Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2020 14:37 Líkur hafa verið leiddar að því að skipan nýs og íhaldssams hæstaréttardómara eigi eftir að blása stuðningsmönnum Trump forseta eldmóð í brjóst rétt fyrir kosningar. AP/Chris Carlson Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. Repúblikanar stefna að því að staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar þrátt fyrir að skoðanakannanir bendi til þess að meirihluti sé því andsnúinn. Í símaviðtali við Fox-sjónvarpsstöðina í morgun sagðist Trump ætla að tilkynna um eftirmann Ruth Bader Ginsburg, sem lést á föstudag, í lok þessarar viku. Þannig væri „nægur tími“ fyrir öldungadeild þingsins að staðfesta skipan dómarans fyrir kosningar sem fara fram 3. nóvember. Valið standi nú á milli fimm mögulegra dómaraefna sem öll eru konur. Líklegast hefur verið talið að Trump veldi Amy Coney Barrett, 48 ára gamlan áfrýjunardómara. Repúblikanar hafa keppst við að skipa unga dómara í embætti sem eru til lífstíðar. „Maður vill velja ungt vegna þess að þeir eru þarna lengi,“ sagði Trump við Fox. Mun hraðari afgreiðsla en undanfarna áratugi Takist repúblikönum að staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar yrði það ein snaggaralegasta skipan í sögunni. Washington Post segir að það hafi tekið öldungadeildina að meðaltali 71 dag að staðfesta tilnefningu forseta á hæstaréttardómara frá 1975. Aðeins rúmir fjörutíu dagar eru nú til kjördags. Demókratar hafa gagnrýnt þessi áform og vísað til þess þegar Mitch McConnell, leiðtogi öldungadeildarinnar, kom í veg fyrir að þingið fjallaði um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseti, þegar sæti losnaði við Hæstarétt tíu mánuðum fyrir kjördag árið 2010. Rök McConnell þá voru að ekki gengi að staðfesta dómara svo nærri kosningunum og að kjósendur þyrftu að fá að segja hug sinn til hver fengi að skipa nýjan dómara. Hefur McConnell og aðrir repúblikanar verið sakaðir um hræsni fyrir að vilja flýta skipan dómara í gegn nú þegar mun styttra er til kosninga. Líkt og árið 2016 hafa repúblikanar þó meirihluta í öldungadeildinni og geta staðfest dómara ef þeim svo sýnist. Tveir öldungadeildarþingmenn repúblikana hafa gefið til kynna að þeir styðji ekki að atkvæði verði greidd um dómaraefni Trump fyrir kosningar. Til þess að stöðva ferlið þyrftu þó að minnsta kosti tveir repúblikanar til viðbótar að ganga úr skaftinu. Repúblikanar eru með 53 þingmenn gegn 47 demókrötum. Féllu atkvæði jafnt gæti Mike Pence, varaforseti, skorið á hnútinn með oddaatkvæði. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, reitti demókrata til reiði þegar hann neitaði að leyfa þinginu að fjalla um dómaraefni Obama, Merrick Garland, í tíu mánuði fyrir kosningar árið 2016. Repúblikanar segja að munurinn þá og nú sé að nú fari repúblikanar með bæði forsetaembættið og meirihlutann í öldungadeildinni og því sé þeim frjálst að hespa skipan hæstaréttardómara af þegar enn skemmra er til kosninga.AP/Susan Walsh Helmingur repúblikana vill bíða Ný skoðanakönnun á vegum Reuters-fréttastofunnar bendir til þess að 62% Bandaríkjamanna vilji að sá sem vinnur forsetakosningarnar í nóvember velji nýjan hæstaréttardómara. Tæpur fjórðungur sagðist mótfallinn því. Átta af hverjum tíu demókrötum vilja að nýkjörinn forseti velji dómarann og helmingur repúblikana. Nái repúblikanar að staðfesta hæstaréttardómara fyrir kosningar kæmust íhaldsmenn við réttinn í afgerandi meirihluta, sex gegn þremur frjálslyndari dómurum. Trump hefur þegar skipað tvo dómara við réttinn í forsetatíð sinni, báða í yngri kantinum. Þriðji dómarinn gæti sveigt stefnu hæstaréttar verulega til hægri næstu áratugina. