Koma Trump til bjargar og dæla peningum í auglýsingar Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2020 12:23 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Morry Gash Stærstu bakhjarlar Repbúlikanaflokksins eru nú að dæla peningum í auglýsingar fyrir framboð Donald Trump. Fjáröflun framboðs Trump hefur gengið erfiðlega á undanförnum misserum og hafa starfsmenn þess neyðst til að draga úr sjónvarpsauglýsingum víða um Bandaríkin. Það hefur valdið áhyggjum innan Repúblikanaflokksins því á sama tíma hefur fjáröflun Joe Biden gengið mjög vel og hefur hann til að mynda verið að verja um tvöfalt meira til sjónvarpsauglýsinga en Trump. Samkvæmt frétt Politico mun pólitíska aðgerðanefndin Preserve America byrja að birta minnst þrjár auglýsingar á næstunni, sem allar beinast gegn Biden. Að engu leyti snúa auglýsingarnar að kostum Trump, heldur beinast þær allar gegn Biden og er ætlað að sýna fram á að hann sé ekki hæfur til að sinna embætti forseta Bandaríkjanna. Þær eiga að birtast í Arizona, Flórída, Georgíu, Norður-Karólínu, Iowa, Michigan, Pennsilvaníu og Wisconsin. Fjármagnið mun að miklu leyti koma frá auðjöfrunum Sheldon Adelson, sem rekur spilavíti í Nevada, og Bernie Marcus, stofnanda Home Depot verslanakeðjunnar. Preserve America hefur þegar varið um 55 milljónum dala í auglýsingar í þessum mánuði. Auðjöfurinn Michael Bloomberg, sem bauð sig einnig fram til forseta, ætlar sér þó að verja um hundrað milljónum dala í auglýsingar í barátturíkinu Flórída í aðdraganda kosninganna. Til marks um velgengni í fjáröflun Biden þá söfnuðu Demókratar 364,5 milljónum dala í ágúst. Það var nýtt met í fjáröflun í bandarískum stjórnmálum. Trump safnaði einungis 210 milljónum dala í ágúst. Í aðdraganda landsfundar Repúblikanaflokksins í síðasta mánuði sagði Trump að ástæða þess að hann ætlaði sér að halda ræðu sína við Hvíta húsið, sem er þvert gegn venjum Bandaríkjanna varðandi það að blanda pólitík og ríkisrekstri, væri að það myndi kosta minna. „Ef það er einhver tími þar sem þú vilt ekki að hinir séu að verja meira fé en þú, þá er það þegar minna en 50 dagar eru í kosningar,“ sagði Ken Spain, sem var áður háttsettur í landsnefnd Repúblikanaflokksins, við Politico. Hann sagði að einkahópar gætu þó fyllt upp í tómarúmið samkvæmt bandarískum kosningalögum og það væri að gerast nú. Forsvarsmenn framboðs Trump hafa þó verið að gagnrýna þessa einkahópa og þá sérstaklega America First Action, sem er helsta pólitíska aðgerðanefnd framboðs Trump. Þeir hafa verið að leita að öðrum til að taka við keflinu og þá stigu meðlimir Preserve America fram. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43 Bandaríkin: Styttist óðfluga í kosningar Það styttist óðum í forsetakosningar í Bandaríkjunum og loksins hefur okkur tekist að taka upp nýjan þátt Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eftir langar tafir sem má að mestu rekja til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. september 2020 10:00 Mikill munur á borgarafundi Biden og Trump Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega á borgarafundi á vegum CNN í gær. Hann sagði meðal annars að viðbrögð Trump við faraldri nýju kórónuveirunnar væru óábyrg og það að Trump hafi vísvitandi gert lítið úr alvarleika faraldursins vera „glæpsamlegt“. 18. september 2020 07:57 Greiddu unglingum til að dreifa áróðri til stuðnings Trump Ungliðahreyfing íhaldsmanna í Bandaríkjunum sem er hliðholl Donald Trump forseta hefur undanfarið greitt unglingum og ungmennum til þess að dreifa áróðri sem styður mál forsetans á samfélagsmiðlum. 