Enski boltinn

Ryan Reynolds ætlar að kaupa enskt utandeildarlið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stórleikarinn Ryan Reynolds hefur áhuga á að kaupa þriðja elsta fótboltafélag heims.
Stórleikarinn Ryan Reynolds hefur áhuga á að kaupa þriðja elsta fótboltafélag heims. getty/Cindy Ord

Hollywood-leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney hafa áhuga á að kaupa velska liðið Wrexham sem leikur í ensku utandeildinni.

Það hefur verið í eigu stuðningsmanna síðan 2011 en þeir hafa gefið grænt ljós á yfirtökuna. Mikill meirihluti stuðningsmannanna, eða 95 prósent, var fylgjandi yfirtökunni. Talið er að Reynolds og McElhenney muni leggja tvær milljónir punda til reksturs Wrexham.

Reynolds er einn hæst launaði leikarinn í Hollywood en er einnig aðsópsmikill frumkvöðull. Hann er hvað þekktastur fyrir að leika ofurhetjuna Deadpool í samnefndum myndum.

Mclhenney lék í gamanþáttunum It's Always Sunny in Philadelphia sem hafa verið á dagskrá frá 2005.

Wrexham leikur í ensku E-deildinni. Félagið var stofnað 1864 og er þriðja elsta fótboltafélag í heiminum. Wrexham hefur unnið velsku bikarkeppnina oftast allra liða, eða 23 sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×