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. Repúblikanar stefna að því að staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar þrátt fyrir að skoðanakannanir bendi til þess að meirihluti sé því andsnúinn. Í símaviðtali við Fox-sjónvarpsstöðina í morgun sagðist Trump ætla að tilkynna um eftirmann Ruth Bader Ginsburg, sem lést á föstudag, í lok þessarar viku. Þannig væri „nægur tími“ fyrir öldungadeild þingsins að staðfesta skipan dómarans fyrir kosningar sem fara fram 3. nóvember. Valið standi nú á milli fimm mögulegra dómaraefna sem öll eru konur. Líklegast hefur verið talið að Trump veldi Amy Coney Barrett, 48 ára gamlan áfrýjunardómara. Repúblikanar hafa keppst við að skipa unga dómara í embætti sem eru til lífstíðar. „Maður vill velja ungt vegna þess að þeir eru þarna lengi,“ sagði Trump við Fox. Mun hraðari afgreiðsla en undanfarna áratugi Takist repúblikönum að staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar yrði það ein snaggaralegasta skipan í sögunni. Washington Post segir að það hafi tekið öldungadeildina að meðaltali 71 dag að staðfesta tilnefningu forseta á hæstaréttardómara frá 1975. Aðeins rúmir fjörutíu dagar eru nú til kjördags. Demókratar hafa gagnrýnt þessi áform og vísað til þess þegar Mitch McConnell, leiðtogi öldungadeildarinnar, kom í veg fyrir að þingið fjallaði um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseti, þegar sæti losnaði við Hæstarétt tíu mánuðum fyrir kjördag árið 2010. Rök McConnell þá voru að ekki gengi að staðfesta dómara svo nærri kosningunum og að kjósendur þyrftu að fá að segja hug sinn til hver fengi að skipa nýjan dómara. Hefur McConnell og aðrir repúblikanar verið sakaðir um hræsni fyrir að vilja flýta skipan dómara í gegn nú þegar mun styttra er til kosninga. Líkt og árið 2016 hafa repúblikanar þó meirihluta í öldungadeildinni og geta staðfest dómara ef þeim svo sýnist. Tveir öldungadeildarþingmenn repúblikana hafa gefið til kynna að þeir styðji ekki að atkvæði verði greidd um dómaraefni Trump fyrir kosningar. Til þess að stöðva ferlið þyrftu þó að minnsta kosti tveir repúblikanar til viðbótar að ganga úr skaftinu. Repúblikanar eru með 53 þingmenn gegn 47 demókrötum. Féllu atkvæði jafnt gæti Mike Pence, varaforseti, skorið á hnútinn með oddaatkvæði. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, reitti demókrata til reiði þegar hann neitaði að leyfa þinginu að fjalla um dómaraefni Obama, Merrick Garland, í tíu mánuði fyrir kosningar árið 2016. Repúblikanar segja að munurinn þá og nú sé að nú fari repúblikanar með bæði forsetaembættið og meirihlutann í öldungadeildinni og því sé þeim frjálst að hespa skipan hæstaréttardómara af þegar enn skemmra er til kosninga.AP/Susan Walsh Helmingur repúblikana vill bíða Ný skoðanakönnun á vegum Reuters-fréttastofunnar bendir til þess að 62% Bandaríkjamanna vilji að sá sem vinnur forsetakosningarnar í nóvember velji nýjan hæstaréttardómara. Tæpur fjórðungur sagðist mótfallinn því. Átta af hverjum tíu demókrötum vilja að nýkjörinn forseti velji dómarann og helmingur repúblikana. Nái repúblikanar að staðfesta hæstaréttardómara fyrir kosningar kæmust íhaldsmenn við réttinn í afgerandi meirihluta, sex gegn þremur frjálslyndari dómurum. Trump hefur þegar skipað tvo dómara við réttinn í forsetatíð sinni, báða í yngri kantinum. Þriðji dómarinn gæti sveigt stefnu hæstaréttar verulega til hægri næstu áratugina.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira