Inter Milan og Atalanta með stórsigra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2020 21:41 Inter Milan fer vel af stað í ítölsku úrvalsdeildinni. Vísir/Getty Ítalska úrvalsdeildin er komin á fleygiferð og lærisveinar Antonio Conte buðu aftur til veislu. Þá vann Atalanta stórsigur á Lazio. Inter Milan hóf leiktíðina á 4-3 sigri á Fiorentina. Í kvöld unnu þeir 5-2 stórsigur á Benevento á útivelli. Liðið hóf leikinn á besta máta en Romelu Lukaku kom þeim yfir strax á fyrstu mínútu. Roberto Gagliardini kom Inter í 2-0 á 25. mínútu og þremur mínútur síðar hafði Lukaku skorað annað mark sitt og þriðja mark Inter. Gianluca Caprari minnkaði muninn fyrir heimamenn á 34. mínútu en Achraf Hakimi kom Inter aftur þremur mörkum yfir áður en fyrri hálfleikur var úti. One goal, one assist in 45 minutes.Inter have a gem pic.twitter.com/a81HGtjrTi— B/R Football (@brfootball) September 30, 2020 Lautaro Martinez bætti fimmta marki Inter við í síðari hálfleik en Caprari minnkaði muninn að nýju þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Þar með lauk markasúpu dagsins en Inter vann 5-2 sigur í frábærum leik. Í Róm mættust Lazio og Atalanta. Robin Gosens kom gestunum yfir strax eftir tíu mínútna leik og Hans Hataboer bætti við öðru marki þegar rúmur hálftími var liðinn. Gestirnir voru þó ekki hættir og Alejandro Gomez skoraði þriðja mark þeirra áður en flautað var til hálfleiks. Lazio því 3-0 undir í hálfleik en Felipe Caicedo minnkaði muninn fyrir heimamenn á 57. mínútu. Fjórum mínútum síðar skoraði Gomez sitt annað mark og fjórða mark Atalanta. Gomez var frábær í liði Atalanta í kvöld.EPA-EFE/MAURIZIO BRAMBATTI Lokatölur 4-1 Atlanta í vil sem heldur áfram að vera eitt skemmtilegasta lið Evrópu. Lazio virðist hins vegar ekki ætla að ógna toppliðum deildarinnar verulega á þessari leiktíð. Þá unnu nýliðar Spezia góðan 2-0 útisigur á Udinese. Þegar tveimur umferðum er lokið eru Napoli, Atalanta, Inter, AC Milan og Hellas Verona öll með fullt hús stiga. Lazio hafa á sama tíma unnið einn og tapað einum. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Sjá meira
Ítalska úrvalsdeildin er komin á fleygiferð og lærisveinar Antonio Conte buðu aftur til veislu. Þá vann Atalanta stórsigur á Lazio. Inter Milan hóf leiktíðina á 4-3 sigri á Fiorentina. Í kvöld unnu þeir 5-2 stórsigur á Benevento á útivelli. Liðið hóf leikinn á besta máta en Romelu Lukaku kom þeim yfir strax á fyrstu mínútu. Roberto Gagliardini kom Inter í 2-0 á 25. mínútu og þremur mínútur síðar hafði Lukaku skorað annað mark sitt og þriðja mark Inter. Gianluca Caprari minnkaði muninn fyrir heimamenn á 34. mínútu en Achraf Hakimi kom Inter aftur þremur mörkum yfir áður en fyrri hálfleikur var úti. One goal, one assist in 45 minutes.Inter have a gem pic.twitter.com/a81HGtjrTi— B/R Football (@brfootball) September 30, 2020 Lautaro Martinez bætti fimmta marki Inter við í síðari hálfleik en Caprari minnkaði muninn að nýju þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Þar með lauk markasúpu dagsins en Inter vann 5-2 sigur í frábærum leik. Í Róm mættust Lazio og Atalanta. Robin Gosens kom gestunum yfir strax eftir tíu mínútna leik og Hans Hataboer bætti við öðru marki þegar rúmur hálftími var liðinn. Gestirnir voru þó ekki hættir og Alejandro Gomez skoraði þriðja mark þeirra áður en flautað var til hálfleiks. Lazio því 3-0 undir í hálfleik en Felipe Caicedo minnkaði muninn fyrir heimamenn á 57. mínútu. Fjórum mínútum síðar skoraði Gomez sitt annað mark og fjórða mark Atalanta. Gomez var frábær í liði Atalanta í kvöld.EPA-EFE/MAURIZIO BRAMBATTI Lokatölur 4-1 Atlanta í vil sem heldur áfram að vera eitt skemmtilegasta lið Evrópu. Lazio virðist hins vegar ekki ætla að ógna toppliðum deildarinnar verulega á þessari leiktíð. Þá unnu nýliðar Spezia góðan 2-0 útisigur á Udinese. Þegar tveimur umferðum er lokið eru Napoli, Atalanta, Inter, AC Milan og Hellas Verona öll með fullt hús stiga. Lazio hafa á sama tíma unnið einn og tapað einum.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Sjá meira