Enski boltinn

Moyes og tveir leikmenn West Ham með kórónuveiruna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Moyes er ekki á bekknum hjá West Ham í kvöld vegna veikindanna.
Moyes er ekki á bekknum hjá West Ham í kvöld vegna veikindanna. vísir/getty

David Moyes, stjóri West Ham, er með kórónuveiruna en þetta staðfesti félagið í kvöld.

Það er ekki bara Moyes sem er með veiruna í herbúðum West Ham því einnig eru tveir leikmenn með veiruna.

Issa Diop og Josh Cullen eru leikmennirnir sem um ræðir en West Ham spilar við Hull í enska deildarbikarnum þessa stundina.

West Ham fékk einungis úr prófinu skömmu fyrir leikinn og áttu þeir Diop og Cullen að vera í byrjunarliðinu.

Þeir voru, ásamt Moyes, hins vegar sendir strax heim í einangrun næstu daga. Allir þrír eru einkennalausir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.