Fólk verði að átta sig á því að „við erum öll í sama bátnum“ Kristín Ólafsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 25. september 2020 14:40 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir að staðan sem upp er komin á vinnumarkaði hafi verið „krampakennd“ síðustu daga. Nú skipti öllu máli að allir taki höndum saman til að koma efnahagnum upp úr lægðinni sem myndast hefur í faraldri kórónuveiru. Forsætisráðherra segir áhyggjuefni ef átök á vinnumarkaði bætist ofan á allt annað. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands greinir nú á um hvort að forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar eða ekki. SA líta svo á að forsendurnar hafi ekki haldið í ljósi þeirrar kreppu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Því þurfi samningsaðilar að bregðast við. ASÍ telur aftur á móti að forsendurnar hafi haldið. SA mun því boða til allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal aðildarfyrirtækja sinna um afstöðu þeirra til uppsagnar kjarasamninganna, sem taki þá gildi þann 1. október. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag að enn ætti eftir að koma í ljós hvenær hún myndi funda með aðilum vinnumarkaðarins. „Það er ekkert launungamál að í þeirri stöðu sem íslenskt samfélag er í núna, þar sem við erum stödd í miðjum heimsfaraldri og mjög djúpri efnahagslægð, þá er auðvitað mikið áhyggjuefni ef ofan á það bætast átök á vinnumarkaði,“ sagði Katrín. Enn eigi eftir að koma í ljós hverju þessi fundahöld skili. Eðlilegt væri að stjórnvöld fundi með verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum. „Til þess að fara yfir þessa stöðu og hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaði hér á komandi vetri.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist ekki svo viss um að það væri svo augljóst hvað stjórnvöld gætu gert til að höggva á hnútinn sem nú hefur myndast á vinnumarkaði. Sameiginlegt átak allra hlutaðeigandi væri nauðsynlegt. „Það sem skiptir máli hér er að fólk átti sig á því að við erum öll í sama bátnum. Við erum öll að eiga við þessar aðstæður sem hafa skapast hér. Við erum í efnahagslegri lægð og þurfum að finna viðspyrnu til að spyrna okkur upp af botni þessarar lægðar. Þar getur samhent átak skipt mjög miku máli en það byrjar á því að menn lýsi yfir skilningi á aðstæðum og vilja til að taka á stöðunni. Og það er sjálfsagt ýmislegt sem kæmi til greina ef menn eru í einhverju samstilltu átaki, það þurfa allir að leggja eitthvað af mörkum. En mér finnst þetta vera dálítið krampakennt fram á þessa daga,“ sagði Bjarni. Hann sagði jafnframt augljóst að efnahagslegar forsendur væru brostnar. Það væri hins vegar aðila vinnumarkaðarins að finna út úr því hvort einstaka samningsforsendur væru það einnig. Inntur eftir því hvort að frysta þyrfti launahækkanir til að halda uppi atvinnustigi, sem Bjarna er tíðrætt um, sagði hann að það þyrfti að skoða í víðara samhengi. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Ábyrgð á vinnumarkaði og í lífeyrissjóðum Verkalýðshreyfingin hefur boðið frið á vinnumarkaði sem er það skynsamasta sem hægt er að gera í núverandi ástandi. 25. september 2020 14:31 Forsætisráðherra hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins til þess að fara yfir stöðuna. 25. september 2020 08:49 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að staðan sem upp er komin á vinnumarkaði hafi verið „krampakennd“ síðustu daga. Nú skipti öllu máli að allir taki höndum saman til að koma efnahagnum upp úr lægðinni sem myndast hefur í faraldri kórónuveiru. Forsætisráðherra segir áhyggjuefni ef átök á vinnumarkaði bætist ofan á allt annað. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands greinir nú á um hvort að forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar eða ekki. SA líta svo á að forsendurnar hafi ekki haldið í ljósi þeirrar kreppu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Því þurfi samningsaðilar að bregðast við. ASÍ telur aftur á móti að forsendurnar hafi haldið. SA mun því boða til allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal aðildarfyrirtækja sinna um afstöðu þeirra til uppsagnar kjarasamninganna, sem taki þá gildi þann 1. október. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag að enn ætti eftir að koma í ljós hvenær hún myndi funda með aðilum vinnumarkaðarins. „Það er ekkert launungamál að í þeirri stöðu sem íslenskt samfélag er í núna, þar sem við erum stödd í miðjum heimsfaraldri og mjög djúpri efnahagslægð, þá er auðvitað mikið áhyggjuefni ef ofan á það bætast átök á vinnumarkaði,“ sagði Katrín. Enn eigi eftir að koma í ljós hverju þessi fundahöld skili. Eðlilegt væri að stjórnvöld fundi með verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum. „Til þess að fara yfir þessa stöðu og hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaði hér á komandi vetri.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist ekki svo viss um að það væri svo augljóst hvað stjórnvöld gætu gert til að höggva á hnútinn sem nú hefur myndast á vinnumarkaði. Sameiginlegt átak allra hlutaðeigandi væri nauðsynlegt. „Það sem skiptir máli hér er að fólk átti sig á því að við erum öll í sama bátnum. Við erum öll að eiga við þessar aðstæður sem hafa skapast hér. Við erum í efnahagslegri lægð og þurfum að finna viðspyrnu til að spyrna okkur upp af botni þessarar lægðar. Þar getur samhent átak skipt mjög miku máli en það byrjar á því að menn lýsi yfir skilningi á aðstæðum og vilja til að taka á stöðunni. Og það er sjálfsagt ýmislegt sem kæmi til greina ef menn eru í einhverju samstilltu átaki, það þurfa allir að leggja eitthvað af mörkum. En mér finnst þetta vera dálítið krampakennt fram á þessa daga,“ sagði Bjarni. Hann sagði jafnframt augljóst að efnahagslegar forsendur væru brostnar. Það væri hins vegar aðila vinnumarkaðarins að finna út úr því hvort einstaka samningsforsendur væru það einnig. Inntur eftir því hvort að frysta þyrfti launahækkanir til að halda uppi atvinnustigi, sem Bjarna er tíðrætt um, sagði hann að það þyrfti að skoða í víðara samhengi.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Ábyrgð á vinnumarkaði og í lífeyrissjóðum Verkalýðshreyfingin hefur boðið frið á vinnumarkaði sem er það skynsamasta sem hægt er að gera í núverandi ástandi. 25. september 2020 14:31 Forsætisráðherra hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins til þess að fara yfir stöðuna. 25. september 2020 08:49 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Ábyrgð á vinnumarkaði og í lífeyrissjóðum Verkalýðshreyfingin hefur boðið frið á vinnumarkaði sem er það skynsamasta sem hægt er að gera í núverandi ástandi. 25. september 2020 14:31
Forsætisráðherra hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins til þess að fara yfir stöðuna. 25. september 2020 08:49
SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43