Erlent

Skaut lög­reglu­mann til bana

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögregluþjónar standa vörð fyrir utan lögreglustöðina í morgun.
Lögregluþjónar standa vörð fyrir utan lögreglustöðina í morgun. Vísir/getty

Lögreglumaður var skotinn til bana á lögreglustöð í Croydon-hverfinu í Lundúnum í morgun. Grunaður glæpamaður dró fram skotvopn þegar verið var að leita á honum á lögreglustöðinni og skaut lögregluþjóninn í brjóstið, að því er segir í frétt BBC.

Maðurinn skaut síðan sjálfan sig. Lögreglumaðurinn andaðist á spítala en árásarmaðurinn er á gjörgæslu.

Lögregla greip ekki til neinna vopna á stöðinni í morgun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í Lundúnum. Cressida Dick lögreglustjóri segir andlát lögreglumannsins gríðarlegt áfall, bæði fyrir samstarfsmenn hans og fjölskyldu.

Fréttin hefur verið uppfærð og leiðrétt samkvæmt nýjustu upplýsingum um málið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.