Forsætisráðherra hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2020 08:49 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ætlar að funda með aðilum vinnumarkaðarins vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í tengslum við forsendur lífskjarasamninganna og mat á því hvort þær séu brostnar eða ekki. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins til þess að fara yfir stöðuna. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi en segir ekki liggja fyrir hvenær fundurinn fer fram. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort að forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar eða ekki. SA líta svo á að forsendurnar hafi ekki haldið í ljósi þeirrar kreppu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Því þurfi samningsaðilar að bregðast við. ASÍ telur aftur á móti að forsendurnar hafi haldið. SA mun því boða til allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal aðildarfyrirtækja sinna um afstöðu þeirra til uppsagnar kjarasamninganna, sem taki þá gildi þann 1. október. Forsætisráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að það sé ljóst að ef það stefni í átök á vinnumarkaði þá sé það mikið áhyggjuefni í þeirri stöðu sem blasir við í samfélaginu vegna faraldursins og afleiðinga hans. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að efnahagslegar forsendur fyrir kjarabata launþega væru foknar út í veður og vind. Kanna þyrfti hvort nauðsynlegt væri að fresta launahækkunum. Aðspurð hvort það sé ekki afstaða stjórnvalda að forsendur kjarasamninga séu brostnar segir Katrín við Morgunblaðið að sé aðilanna sjálfra að meta forsendurnar sín á milli: „Það liggur algjörlega fyrir að hvað stjórnvöld varðar þá teljum við okkur hafa staðið við allar þær yfirlýsingar sem við gáfum í tengslum við kjarasamninga. Við höfum lagt áherslu á það, að allt það sem við gáfum yfirlýsingu um hefur annaðhvort gengið eftir á samningstímanum eða er í vinnslu. En síðan er það auðvitað aðilanna sjálfra að meta forsendurnar sín á milli.“ Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins til þess að fara yfir stöðuna. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi en segir ekki liggja fyrir hvenær fundurinn fer fram. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort að forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar eða ekki. SA líta svo á að forsendurnar hafi ekki haldið í ljósi þeirrar kreppu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Því þurfi samningsaðilar að bregðast við. ASÍ telur aftur á móti að forsendurnar hafi haldið. SA mun því boða til allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal aðildarfyrirtækja sinna um afstöðu þeirra til uppsagnar kjarasamninganna, sem taki þá gildi þann 1. október. Forsætisráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að það sé ljóst að ef það stefni í átök á vinnumarkaði þá sé það mikið áhyggjuefni í þeirri stöðu sem blasir við í samfélaginu vegna faraldursins og afleiðinga hans. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að efnahagslegar forsendur fyrir kjarabata launþega væru foknar út í veður og vind. Kanna þyrfti hvort nauðsynlegt væri að fresta launahækkunum. Aðspurð hvort það sé ekki afstaða stjórnvalda að forsendur kjarasamninga séu brostnar segir Katrín við Morgunblaðið að sé aðilanna sjálfra að meta forsendurnar sín á milli: „Það liggur algjörlega fyrir að hvað stjórnvöld varðar þá teljum við okkur hafa staðið við allar þær yfirlýsingar sem við gáfum í tengslum við kjarasamninga. Við höfum lagt áherslu á það, að allt það sem við gáfum yfirlýsingu um hefur annaðhvort gengið eftir á samningstímanum eða er í vinnslu. En síðan er það auðvitað aðilanna sjálfra að meta forsendurnar sín á milli.“
Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira