Enski boltinn

„Sá sérstaki“ stóð við lof­orðið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho og blaðamaðurinn.
Mourinho og blaðamaðurinn. vísir/getty

Jose Mourinho, oft kallaður sá sérstaki, stendur við stóru orðin og það sannaðist í dag er blaðamaður fékk mynd af sér með portúgalska stjóranum.

Tottenham mætti í dag liði Shkendija frá Makedóníu og á blaðamannafundi í gær fékk Portúgalinn spurningu frá norður-makedónskum blaðamanni.

Blaðamaðurinn vildi uppfylla ósk látins föður síns sem vildi að ef sonur sinn fengi tækifæri til að hitta Mourinho myndi hann fá mynd af sér með honum.

Mourinho tók vel í spurninguna og bauð honum upp á hótel Tottenham liðsins. Þar mætti blaðamaðurinn í dag en myndinni var svo deilt á Twitter-síðu Tottenham.

Gestrisni í Portúgalanum.


Tengdar fréttir

Mourinho uppfyllir ósk látins aðdáanda

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, fékk heldur óvenjulega en afar einlæga fyrirspurn á blaðamannafundi frá norður-makedónískum blaðamanni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.