Auðvelt að leggja niður íslenskan landbúnað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. september 2020 20:32 Ómar Helgason bóndi á bænum Lambhaga á Rangárvöllum þar sem rekið er myndarlegt félagsbú. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ómar Helgason, bóndi í Rangárvallasýslu segir mjög auðvelt að leggja íslenskan landbúnað niður og flytja allar landbúnaðarfurðir til landsins og leysa þannig upp öll störf á Íslandi, sem tengjast landbúnaði. Hann segir mjög erfitt að keppa við innflutning á kjöti. Á bænum Lambhaga á Rangárvöllum er rekið félagsbú af myndarskap þar sem eru kýr, kindu, holdakýr og holdanaut. Nýtt fjós er á bænum. Holdakýrnar sem eru 75 ganga með kálfana sína úti á túni en þeir ganga undir í átta til níu mánuði en þá eru þeir teknir á hús og aldir þar til þeim er slátrað. Ómar segir að staðan á kjötmarkaðnum sé erfið, verðin lækki og lækki á sama tíma og innflutningur eykst og eykst. „Það er hægt að flytja inn kjöt og borga einhvern smá toll og bjóða íslenska framleiðslu niður og í rauninni að leggja niður störf á Íslandi því að það er nú bara þannig að við getum flutt allt inn og leyst öll störf upp á Íslandi ef við viljum því það er alls staðar hægt að finna eitthvað ódýrara í heiminum, þetta á við iðnað og öll vinnandi verk því þau eru alls staðar ódýrari en á Íslandi,“ segir Ómar. Ómar segir ómögulegt að keppa við innflutning. „Já, ég held að stjórnvöld verði nú bara að hugsa það að landbúnaður á Íslandi á ekki að snúast um bændur, þetta snýst um störf í þéttbýli. Það eru þúsundir manna, sem hafa störf að landbúnaði, bændur eru tiltölulega fáir, við höldum landinu í byggð og erum verðir þess. Um 75 holdakýr eru m.a. á bænum þar sem kálfarnir ganga undir þeim þar til þeir eru teknir inn í hús og aldir upp í sláturstærð.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ómar segist furða sig á því að það sé ekki tilgreint á veitingastöðum hvort kjötið er íslenskt eða innflutt, neytendur hljóti að eiga rétt á því. „Já, það er dálítið sérstakt að við bændur þurfum að uppfylla fullt af skylirðum varðandi framleiðslu á kjöti, sem eru mjög góð að ég tel en svo eru veitingastaðir og aðrir sem geta selt kjöt án þess að tilgreina hvaðan það kemur. Við þurfum að gæta vel að merkingum þannig að fólk viti hvað það er að kaupa eins og á veitingastöðum og stórum mötuneytum, fólk veit ekkert hvað það er að borða, það borðar bara það sem er á disknum af því að það er vel upp alið, spyr ekki hvaðan það er er. Mér finnst að það eigi að vera réttur neytandans að vita hvaðan varan er, sem þú leggur þér til munns,“ segir Ómar. Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Ómar Helgason, bóndi í Rangárvallasýslu segir mjög auðvelt að leggja íslenskan landbúnað niður og flytja allar landbúnaðarfurðir til landsins og leysa þannig upp öll störf á Íslandi, sem tengjast landbúnaði. Hann segir mjög erfitt að keppa við innflutning á kjöti. Á bænum Lambhaga á Rangárvöllum er rekið félagsbú af myndarskap þar sem eru kýr, kindu, holdakýr og holdanaut. Nýtt fjós er á bænum. Holdakýrnar sem eru 75 ganga með kálfana sína úti á túni en þeir ganga undir í átta til níu mánuði en þá eru þeir teknir á hús og aldir þar til þeim er slátrað. Ómar segir að staðan á kjötmarkaðnum sé erfið, verðin lækki og lækki á sama tíma og innflutningur eykst og eykst. „Það er hægt að flytja inn kjöt og borga einhvern smá toll og bjóða íslenska framleiðslu niður og í rauninni að leggja niður störf á Íslandi því að það er nú bara þannig að við getum flutt allt inn og leyst öll störf upp á Íslandi ef við viljum því það er alls staðar hægt að finna eitthvað ódýrara í heiminum, þetta á við iðnað og öll vinnandi verk því þau eru alls staðar ódýrari en á Íslandi,“ segir Ómar. Ómar segir ómögulegt að keppa við innflutning. „Já, ég held að stjórnvöld verði nú bara að hugsa það að landbúnaður á Íslandi á ekki að snúast um bændur, þetta snýst um störf í þéttbýli. Það eru þúsundir manna, sem hafa störf að landbúnaði, bændur eru tiltölulega fáir, við höldum landinu í byggð og erum verðir þess. Um 75 holdakýr eru m.a. á bænum þar sem kálfarnir ganga undir þeim þar til þeir eru teknir inn í hús og aldir upp í sláturstærð.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ómar segist furða sig á því að það sé ekki tilgreint á veitingastöðum hvort kjötið er íslenskt eða innflutt, neytendur hljóti að eiga rétt á því. „Já, það er dálítið sérstakt að við bændur þurfum að uppfylla fullt af skylirðum varðandi framleiðslu á kjöti, sem eru mjög góð að ég tel en svo eru veitingastaðir og aðrir sem geta selt kjöt án þess að tilgreina hvaðan það kemur. Við þurfum að gæta vel að merkingum þannig að fólk viti hvað það er að kaupa eins og á veitingastöðum og stórum mötuneytum, fólk veit ekkert hvað það er að borða, það borðar bara það sem er á disknum af því að það er vel upp alið, spyr ekki hvaðan það er er. Mér finnst að það eigi að vera réttur neytandans að vita hvaðan varan er, sem þú leggur þér til munns,“ segir Ómar.
Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent