Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2020 21:42 Barrett með Trump forseta við Hvíta húsið í gær. AP/Alex Brandon Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. Roe gegn Wade er sá dómur sem hefur gefið hvað mest fordæmi fyrir lögmæti þungunarrofs í Bandaríkjunum. Amy Coney Barrett, sem Trump tilnefni til Hæstaréttar í gær, hefur ítrekað dæmt þannig í þungunarrofsmálum að aðgengi að þeim hefur verið gert minna. Trump sagðist ekki hafa rætt þungunarrofsmál við Barrett áður en hann tilnefndi hana til dómsins en hann sagði að Barrett hefði sannarlega íhaldssamar skoðanir. Barrett kemur til með að taka sæti Ruth Bader Ginsburg, sem lést 18. september síðastliðinn og var mikil kvenréttindabaráttukona, en Barrett mun þurfa að vera kjörin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. Demókratar og kvenréttindabaráttufólk hafa lýst yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðrar skipunar Barrett, en hún er talin mjög íhaldssöm, og telja margir frjálslyndir að Barrett muni stuðla að því að dómurinn Roe gegn Wade verði afnuminn en hann lögleiddi þungunarrof í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Líklegt að þungunarrof verði til mikillar umræðu vegna tilnefningar Barrett Verði tilnefning Barretts staðfest af öldungadeildinni verður hún sjötti íhaldssami dómarinn í Hæstarétti á móti þremur frjálslyndum. Hafa margir bent á að það geti orðið til þess að hugmyndafræði baki dómum næstu áratuga breytist. Trump sagðist hins vegar ekki vera viss um hvernig Barrett myndi kjósa um málið yrði það tekið upp af Hæstarétti að nýju. „Ég er fyrst og fremst að leita að einhverjum sem túlkar stjórnarskrána eins og hún var skrifuð. Hún er mjög ákveðin hvað það varðar,“ sagði Trump í viðtali í umræðuþættinum Fox & Friends í dag. Dómararnir við Hæstarétt Bandaríkjanna eru skipaðir til æviloka og geta dómar þeirra haft áhrif á opinbera stefnu stjórnvalda á flestum sviðum, svo sem skotvopnalöggjöf og þungunarrofslöggjöf. Barrett er þriðji dómarinn sem Trump tilnefnir til Hæstaréttar, en hann skipaði Neil Gorsuch árið 2017 og Brett Kavanaugh árið 2018. Mikil umræða um afstöðu Gorsuch og Kavanaugh til þungunarrofs myndaðist við yfirheyrslur þeirra hjá öldungadeildinni áður en atkvæði voru greidd um tilnefningu þeirra. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Þungunarrof Donald Trump Jafnréttismál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. Roe gegn Wade er sá dómur sem hefur gefið hvað mest fordæmi fyrir lögmæti þungunarrofs í Bandaríkjunum. Amy Coney Barrett, sem Trump tilnefni til Hæstaréttar í gær, hefur ítrekað dæmt þannig í þungunarrofsmálum að aðgengi að þeim hefur verið gert minna. Trump sagðist ekki hafa rætt þungunarrofsmál við Barrett áður en hann tilnefndi hana til dómsins en hann sagði að Barrett hefði sannarlega íhaldssamar skoðanir. Barrett kemur til með að taka sæti Ruth Bader Ginsburg, sem lést 18. september síðastliðinn og var mikil kvenréttindabaráttukona, en Barrett mun þurfa að vera kjörin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. Demókratar og kvenréttindabaráttufólk hafa lýst yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðrar skipunar Barrett, en hún er talin mjög íhaldssöm, og telja margir frjálslyndir að Barrett muni stuðla að því að dómurinn Roe gegn Wade verði afnuminn en hann lögleiddi þungunarrof í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Líklegt að þungunarrof verði til mikillar umræðu vegna tilnefningar Barrett Verði tilnefning Barretts staðfest af öldungadeildinni verður hún sjötti íhaldssami dómarinn í Hæstarétti á móti þremur frjálslyndum. Hafa margir bent á að það geti orðið til þess að hugmyndafræði baki dómum næstu áratuga breytist. Trump sagðist hins vegar ekki vera viss um hvernig Barrett myndi kjósa um málið yrði það tekið upp af Hæstarétti að nýju. „Ég er fyrst og fremst að leita að einhverjum sem túlkar stjórnarskrána eins og hún var skrifuð. Hún er mjög ákveðin hvað það varðar,“ sagði Trump í viðtali í umræðuþættinum Fox & Friends í dag. Dómararnir við Hæstarétt Bandaríkjanna eru skipaðir til æviloka og geta dómar þeirra haft áhrif á opinbera stefnu stjórnvalda á flestum sviðum, svo sem skotvopnalöggjöf og þungunarrofslöggjöf. Barrett er þriðji dómarinn sem Trump tilnefnir til Hæstaréttar, en hann skipaði Neil Gorsuch árið 2017 og Brett Kavanaugh árið 2018. Mikil umræða um afstöðu Gorsuch og Kavanaugh til þungunarrofs myndaðist við yfirheyrslur þeirra hjá öldungadeildinni áður en atkvæði voru greidd um tilnefningu þeirra.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Þungunarrof Donald Trump Jafnréttismál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira