SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. september 2020 17:43 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Drífa Snædal, forseti ASÍ, í Karphúsinu þegar kjarasamningar voru undirritaðir. vísir/vilhelm Líkur hafa aukist á að lífskjarasamningunum verði sagt upp eftir að forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins klofnaði í afstöðu sinni. Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. „Samtökum atvinnulífsins er heimilt að segja kjarasamningum upp um komandi mánaðamót komi verkalýðshreyfingin ekki til móts við atvinnulífið og aðlagi kjarasamninga að gjörbreyttri stöðu efnahagsmála.“ Í dag fundaði forsendunefnd um hvort forsendur samninganna stæðust en nefndin þarf að komast að niðurstöðu fyrir mánaðamót. Nú síðdegis sendi Alþýðusamband Íslands frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að sambandið telji forsendur hafa staðist. Lífskjarasamningarnir hvíli á þremur forsendum sem allar hafi staðist í megindráttum. Í fyrsta lagi bendir ASÍ á kaupmátt launa sem hafi aukist um 4,8% það sem af er samningstíma, í öðru lagi á lækkun stýrivaxta en þeir hafa lækkað úr 4,5% í 1% það sem af er samningstíma og að lokum er bent á tímasett loforð stjórnvalda sem hafi staðist fyrir utan ákvæði um bann við 40 ára verðtryggðum lánum. Þau rök sem Samtök atvinnulífsins hafa sett fram eru meðal annars að nú sé gert ráð fyrir að landsframleiðslan verði 300 milljörðum króna lægri á árinu 2021 en gert var ráð fyrir við undirritun samninga. Samtökin segja augljóst að engar forsendur séu fyrir hækkun launakostnaðar í atvinnulífinu. SA vill fresta launahækkunum og lengja kjarasamninga. Þannig verði hægt að fresta öllum dagsetningum samninganna sem nemur lengingunni. Árið sé farið forgörðum og að atvinnulífið og launafólk þurfi að bíða storminn af sér í sameiningu. Sú nálgun rími vel við aðrar aðgerðir sem gripið hafi verið til vegna faraldursins. Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Líkur hafa aukist á að lífskjarasamningunum verði sagt upp eftir að forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins klofnaði í afstöðu sinni. Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. „Samtökum atvinnulífsins er heimilt að segja kjarasamningum upp um komandi mánaðamót komi verkalýðshreyfingin ekki til móts við atvinnulífið og aðlagi kjarasamninga að gjörbreyttri stöðu efnahagsmála.“ Í dag fundaði forsendunefnd um hvort forsendur samninganna stæðust en nefndin þarf að komast að niðurstöðu fyrir mánaðamót. Nú síðdegis sendi Alþýðusamband Íslands frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að sambandið telji forsendur hafa staðist. Lífskjarasamningarnir hvíli á þremur forsendum sem allar hafi staðist í megindráttum. Í fyrsta lagi bendir ASÍ á kaupmátt launa sem hafi aukist um 4,8% það sem af er samningstíma, í öðru lagi á lækkun stýrivaxta en þeir hafa lækkað úr 4,5% í 1% það sem af er samningstíma og að lokum er bent á tímasett loforð stjórnvalda sem hafi staðist fyrir utan ákvæði um bann við 40 ára verðtryggðum lánum. Þau rök sem Samtök atvinnulífsins hafa sett fram eru meðal annars að nú sé gert ráð fyrir að landsframleiðslan verði 300 milljörðum króna lægri á árinu 2021 en gert var ráð fyrir við undirritun samninga. Samtökin segja augljóst að engar forsendur séu fyrir hækkun launakostnaðar í atvinnulífinu. SA vill fresta launahækkunum og lengja kjarasamninga. Þannig verði hægt að fresta öllum dagsetningum samninganna sem nemur lengingunni. Árið sé farið forgörðum og að atvinnulífið og launafólk þurfi að bíða storminn af sér í sameiningu. Sú nálgun rími vel við aðrar aðgerðir sem gripið hafi verið til vegna faraldursins.
Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira