Erlent

Unglæknar krefjast endurbóta

Samúel Karl Ólason skrifar
Unglæknar dreifðu úr sér og lögðust niður til að ítreka álagið sem þau vinna við.
Unglæknar dreifðu úr sér og lögðust niður til að ítreka álagið sem þau vinna við. AP/Felipe Dana

Unglæknar í Barcelona fjölmenntu á götum borgarinnar í dag. Þar mótmæltu hundruð lækna vinnuaðstöðu þeirra, álagi og kjörum á meðan þau berjast við aðra bylgju nýju kórónuveirunnar sem herjar nú á Spánverja.

Einn mótmælandi sagði blaðamanni Reuters fréttaveitunnar að kandídatar ynnu allt að 80 tíma á viku og væru á allt að sólarhringslöngum vöktum.

Clara Boter, sem eru 28 ára gömul, sagði að samkvæmt samningi ættu þau að vinna 40 tíma í viku og að þau væru á grunnlaunum.

Á mótmælum þeirra á Espanatorgi lögðu unglæknarnir niður teppi og lögðust á þau til að ítreka hve lítið þau gætu sofið vegna álags. Einn læknir lá við hlið skiltis sem á stóð: „Ég hef ekki sofið í sólarhring. Á ég að ummannast þig?“

Unglæknir með skilti sem á stendur að menntun sé ekki það sama og misnotkun.AP/Felipe Dana

Þeim sem smitast hafa af Covid-19 hefur farið hratt fjölgandi á Spáni á undanförnum mánuðum. Nú hafa tæplega 750 þúsund manns smitast frá upphafi faraldursins og 31.400 hafa dáið.

Fjölgunin undanfarnar viku hefur aukið álag á heilbrigðisstarfsmenn til muna.

Ríkisstjórn Spánar á nú í viðræðum við ráðamenn í Madríd eftir að þeir síðarnefndu neituðu að fylgja eftir ráðleggingum Heilbrigðisráðuneytis landsins til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Sósíalistaflokkur Pedro Sánches hefur undirbúið að grípa fram fyrir hendurnar á íhaldsmönnunum sem stjórna Madríd, samkvæmt frétt El País.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.