„Þetta gæti endað með ósköpum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. september 2020 20:00 Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. Samkvæmt lífskjarasamningnum eiga taxtalaun að hækka um 24.000 krónur þann 1. janúar 2021 og föst laun um tæpar sextán þúsund krónur. og aftur þann fyrsta janúar 2022. Framkvæmdastjóri SA hefur sagt í fréttum okkar að engin innistæða sé fyrir þessum launahækkunum og fyrrverandi framkvæmdastjóri samtakanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þær muni aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Forsendunefnd lífskjarasamningsins sem skipuð er þremur frá ASÍ og þremur frá SA fundaði um samninginn í dag en nefndin þarf að skila niðurstöðu fyrir næstu mánaðarmót. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir brýnt að bregðast við. „Efnahagslegu forsendurnar fyrir áframhaldandi kjarabata fyrir launþega eru foknar út í veður og vind. En samningsaðilar verða að ákveða hvernig á að bregðast við,“ segir Bjarni. Aðspurður um hvort það komi til álita að frysta tilvonandi launahækkanir segir Bjarni. „Það kemur mögulega til álita að fresta launahækkunum.“ segir hann. Formaður VR útilokar að slíkt verði samþykkt „Það er algjört glapræði að gera það. Við hefðum átt að læra af bankahruninu þegar bæði launahækkunum var frestað og gengið var harkalega að kjörum fólks. Þau mistök verða ekki endurtekin. Nú hefur matarkarfan rokið upp í verði og okkur veitir ekkert af þessum hækkunum og munum verja þær með kjafti og klóm,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Ragnar segir að búast megi við miklum átökum á vinnumarkaði verði samningurinn ekki virtur. „Ef að það verður farið gegn þessum samningi verður því svarað af hörku sem hefur ekki sést áður. Það er stemning innan hreyfingarinnar að verja lífskjarasamninginn og koma í veg fyrir að hér fari vinnumarkaðurinn á hliðina ofan í allt sem er á undan er gengið. Það væri hægt að pakka saman ef við fáum verkföll og átak á vinnumarkaði ofan á Covid ástandið svo hér verði jafnvel alkul á markaði,“ segir Ragnar. Ragnar þór segir að stjórnvöld hafi ennþá ekki uppfyllt skilyrði í lífskjarasamningnum um afnám á 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum. Þá eigi eftir að ná niðurstöðu um hvenær grundvöllur verðtryggingar verði án húsnæðisliðar. „Við höfum þurft að toga nánast allt út með töngum til að fá stjórnvöld til að standa við gefin loforð og ennþá á eftir að ganga frá þessum loforðum,“ segir Ragnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur að síðastnefnda málið sé afgreitt. „Eftir þessi síðustu óformlegu samtöl hef ég ekki væntingar um að þetta mál verði klárað,“ segir Bjarni. „Það er einkennilegt að ríkisstjórn sem kennir sig við stöðugleika skuli bera ábyrgð á því að samningum sem verði mögulega sagt upp vegna forsendubrests sem þau bera mögulega ábyrgð á. Það er mín tilfinning að þetta gæti endað með ósköpum og það verður þá á ábyrgð ríkisstjórnarinnar,“ segir Ragnar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir „Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu“ Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. 23. september 2020 08:19 Segir enga innistæðu fyrir launahækkunum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. 8. september 2020 18:30 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. Samkvæmt lífskjarasamningnum eiga taxtalaun að hækka um 24.000 krónur þann 1. janúar 2021 og föst laun um tæpar sextán þúsund krónur. og aftur þann fyrsta janúar 2022. Framkvæmdastjóri SA hefur sagt í fréttum okkar að engin innistæða sé fyrir þessum launahækkunum og fyrrverandi framkvæmdastjóri samtakanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þær muni aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Forsendunefnd lífskjarasamningsins sem skipuð er þremur frá ASÍ og þremur frá SA fundaði um samninginn í dag en nefndin þarf að skila niðurstöðu fyrir næstu mánaðarmót. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir brýnt að bregðast við. „Efnahagslegu forsendurnar fyrir áframhaldandi kjarabata fyrir launþega eru foknar út í veður og vind. En samningsaðilar verða að ákveða hvernig á að bregðast við,“ segir Bjarni. Aðspurður um hvort það komi til álita að frysta tilvonandi launahækkanir segir Bjarni. „Það kemur mögulega til álita að fresta launahækkunum.“ segir hann. Formaður VR útilokar að slíkt verði samþykkt „Það er algjört glapræði að gera það. Við hefðum átt að læra af bankahruninu þegar bæði launahækkunum var frestað og gengið var harkalega að kjörum fólks. Þau mistök verða ekki endurtekin. Nú hefur matarkarfan rokið upp í verði og okkur veitir ekkert af þessum hækkunum og munum verja þær með kjafti og klóm,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Ragnar segir að búast megi við miklum átökum á vinnumarkaði verði samningurinn ekki virtur. „Ef að það verður farið gegn þessum samningi verður því svarað af hörku sem hefur ekki sést áður. Það er stemning innan hreyfingarinnar að verja lífskjarasamninginn og koma í veg fyrir að hér fari vinnumarkaðurinn á hliðina ofan í allt sem er á undan er gengið. Það væri hægt að pakka saman ef við fáum verkföll og átak á vinnumarkaði ofan á Covid ástandið svo hér verði jafnvel alkul á markaði,“ segir Ragnar. Ragnar þór segir að stjórnvöld hafi ennþá ekki uppfyllt skilyrði í lífskjarasamningnum um afnám á 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum. Þá eigi eftir að ná niðurstöðu um hvenær grundvöllur verðtryggingar verði án húsnæðisliðar. „Við höfum þurft að toga nánast allt út með töngum til að fá stjórnvöld til að standa við gefin loforð og ennþá á eftir að ganga frá þessum loforðum,“ segir Ragnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur að síðastnefnda málið sé afgreitt. „Eftir þessi síðustu óformlegu samtöl hef ég ekki væntingar um að þetta mál verði klárað,“ segir Bjarni. „Það er einkennilegt að ríkisstjórn sem kennir sig við stöðugleika skuli bera ábyrgð á því að samningum sem verði mögulega sagt upp vegna forsendubrests sem þau bera mögulega ábyrgð á. Það er mín tilfinning að þetta gæti endað með ósköpum og það verður þá á ábyrgð ríkisstjórnarinnar,“ segir Ragnar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir „Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu“ Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. 23. september 2020 08:19 Segir enga innistæðu fyrir launahækkunum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. 8. september 2020 18:30 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
„Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu“ Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. 23. september 2020 08:19
Segir enga innistæðu fyrir launahækkunum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. 8. september 2020 18:30