Dómsdagsspár vegna Afríku og Covid-19 rættust ekki Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2020 09:59 Lang flest staðfest smit hafa greinst í Suður-Afríku. Þar hafa líka flestir dáið. AP/Themba Vísindamenn velta nú vöngum yfir því af hverju Afríka virðist hafa sloppið svo vel frá heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. Sérfræðingar höfðu sérstakar áhyggjur af heimsálfunni í upphafi faraldursins og vöruðu yfirvöld Afríkuríkja við og sögðu þau að búa sig undir það versta. Óttast var að heilbrigðiskerfi jafnvel ríkustu Afríkuríkja hefðu ekki burði til að takast á við umfangsmikinn faraldur, skima fyrir veirunni og í heimsálfunni er mikið um þéttbýl fátækrahverfi. Til marks um áhyggjurnar spáði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því í apríl að 300 þúsund Afríkubúar gætu dáið á árinu. Áður hafði Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO, lýst Afríku sem púðurtunnu og sagði að yfirvöld heimsálfunnar þyrftu að búa sig undir það versta. Dómsdagsspár þessar rættust ekki og vísindamenn skilja ekki af hverju. Samkvæmt Reuters þykir víst að bæði smitaðir og dánir séu mun fleiri en opinberar tölur segja til um. Skimun er til að mynda mun minni en víðast hvar annarsstaðar. BBC sagði frá því um helgina að faraldurinn í Afríku virtist þegar hafa náð hámarki. Fjöldi nýsmitaðra á degi hverjum hefur verið að lækka í tvo mánuði, þó þeim hafi haldið áfram að fjölga í einhverjum ríkjum. Samkvæmt tölum WHO hafa alls 1,4 milljónir smitast í Afríku og 35 þúsund dáið. Langflestir, eða 671 þúsund, hafa greinst smitaðir í Suður-Afríku. Over 1.4 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 1.1 million recoveries & 35,000 deaths cumulatively.View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/V0fkK8dYTg pic.twitter.com/ccftxIGdZZ— WHO African Region (@WHOAFRO) September 28, 2020 Í Suður-Afríku dóu um 17 þúsund fleiri frá maí til júlí en gerðu á undanförnum árum að meðaltali. Aukningin er um 59 prósent og þykir það til marks um að mun fleiri eldri borgarar hafi dáið úr Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Þrátt fyrir það virðist heimsálfan hafa sloppið vel og er verið að skoða ýmsar ástæður, samkvæmt frétt Reuters. Heilt yfir eru íbúar Afríku ungir og þykir líklegt að það hafi hjálpað til. Þá teygði veiran anga sína til Afríku seinna en víðast hvar annarsstaðar og yfirvöld þar fengu tíma til að undirbúa sig. Vísindamenn eru einnig að kanna hvort að bóluefni við berklum, sem hafi verið gefið ungum íbúum Afríku hafi hjálpað til við að draga úr dánartíðni í Afríku. Önnur kenning snýr að því að aðrir faraldrar kórónuveira í Afríku hafi byggt upp varnir meðal íbúa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón. 29. september 2020 06:37 Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35 Hvenær kemur bóluefni við veirunni, hvað mun það kosta og hverjir verða bólusettir fyrst? Miklar vonir eru bundnar við bóluefni gegn Covid-19 og að þegar það komi á markað verði líf okkar líkara því sem það var fyrir faraldurinn. Þúsundir taka þátt í rannsóknum og prófunum á bóluefnum og ferli sem vanalega tekur allt að tíu ár eða meira á aðeins að taka mánuði nú. 24. september 2020 06:31 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira
Vísindamenn velta nú vöngum yfir því af hverju Afríka virðist hafa sloppið svo vel frá heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. Sérfræðingar höfðu sérstakar áhyggjur af heimsálfunni í upphafi faraldursins og vöruðu yfirvöld Afríkuríkja við og sögðu þau að búa sig undir það versta. Óttast var að heilbrigðiskerfi jafnvel ríkustu Afríkuríkja hefðu ekki burði til að takast á við umfangsmikinn faraldur, skima fyrir veirunni og í heimsálfunni er mikið um þéttbýl fátækrahverfi. Til marks um áhyggjurnar spáði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því í apríl að 300 þúsund Afríkubúar gætu dáið á árinu. Áður hafði Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO, lýst Afríku sem púðurtunnu og sagði að yfirvöld heimsálfunnar þyrftu að búa sig undir það versta. Dómsdagsspár þessar rættust ekki og vísindamenn skilja ekki af hverju. Samkvæmt Reuters þykir víst að bæði smitaðir og dánir séu mun fleiri en opinberar tölur segja til um. Skimun er til að mynda mun minni en víðast hvar annarsstaðar. BBC sagði frá því um helgina að faraldurinn í Afríku virtist þegar hafa náð hámarki. Fjöldi nýsmitaðra á degi hverjum hefur verið að lækka í tvo mánuði, þó þeim hafi haldið áfram að fjölga í einhverjum ríkjum. Samkvæmt tölum WHO hafa alls 1,4 milljónir smitast í Afríku og 35 þúsund dáið. Langflestir, eða 671 þúsund, hafa greinst smitaðir í Suður-Afríku. Over 1.4 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 1.1 million recoveries & 35,000 deaths cumulatively.View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/V0fkK8dYTg pic.twitter.com/ccftxIGdZZ— WHO African Region (@WHOAFRO) September 28, 2020 Í Suður-Afríku dóu um 17 þúsund fleiri frá maí til júlí en gerðu á undanförnum árum að meðaltali. Aukningin er um 59 prósent og þykir það til marks um að mun fleiri eldri borgarar hafi dáið úr Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Þrátt fyrir það virðist heimsálfan hafa sloppið vel og er verið að skoða ýmsar ástæður, samkvæmt frétt Reuters. Heilt yfir eru íbúar Afríku ungir og þykir líklegt að það hafi hjálpað til. Þá teygði veiran anga sína til Afríku seinna en víðast hvar annarsstaðar og yfirvöld þar fengu tíma til að undirbúa sig. Vísindamenn eru einnig að kanna hvort að bóluefni við berklum, sem hafi verið gefið ungum íbúum Afríku hafi hjálpað til við að draga úr dánartíðni í Afríku. Önnur kenning snýr að því að aðrir faraldrar kórónuveira í Afríku hafi byggt upp varnir meðal íbúa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón. 29. september 2020 06:37 Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35 Hvenær kemur bóluefni við veirunni, hvað mun það kosta og hverjir verða bólusettir fyrst? Miklar vonir eru bundnar við bóluefni gegn Covid-19 og að þegar það komi á markað verði líf okkar líkara því sem það var fyrir faraldurinn. Þúsundir taka þátt í rannsóknum og prófunum á bóluefnum og ferli sem vanalega tekur allt að tíu ár eða meira á aðeins að taka mánuði nú. 24. september 2020 06:31 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira
Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón. 29. september 2020 06:37
Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52
Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35
Hvenær kemur bóluefni við veirunni, hvað mun það kosta og hverjir verða bólusettir fyrst? Miklar vonir eru bundnar við bóluefni gegn Covid-19 og að þegar það komi á markað verði líf okkar líkara því sem það var fyrir faraldurinn. Þúsundir taka þátt í rannsóknum og prófunum á bóluefnum og ferli sem vanalega tekur allt að tíu ár eða meira á aðeins að taka mánuði nú. 24. september 2020 06:31