Íslenski boltinn

Villa sagðir vilja kaupa keppi­naut Ragnars á einn og hálfan milljarð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Victor Nelsson ásamt liðsfélögum sínum Carlos Zeca og Kamil Wilczek.
Victor Nelsson ásamt liðsfélögum sínum Carlos Zeca og Kamil Wilczek. vísir/getty

Ekstra Bladet í Danmörku segir frá því í dag að Aston Villa vilji kaupa varnarmann danska stórliðsins, FCK, Victor Nelsson.

Nelsson er einungis 21 árs og var keyptur til FCK sumarið 2019 frá FC Nordsjælland þar sem margir ungir og efnilegir knattspyrnumenn hafa komið.

Samkvæmt heimildum Ekstra Bladet er kaupverðið um 75 milljónir danskra króna, tíu milljónir evra eða rúmlega einn og hálfur milljarður íslenskra króna.

Johan Lange tók við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Aston Villa í sumar en áður starfaði hann hjá danska félaginu.

Áhuginn á þó að hafa verið til staðar hjá Villa áður en Lange mætti til starfa en hann hefur gert vel á leikmannamarkaðnum hjá Villa í sumar.

Nelsson er í baráttu við Ragnar Sigurðsson um sæti í miðri vörn FCK en hann er með samning hjá félaginu til ársins 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×