Fótbolti

Sænskur sérfræðingur segir að dómarinn hafi tekið löglegt mark af Íslendingum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ivana Martincic dæmir mark Söru Bjarkar Gunnarsdóttur af.
Ivana Martincic dæmir mark Söru Bjarkar Gunnarsdóttur af. vísir/vilhelm

Meira að segja Svíar voru á því að markið sem Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði undir lok fyrri hálfleiks í 1-1 jafntefli Íslands og Svíþjóðar í gær hefði átt að standa.

Þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks skoraði Sara eftir hornspyrnu Hallberu Gísladóttur en Ivana Martincic, dómari leiksins, dæmdi markið af vegna brots Glódísar Perlu Viggósdóttur á Zeciru Musovic, markverði Svía. Umdeildur dómur í meira lagi.

Daniel Nannskog, sérfræðingur SVT, sagði að mark Söru hefði verið löglegt og Musovic, sem lék sinn fyrsta landsleik í gær, hafi sloppið með skrekkinn.

„Við erum mjög heppin að staðan sé 1-0. Mér finnst þetta ekki nóg til að fá aukaspyrnu. Musovic þarf að vera miklu sterkari og kýla þennan bolta burt,“ sagði Nannskog þegar hann fór yfir atvikið í útsendingu SVT frá leiknum á Laugardalsvelli.

„Ef ég væri Íslendingur væri ég bandbrjálaður því dómarinn tók af þeim algjörlega löglegt mark,“ bætti Nannskog við.

Íslendingar létu ekki þetta mótlæti á sig fá og jöfnuðu eftir klukkutíma með marki Elínar Mettu Jensen. Hún var svo nálægt því tryggja Íslandi sigur á 78. mínútu þegar skot hennar fór í slána á marki Svíþjóðar.

Ísland og Svíþjóð eru bæði með þrettán stig í F-riðli undankeppni EM 2022. Þau mætast öðru sinni í Gautaborg 27. október.


Tengdar fréttir

Við ætlum að fara út og sækja þrjú stig

Dagný Brynjarsdóttir segir að íslenska liðið ætli sér einfaldlega að sækja þrjú stig gegn Svíum á útivelli eftir 1-1 jafntefli liðanna á Laugardalsvelli í kvöld.

Skil ekki hvað hún er að dæma á

Glódís Perla Viggósdóttir var ekki par sátt með markið sem var dæmt af Íslandi í fyrri hálfleik gegn Svíum í kvöld. Þá var hún svekkt með að íslenska liðið hafi ekki náð í þrjú stig gegn ógnarsterku liði Svía.

Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti

„Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld.

Hundfúll að hafa ekki unnið þennan leik

Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska landsliðsins, vildi fá þrjú stig úr leik Íslands gegn sterku liði Svía á Laugardalsvelli í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir að sænska liðið komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.