Kartöflukofarnir þróast upp í afkastamikil verksmiðjubú Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2020 22:58 Bjarnveig Jónsdóttir og Ármann Ólafsson, kartöflubændur í Vesturholtum í Þykkvabæ. Fyrir aftan sjást gamli og nýi tíminn. Stöð 2/Einar Árnason. Kartöflubændum í Þykkvabæ hefur á síðustu áratugum fækkað úr fjörutíu niður í tíu. Samhliða hefur kartöfluræktin þróast úr einföldum einyrkjabúskap í verksmiðjubú með tugmilljóna króna fjárfestingum í tækjum og húsnæði, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Rétt eins og í öðrum búgreinum hefur þróunin í kartöfluræktinni verið sú að hver og einn bóndi framleiðir núna margfalt meira en áður. Fyrir hálfri öld voru tveir hektarar algeng stærð af kartöflugörðum hjá bónda. Núna eru það tuttugu hektarar. Séð yfir kartöflubyggingarnar í Vesturholtum í Þykkvabæ.Stöð 2/Einar Árnason. Á bænum Vesturholtum eru hjónin Ármann Ólafsson og Bjarnveig Jónsdóttir í samvinnu við tvo syni sína að byggja 560 fermetra hús með tilheyrandi hamarshöggum sem dynja þessa dagana í kartöfluþorpinu. „Það stendur til að koma hér upp kartöflugeymslu og vinnsluhúsi,“ segir Ármann. Já, þetta eru ekki lengur einfaldir kartöflukofar heldur sjást núna hjá hverjum bónda nánast verksmiðjubyggingar með miklum vélasamstæðum, eins og hjónin í Hákoti, þau Halldóra Hafsteinsdóttir og Markús Ársælsson, sýna okkur. Kartöflubændurnir Halldóra og Markús í Hákoti sýna tækjakostinn.Stöð 2/Einar Árnason. Kartöfluþvottavélar, þurrkarar, flokkunarvélar og pökkunarvélar undir þaki og dráttarvélar og kartöfluupptökuvélar úti á akri eru dæmi um miklar fjárfestingar í tækjum og húsnæði, sem hlaupa á tugum milljóna króna. Bjarnveig, eiginkona Ármanns, segir þau hjónin standa saman í þessu. Spurð hvort arðurinn af kartöfluræktinni standi undir fjárfestingunni svarar hún: „Ætli það komi ekki í ljós hvernig þetta fer. Maður verður að taka áhættu,“ segir Bjarnveig. Kartöflustöðin rís í Vesturholtum. Stöð 2/Einar Árnason. -Þessi húsbygging hérna, hún hlýtur að segja manni það að þið hafið trú á framtíð kartöfluræktar? „Það þýðir ekkert annað. Það þýðir ekkert að gefast upp,“ svarar Ármann. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Garðyrkja Rangárþing ytra Matvælaframleiðsla Kartöflurækt Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Kartöflubændum í Þykkvabæ hefur á síðustu áratugum fækkað úr fjörutíu niður í tíu. Samhliða hefur kartöfluræktin þróast úr einföldum einyrkjabúskap í verksmiðjubú með tugmilljóna króna fjárfestingum í tækjum og húsnæði, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Rétt eins og í öðrum búgreinum hefur þróunin í kartöfluræktinni verið sú að hver og einn bóndi framleiðir núna margfalt meira en áður. Fyrir hálfri öld voru tveir hektarar algeng stærð af kartöflugörðum hjá bónda. Núna eru það tuttugu hektarar. Séð yfir kartöflubyggingarnar í Vesturholtum í Þykkvabæ.Stöð 2/Einar Árnason. Á bænum Vesturholtum eru hjónin Ármann Ólafsson og Bjarnveig Jónsdóttir í samvinnu við tvo syni sína að byggja 560 fermetra hús með tilheyrandi hamarshöggum sem dynja þessa dagana í kartöfluþorpinu. „Það stendur til að koma hér upp kartöflugeymslu og vinnsluhúsi,“ segir Ármann. Já, þetta eru ekki lengur einfaldir kartöflukofar heldur sjást núna hjá hverjum bónda nánast verksmiðjubyggingar með miklum vélasamstæðum, eins og hjónin í Hákoti, þau Halldóra Hafsteinsdóttir og Markús Ársælsson, sýna okkur. Kartöflubændurnir Halldóra og Markús í Hákoti sýna tækjakostinn.Stöð 2/Einar Árnason. Kartöfluþvottavélar, þurrkarar, flokkunarvélar og pökkunarvélar undir þaki og dráttarvélar og kartöfluupptökuvélar úti á akri eru dæmi um miklar fjárfestingar í tækjum og húsnæði, sem hlaupa á tugum milljóna króna. Bjarnveig, eiginkona Ármanns, segir þau hjónin standa saman í þessu. Spurð hvort arðurinn af kartöfluræktinni standi undir fjárfestingunni svarar hún: „Ætli það komi ekki í ljós hvernig þetta fer. Maður verður að taka áhættu,“ segir Bjarnveig. Kartöflustöðin rís í Vesturholtum. Stöð 2/Einar Árnason. -Þessi húsbygging hérna, hún hlýtur að segja manni það að þið hafið trú á framtíð kartöfluræktar? „Það þýðir ekkert annað. Það þýðir ekkert að gefast upp,“ svarar Ármann. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Garðyrkja Rangárþing ytra Matvælaframleiðsla Kartöflurækt Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira