Annar þingmaður Repúblikana mótmælir fyrirhugaðri tilnefningu til Hæstaréttar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2020 16:59 Lisa Murkowski öldungadeildarþingmaður Repúblikana segist ekki telja það rétt að tilnefna nýjan dómara í Hæstarétt svo stutt í kosningar. Getty/Al Drago Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hyggst ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta um áætlun hans um að tilnefna nýjan dómara til Hæstaréttar Bandaríkjanna áður en kjörtímabili hans lýkur. Trump sagði í dag að hann ætli að tilnefna nýjan dómara til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti, en hún lést á föstudag. Demókratar hafa gagnrýnt forsetann harðlega og hafa bent á að árið 2016 þegar skipa þurfti nýjan dómara í Hæstarétt hafi Mitch McConnel, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, stöðvað atkvæðagreiðslu um tilnefningu Barack Obama þáverandi forseta, og sagði það óviðeigandi að skipa nýjan dómara á kosningaári. Eins og staðan er í dag eru þrír dómaranna í hæstarétti taldir frjálslyndir og fimm íhaldssamir og kæmi til þess að Trump tilnefndi arftaka Ginsburg yrðu íhaldssamir dómarar sex á móti þremur frjálslyndum. Trump hefur þegar skipað tvo dómara í Hæstarétt, þá Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh. Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður Repúblikana sagði í dag að hún væri mótfallin fyrirætlunum Trump og er hún annar þingmaðurinn í meirihluta McConnel til þess að lýsa yfir andstöðu sinni við fyrirhugaðri tilnefningu Trump. Susan Collins lýsti yfir andstöðu sinni í gær. Rebúblikanar eru með 53 þingmenn í öldungadeildinni á móti 47 þingmönnum Demókrata. „Ég studdi það ekki þegar dómari var tilnefndur átta mánuðum fyrir forsetakosningarnar 2016 til þess að fylla upp í sæti Scalia heitins,“ sagði Murkowski í yfirlýsingu í dag. „Nú er enn styttra í forsetakosningarnar – það eru tæpir tveir mánuðir í þær – og ég tel að það sama eigi að gilda.“ Antonin Scalia, dómari í Hæstarétti Bandaríkjanna, féll frá í febrúar 2016 en McConnell stöðvaði atkvæðagreiðslu um tilnefningu Barack Obama til Hæstaréttar, sem var Merrick Garland. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48 Trump vill skipa nýjan hæstaréttardómara tafarlaust Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það skyldu sína að skipa nýjan Hæstaréttardómara án tafar. 19. september 2020 15:29 Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hyggst ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta um áætlun hans um að tilnefna nýjan dómara til Hæstaréttar Bandaríkjanna áður en kjörtímabili hans lýkur. Trump sagði í dag að hann ætli að tilnefna nýjan dómara til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti, en hún lést á föstudag. Demókratar hafa gagnrýnt forsetann harðlega og hafa bent á að árið 2016 þegar skipa þurfti nýjan dómara í Hæstarétt hafi Mitch McConnel, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, stöðvað atkvæðagreiðslu um tilnefningu Barack Obama þáverandi forseta, og sagði það óviðeigandi að skipa nýjan dómara á kosningaári. Eins og staðan er í dag eru þrír dómaranna í hæstarétti taldir frjálslyndir og fimm íhaldssamir og kæmi til þess að Trump tilnefndi arftaka Ginsburg yrðu íhaldssamir dómarar sex á móti þremur frjálslyndum. Trump hefur þegar skipað tvo dómara í Hæstarétt, þá Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh. Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður Repúblikana sagði í dag að hún væri mótfallin fyrirætlunum Trump og er hún annar þingmaðurinn í meirihluta McConnel til þess að lýsa yfir andstöðu sinni við fyrirhugaðri tilnefningu Trump. Susan Collins lýsti yfir andstöðu sinni í gær. Rebúblikanar eru með 53 þingmenn í öldungadeildinni á móti 47 þingmönnum Demókrata. „Ég studdi það ekki þegar dómari var tilnefndur átta mánuðum fyrir forsetakosningarnar 2016 til þess að fylla upp í sæti Scalia heitins,“ sagði Murkowski í yfirlýsingu í dag. „Nú er enn styttra í forsetakosningarnar – það eru tæpir tveir mánuðir í þær – og ég tel að það sama eigi að gilda.“ Antonin Scalia, dómari í Hæstarétti Bandaríkjanna, féll frá í febrúar 2016 en McConnell stöðvaði atkvæðagreiðslu um tilnefningu Barack Obama til Hæstaréttar, sem var Merrick Garland.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48 Trump vill skipa nýjan hæstaréttardómara tafarlaust Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það skyldu sína að skipa nýjan Hæstaréttardómara án tafar. 19. september 2020 15:29 Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48
Trump vill skipa nýjan hæstaréttardómara tafarlaust Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það skyldu sína að skipa nýjan Hæstaréttardómara án tafar. 19. september 2020 15:29
Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30