16. september 2020 16:48 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Stærstu bakhjarlar Repbúlikanaflokksins eru nú að dæla peningum í auglýsingar fyrir framboð Donald Trump. Fjáröflun framboðs Trump hefur gengið erfiðlega á undanförnum misserum og hafa starfsmenn þess neyðst til að draga úr sjónvarpsauglýsingum víða um Bandaríkin. Það hefur valdið áhyggjum innan Repúblikanaflokksins því á sama tíma hefur fjáröflun Joe Biden gengið mjög vel og hefur hann til að mynda verið að verja um tvöfalt meira til sjónvarpsauglýsinga en Trump. Samkvæmt frétt Politico mun pólitíska aðgerðanefndin Preserve America byrja að birta minnst þrjár auglýsingar á næstunni, sem allar beinast gegn Biden. Að engu leyti snúa auglýsingarnar að kostum Trump, heldur beinast þær allar gegn Biden og er ætlað að sýna fram á að hann sé ekki hæfur til að sinna embætti forseta Bandaríkjanna. Þær eiga að birtast í Arizona, Flórída, Georgíu, Norður-Karólínu, Iowa, Michigan, Pennsilvaníu og Wisconsin. Fjármagnið mun að miklu leyti koma frá auðjöfrunum Sheldon Adelson, sem rekur spilavíti í Nevada, og Bernie Marcus, stofnanda Home Depot verslanakeðjunnar. Preserve America hefur þegar varið um 55 milljónum dala í auglýsingar í þessum mánuði. Auðjöfurinn Michael Bloomberg, sem bauð sig einnig fram til forseta, ætlar sér þó að verja um hundrað milljónum dala í auglýsingar í barátturíkinu Flórída í aðdraganda kosninganna. Til marks um velgengni í fjáröflun Biden þá söfnuðu Demókratar 364,5 milljónum dala í ágúst. Það var nýtt met í fjáröflun í bandarískum stjórnmálum. Trump safnaði einungis 210 milljónum dala í ágúst. Í aðdraganda landsfundar Repúblikanaflokksins í síðasta mánuði sagði Trump að ástæða þess að hann ætlaði sér að halda ræðu sína við Hvíta húsið, sem er þvert gegn venjum Bandaríkjanna varðandi það að blanda pólitík og ríkisrekstri, væri að það myndi kosta minna. „Ef það er einhver tími þar sem þú vilt ekki að hinir séu að verja meira fé en þú, þá er það þegar minna en 50 dagar eru í kosningar,“ sagði Ken Spain, sem var áður háttsettur í landsnefnd Repúblikanaflokksins, við Politico. Hann sagði að einkahópar gætu þó fyllt upp í tómarúmið samkvæmt bandarískum kosningalögum og það væri að gerast nú. Forsvarsmenn framboðs Trump hafa þó verið að gagnrýna þessa einkahópa og þá sérstaklega America First Action, sem er helsta pólitíska aðgerðanefnd framboðs Trump. Þeir hafa verið að leita að öðrum til að taka við keflinu og þá stigu meðlimir Preserve America fram.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43 Bandaríkin: Styttist óðfluga í kosningar Það styttist óðum í forsetakosningar í Bandaríkjunum og loksins hefur okkur tekist að taka upp nýjan þátt Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eftir langar tafir sem má að mestu rekja til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. september 2020 10:00 Mikill munur á borgarafundi Biden og Trump Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega á borgarafundi á vegum CNN í gær. Hann sagði meðal annars að viðbrögð Trump við faraldri nýju kórónuveirunnar væru óábyrg og það að Trump hafi vísvitandi gert lítið úr alvarleika faraldursins vera „glæpsamlegt“. 18. september 2020 07:57 Greiddu unglingum til að dreifa áróðri til stuðnings Trump Ungliðahreyfing íhaldsmanna í Bandaríkjunum sem er hliðholl Donald Trump forseta hefur undanfarið greitt unglingum og ungmennum til þess að dreifa áróðri sem styður mál forsetans á samfélagsmiðlum. 16. september 2020 16:48 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43
Bandaríkin: Styttist óðfluga í kosningar Það styttist óðum í forsetakosningar í Bandaríkjunum og loksins hefur okkur tekist að taka upp nýjan þátt Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eftir langar tafir sem má að mestu rekja til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. september 2020 10:00
Mikill munur á borgarafundi Biden og Trump Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega á borgarafundi á vegum CNN í gær. Hann sagði meðal annars að viðbrögð Trump við faraldri nýju kórónuveirunnar væru óábyrg og það að Trump hafi vísvitandi gert lítið úr alvarleika faraldursins vera „glæpsamlegt“. 18. september 2020 07:57
Greiddu unglingum til að dreifa áróðri til stuðnings Trump Ungliðahreyfing íhaldsmanna í Bandaríkjunum sem er hliðholl Donald Trump forseta hefur undanfarið greitt unglingum og ungmennum til þess að dreifa áróðri sem styður mál forsetans á samfélagsmiðlum. 16. september 2020 16:48