda.“ Viðtal Bítisins við Sigríði má hlusta á í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Kína Netöryggi Persónuvernd Utanríkismál Tengdar fréttir Take-away listi af kínverskum veitingastað? Listi Kínverjanna yfir áhugaverða og mikilvæga Íslendinga vekur furðu. 1. október 2020 12:46 Birta nöfn Íslendinga í kínverska gagnagrunninum Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunni kínverska fyrirtækisins Zhenhua Data Information. Hluta gagnagrunnsins var lekið nýverið og hefur Stundin komið höndum yfir hann. 29. september 2020 11:38 Nöfn 411 Íslendinga í gagnagrunni kínversks fyrirtækis Nöfnum 411 Íslendinga bregður fyrir í gagnagrunni kínversks fyrirtækis sem sérhæfir sig í að fylgjast með hegðun og atferli samfélagsmiðlanotenda. Gagnagrunnurinn hefur að geyma upplýsingar um 2,4 milljónir „þekktra einstaklinga.“ 27. september 2020 15:38 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Take-away listi af kínverskum veitingastað? Listi Kínverjanna yfir áhugaverða og mikilvæga Íslendinga vekur furðu. 1. október 2020 12:46
Birta nöfn Íslendinga í kínverska gagnagrunninum Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunni kínverska fyrirtækisins Zhenhua Data Information. Hluta gagnagrunnsins var lekið nýverið og hefur Stundin komið höndum yfir hann. 29. september 2020 11:38
Nöfn 411 Íslendinga í gagnagrunni kínversks fyrirtækis Nöfnum 411 Íslendinga bregður fyrir í gagnagrunni kínversks fyrirtækis sem sérhæfir sig í að fylgjast með hegðun og atferli samfélagsmiðlanotenda. Gagnagrunnurinn hefur að geyma upplýsingar um 2,4 milljónir „þekktra einstaklinga.“ 27. september 2020 15:38