Erlent

Mót­mæli héldu á­fram eftir nýja em­bættis­töku Lúka­sjen­kó

Atli Ísleifsson skrifar
Mótmælendur söfnuðust saman í Minsk, Brest og fleiri stórum borgum.
Mótmælendur söfnuðust saman í Minsk, Brest og fleiri stórum borgum. AP

Enn kom til átaka í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og beitti óeirðalögreglan öflugum vatnsbyssum og hvellsprengjum á mótmælendur og handtók um 150 manns.

Fólkið hefur mótmælt forsetanum Alexander Lúkasjenkó síðustu vikur eftir afar umdeildar kosningar þar sem hann náði endurkjöri með miklum yfirburðum, en stórkostlegir gallar virðast hafa verið á framkvæmd kosninganna.

Í gær sór Lúkasjenkó embættiseið og gerði það í kyrrþey, líklega til þess að mótmælendur myndu ekki hópast saman á sama tíma.

Eftir að tilkynnt hafði verið um athöfnina fór fólk því út á götur borgarinnar og veifaði hvítum og rauðum fánum stjórnarandstöðunnar.

Einnig var mótmælt í næststærslu borg landsins, Brest, og á fleiri stöðum í landinu.


Tengdar fréttir

Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti

Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.