Ábyrgð á vinnumarkaði og í lífeyrissjóðum Drífa Snædal skrifar 25. september 2020 14:30 Verkalýðshreyfingin hefur boðið frið á vinnumarkaði sem er það skynsamasta sem hægt er að gera í núverandi ástandi. Fulltrúar ASÍ í forsendunefnd komust að þeirri niðurstöðu að forsendur kjarasamninga hefðu staðist og því væri ekki tilefni til að segja þeim upp. Atvinnurekendur komust að annarri niðurstöðu og teygðu sig langt til þess, enda snýr eina raunverulega vafaatriðið að okkar mati að afnámi verðtryggingar. Það er því í boði atvinnurekenda ef samningar falla úr gildi, sem kallar á mikla ólgu og óvissu. Verkalýðshreyfingin er tilbúin í það sem koma skal. Okkar hlutverk er skýrt: að standa vörð um almannahagsmuni á erfiðum tímum. Það gerum við með því að mæta vanda þeirra atvinnugreina og landshluta sem illa hafa orðið úti, ekki með því að nota kreppuástand til að auka á ójöfnuð og draga úr tekjubótum til þeirra sem lægst hafa launin. Annað hitamál vikunnar eru fjárfestingar lífeyrissjóðanna og sú sérstaka yfirlýsing seðlabankastjóra að fjármálaeftirlitið eigi að skoða stjórnarhætti einstaka stjórnarmanna, sem virðist eingöngu beinast að fulltrúum launafólks. Við erum sannarlega tilbúin til umræðu um skipulag sjóðanna, lengi hefur verið bent á að það skjóti skökku við hversu áhrifamiklir atvinnurekendur eru hvað varðar ráðstöfun eftirlaunasjóða launafólks. En að halda því fram að fulltrúar verkalýðsfélaga í stjórnum sjóðanna séu ekki að gæta hagsmuna félagsmanna eru alvarlegar ásakanir sem eiga ekki við rök að styðjast. Reyndar hefur Kveikur – heimildarþáttur enn á ný varpað ljósi á mikilvægi þess að taka ekki bara ákvarðanir út frá fjármálum heldur einnig siðferði við fjárfestingar. Það er nefnilega allra hagur og sjóðirnir setji sér raunveruleg siðferðisviðmið í fjárfestingum. Ég fagna umræðu um lífeyrissjóðina enda eigum við þá öll og öll höfum við fullt frelsi til að hafa skoðanir á skipulagi þeirra og fjárfestingum. Þar verður enginn múlbundinn. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Kjaramál Lífeyrissjóðir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin hefur boðið frið á vinnumarkaði sem er það skynsamasta sem hægt er að gera í núverandi ástandi. Fulltrúar ASÍ í forsendunefnd komust að þeirri niðurstöðu að forsendur kjarasamninga hefðu staðist og því væri ekki tilefni til að segja þeim upp. Atvinnurekendur komust að annarri niðurstöðu og teygðu sig langt til þess, enda snýr eina raunverulega vafaatriðið að okkar mati að afnámi verðtryggingar. Það er því í boði atvinnurekenda ef samningar falla úr gildi, sem kallar á mikla ólgu og óvissu. Verkalýðshreyfingin er tilbúin í það sem koma skal. Okkar hlutverk er skýrt: að standa vörð um almannahagsmuni á erfiðum tímum. Það gerum við með því að mæta vanda þeirra atvinnugreina og landshluta sem illa hafa orðið úti, ekki með því að nota kreppuástand til að auka á ójöfnuð og draga úr tekjubótum til þeirra sem lægst hafa launin. Annað hitamál vikunnar eru fjárfestingar lífeyrissjóðanna og sú sérstaka yfirlýsing seðlabankastjóra að fjármálaeftirlitið eigi að skoða stjórnarhætti einstaka stjórnarmanna, sem virðist eingöngu beinast að fulltrúum launafólks. Við erum sannarlega tilbúin til umræðu um skipulag sjóðanna, lengi hefur verið bent á að það skjóti skökku við hversu áhrifamiklir atvinnurekendur eru hvað varðar ráðstöfun eftirlaunasjóða launafólks. En að halda því fram að fulltrúar verkalýðsfélaga í stjórnum sjóðanna séu ekki að gæta hagsmuna félagsmanna eru alvarlegar ásakanir sem eiga ekki við rök að styðjast. Reyndar hefur Kveikur – heimildarþáttur enn á ný varpað ljósi á mikilvægi þess að taka ekki bara ákvarðanir út frá fjármálum heldur einnig siðferði við fjárfestingar. Það er nefnilega allra hagur og sjóðirnir setji sér raunveruleg siðferðisviðmið í fjárfestingum. Ég fagna umræðu um lífeyrissjóðina enda eigum við þá öll og öll höfum við fullt frelsi til að hafa skoðanir á skipulagi þeirra og fjárfestingum. Þar verður enginn múlbundinn. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun