Íslenski boltinn

Keflavík snéri við taflinu á Ísafirði og er í góðri stöðu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Keflavík fagnar marki fyrr í sumar.
Keflavík fagnar marki fyrr í sumar. vísir/bára

Keflavík vann endurkomusigur, 3-1, á Vestri er liðin mættust á Ísafirði í 18. umferð Lengjudeildarinnar í dag.

Ignacio Gil kom Vestramönnum yfir á 16. mínútu og þeir leiddu í hálfleik en Suðurnesjamenn komu sterkir inn í síðari.

Tristan Freyr Ingólfsson jafnaði metin á 53. mínútu og Joey Gibbs skoraði enn eitt markið í sumar á 66. mínútu.

Helgi Þór Jónsson bætti við þriðja markinu í uppbótartíma og lokatölur 3-1.

Eftir sigurinn er Keflavík með 37 stig á toppi deildarinnar en Leiknir og Fram er í 2. og 3. sætinu með 33 stig.

Vestri er í sjöunda sætinu með 26 eftir leikina átján sem liðið hefur spilað.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.