Fótbolti

Anna Björk seld til Frakklands

Sindri Sverrisson skrifar
Anna Björk Kristjánsdóttir lék með Selfossi í sumar en er farin aftur í atvinnumennsku.
Anna Björk Kristjánsdóttir lék með Selfossi í sumar en er farin aftur í atvinnumennsku. VÍSIR/VILHELM

Franska knattspyrnufélagið Le Havre hefur fest kaup á Önnu Björk Kristjánsdóttur frá Selfossi. Þar með verða tvær íslenskar landsliðskonur hjá franska félaginu.

Anna Björk kom til Selfyssinga fyrir leiktíðina eftir að hafa leikið með PSV í Hollandi, Limhamn Bunkeflo og Örebro í Svíþjóð, og Stjörnunni áður en hún fór í atvinnumennsku.

Þessi þrítugi miðvörður, sem á að baki 43 A-landsleiki, verður nú liðsfélagi Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur sem Le Havre keypti af Breiðabliki fyrir skömmu.

Le Havre er nýliði í efstu deild Frakklands og hefur unnið annan af fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu. Liðið mætir næst Paris FC á laugardaginn eftir viku, þegar landsleikjatörninni sem Anna Björk stendur í verður lokið.

Anna Björk er annar leikmaðurinn sem Selfoss selur í þessari viku en Hólmfríður Magnúsdóttir flaug af stað til Avaldsnes í Noregi í dag.

Selfoss, sem varð bikarmeistari í fyrra, mætir Breiðabliki í undanúrslitum Mjólkurbikarsins 1. nóvember. Liðið er í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar eftir 13 leiki.


Tengdar fréttir

Berglind Björg á leið í frönsku úrvalsdeildina

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, er á leið til franska úrvalsdeildarliðsins Le Havre og hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik í bili.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.