Erlent

Tveir lög­reglu­menn skotnir í Lou­is­vil­le

Atli Ísleifsson skrifar
Mótmælt var víða um Bandaríkin í nótt, meðal annars í Louisville.
Mótmælt var víða um Bandaríkin í nótt, meðal annars í Louisville. AP

Mótmælt var víða um Bandaríkin í nótt eftir að í ljós kom að ekki verði ákært í málum lögreglumannanna í Louisville í Kentucky sem skutu Breonnu Taylor til bana í mars síðastliðnum. Í Louisville voru tveir lögreglumenn særðir skotsárum en óljóst er hvort sú árás tengist mótmælunum beint.

Breonna Taylor var skotin mörgum skotum þegar lögreglumenn ruddust inn á heimili hennar sem þá grunaði að notað væri til eiturlyfjasölu.

Kærasti hennar skaut að lögreglumönnunum einu skoti og svöruðu lögreglumennirnir með skæðadrífu. Þess hefur verið krafist að lögreglumennirnir yrðu ákærðir fyrir morð en af því varð ekki.

Þó var einn þeirra ákærður fyrir stórkostlegt gáleysi því skot hans höfnuðu inni í næstu íbúð í húsinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.