Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2020 05:58 Forsetahjónin sjást hér á sviðinu eftir fyrstu kappræðurnar vegna komandi kosninga en kappræðurnar fóru fram á þriðjudag. Getty/Scott Olson Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og eru nú komin í einangrun. Trump greindi sjálfur frá þessu á Twitter í nótt. Forsetinn er orðinn 74 ára gamall og er þar af leiðandi í áhættuhópi vegna Covid-19 eins og annað eldra fólk. Hann sagði í tístinu sínu að þau Melania væru nú þegar komin í einangrun og að bataferlið væri hafið. „Við munum komast í gegnum þetta saman!“ skrifaði Trump. Tonight, @FLOTUS and I tested positive for COVID-19. We will begin our quarantine and recovery process immediately. We will get through this TOGETHER!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2020 Auk hjónanna hefur Hope Hicks, 31 árs gamall ráðgjafi Trump, greinst jákvæð fyrir veirunni en enginn annar úr starfsliði forsetans hefur greinst smitaður, enn sem komið er. Hún ferðaðist með honum í Air Force One-flugvél forsetans á leið í fyrstu kappræðurnar vegna komandi forsetakosninga sem fram fóru í Ohio á þriðjudag. Þar mætti Trump mótframbjóðanda sínum, Demókratanum Joe Biden. Óljóst er hvaða áhrif það hefur á næstu kappræður, sem áætlaðar eru 15. október næstkomandi, að Trump og Melania hafi greinst með kórónuveiruna. Þó er strax ljóst að forsetinn mun þurfa að hætta við og/eða fresta fjölda framboðsfunda sem hann ætlaði að halda á næstu dögum og vikum. As too many Americans have done this year, @potus & I are quarantining at home after testing positive for COVID-19. We are feeling good & I have postponed all upcoming engagements. Please be sure you are staying safe & we will all get through this together.— Melania Trump (@FLOTUS) October 2, 2020 Sean Conley, læknir forsetans, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að bæði forsetinn og forsetafrúin séu við góða heilsu eins og er. Þau muni dvelja heima hjá sér í Hvíta húsinu á meðan þau ná bata. „Ég get fullvissað ykkur um að forsetinn mun áfram sinna sínum skyldum á meðan hann nær bata og ég mun halda ykkur upplýstum um þróun mála,“ segir í yfirlýsingunni. Rúmur mánuður er í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Þær fara fram þann 3. nóvember. Hvergi hafa fleiri smitast af kórónuveirunni í heiminum en í Bandaríkjunum, eða alls um 7,3 milljónir manna. Þá hafa hvergi fleiri látið lífið vegna Covid-19 en í Bandaríkjunum, eða tæplega 208 þúsund manns. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og eru nú komin í einangrun. Trump greindi sjálfur frá þessu á Twitter í nótt. Forsetinn er orðinn 74 ára gamall og er þar af leiðandi í áhættuhópi vegna Covid-19 eins og annað eldra fólk. Hann sagði í tístinu sínu að þau Melania væru nú þegar komin í einangrun og að bataferlið væri hafið. „Við munum komast í gegnum þetta saman!“ skrifaði Trump. Tonight, @FLOTUS and I tested positive for COVID-19. We will begin our quarantine and recovery process immediately. We will get through this TOGETHER!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2020 Auk hjónanna hefur Hope Hicks, 31 árs gamall ráðgjafi Trump, greinst jákvæð fyrir veirunni en enginn annar úr starfsliði forsetans hefur greinst smitaður, enn sem komið er. Hún ferðaðist með honum í Air Force One-flugvél forsetans á leið í fyrstu kappræðurnar vegna komandi forsetakosninga sem fram fóru í Ohio á þriðjudag. Þar mætti Trump mótframbjóðanda sínum, Demókratanum Joe Biden. Óljóst er hvaða áhrif það hefur á næstu kappræður, sem áætlaðar eru 15. október næstkomandi, að Trump og Melania hafi greinst með kórónuveiruna. Þó er strax ljóst að forsetinn mun þurfa að hætta við og/eða fresta fjölda framboðsfunda sem hann ætlaði að halda á næstu dögum og vikum. As too many Americans have done this year, @potus & I are quarantining at home after testing positive for COVID-19. We are feeling good & I have postponed all upcoming engagements. Please be sure you are staying safe & we will all get through this together.— Melania Trump (@FLOTUS) October 2, 2020 Sean Conley, læknir forsetans, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að bæði forsetinn og forsetafrúin séu við góða heilsu eins og er. Þau muni dvelja heima hjá sér í Hvíta húsinu á meðan þau ná bata. „Ég get fullvissað ykkur um að forsetinn mun áfram sinna sínum skyldum á meðan hann nær bata og ég mun halda ykkur upplýstum um þróun mála,“ segir í yfirlýsingunni. Rúmur mánuður er í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Þær fara fram þann 3. nóvember. Hvergi hafa fleiri smitast af kórónuveirunni í heiminum en í Bandaríkjunum, eða alls um 7,3 milljónir manna. Þá hafa hvergi fleiri látið lífið vegna Covid-19 en í Bandaríkjunum, eða tæplega 208 þúsund manns. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira