Mikill munur á borgarafundi Biden og Trump Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2020 07:57 Joe Biden á sviði í gær. AP/Carolyn Kaster Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega á borgarafundi á vegum CNN í gær. Hann sagði meðal annars að viðbrögð Trump við faraldri nýju kórónuveirunnar væru óábyrg og það að Trump hafi vísvitandi gert lítið úr alvarleika faraldursins vera „glæpsamlegt“. „Þú verður að segja bandaríska fólkinu sannleikann. Það hefur aldrei gerst að þau hafi ekki tekist á við áskorunum. Forsetinn ætti að stíga til hliðar,“ sagði Biden við fögnuð þeirra sem fundinn sátu og einkenndi það andrúmsloft fundinn. Borgarafundurinn, sem var haldinn nærri heimabæ Biden, var óhefðbundinn þar sem margir gestir sátu í bílum sínum fyrir framan sviðið. Hann var einnig tiltölulega rólegur og fékk Biden mun betri móttökur en Trump fékk á sínum borgarafundi fyrr í vikunni. Politico segir Biden hafi verið tekinn vettlingatökum á fundinum. Trump mætti kjósendum sem sögðust óákveðnir fyrr í vikunni. Á kosningafundi í gær kvartaði hann þó yfir því að gestir þeirra fundar hefðu verið mun strangari við hann en gestur fundar Biden. Biden sagðist líta á kosningabaráttuna sem baráttu á milli Scranton, heimabæjar hans, og Park Avenue í New York, þar sem Trump býr í New York. „Það eina sem Trump sér frá Park Avenue er Wall Street. Hann heldur að allt snúist um hlutabréfamarkaðinn,“ sagði Biden. Hann skaut á forsetann fyrir að hugsa eingöngu um hina auðugu íbúa Bandaríkjanna og gagnrýndi meðhöndlun hans á hagkerfi Bandaríkjanna. Kannanir hafa þó sýnt að Trump stendur betur að vígi en Biden í huga kjósenda, þegar kemur að efnahagi landsins. Biden virtist mikið í mun að lýsa ekki yfir stuðningi við „Græna samkomulagið“ svokallaða sem er tillaga frá framsæknum þingmönnum Demókrataflokksins og snýr að því að draga verulega úr mengun í Bandaríkjunum og hætta losun gróðurhúsalofttegunda árið fyrir árið 2030. „Ég er með mitt eigið samkomulag,“ sagði Biden. Hans tillaga er ekki jafn framsækin en snýst þó um að hætta losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2050. Þegar einn borgari lagði til að það væru sambærilegar tillögur sagði hann svo ekki vera. Seinna meir sagði Biden þó að honum þætti Græna samkomulagið ekki ganga of langt. Biden hefur verið mikið í mun um að koma fram sem miðjumaður og að sameina Bandaríkjamenn á nýjan leik. Hann hét því til að mynda að verða ekki forseti Demókrata heldur forseti Bandaríkjamanna. Biden varði einnig tíma í að gagnrýna William Barr, dómsmálaráðherra Trump, harðlega. Sérstaklega fyrir ummæli hans um að takmarkanir vegna faraldursins væru versta brot sem framið hefði verið á réttindum Bandaríkjamanna, að þrælahaldi undantöldu. Washington Post segir að borgarafundurinn hafi virst vera æfing Biden fyrir fyrstu kappræðurnar, sem munu fara fram þann 29. september. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Segist hafa gert lítið úr faraldrinum til að forðast „skelfingu“ Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst við því í gær að hann hefði vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur en að það hafi hann gert til að forðast að valda „skelfingu“ 10. september 2020 11:52 Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega á borgarafundi á vegum CNN í gær. Hann sagði meðal annars að viðbrögð Trump við faraldri nýju kórónuveirunnar væru óábyrg og það að Trump hafi vísvitandi gert lítið úr alvarleika faraldursins vera „glæpsamlegt“. „Þú verður að segja bandaríska fólkinu sannleikann. Það hefur aldrei gerst að þau hafi ekki tekist á við áskorunum. Forsetinn ætti að stíga til hliðar,“ sagði Biden við fögnuð þeirra sem fundinn sátu og einkenndi það andrúmsloft fundinn. Borgarafundurinn, sem var haldinn nærri heimabæ Biden, var óhefðbundinn þar sem margir gestir sátu í bílum sínum fyrir framan sviðið. Hann var einnig tiltölulega rólegur og fékk Biden mun betri móttökur en Trump fékk á sínum borgarafundi fyrr í vikunni. Politico segir Biden hafi verið tekinn vettlingatökum á fundinum. Trump mætti kjósendum sem sögðust óákveðnir fyrr í vikunni. Á kosningafundi í gær kvartaði hann þó yfir því að gestir þeirra fundar hefðu verið mun strangari við hann en gestur fundar Biden. Biden sagðist líta á kosningabaráttuna sem baráttu á milli Scranton, heimabæjar hans, og Park Avenue í New York, þar sem Trump býr í New York. „Það eina sem Trump sér frá Park Avenue er Wall Street. Hann heldur að allt snúist um hlutabréfamarkaðinn,“ sagði Biden. Hann skaut á forsetann fyrir að hugsa eingöngu um hina auðugu íbúa Bandaríkjanna og gagnrýndi meðhöndlun hans á hagkerfi Bandaríkjanna. Kannanir hafa þó sýnt að Trump stendur betur að vígi en Biden í huga kjósenda, þegar kemur að efnahagi landsins. Biden virtist mikið í mun að lýsa ekki yfir stuðningi við „Græna samkomulagið“ svokallaða sem er tillaga frá framsæknum þingmönnum Demókrataflokksins og snýr að því að draga verulega úr mengun í Bandaríkjunum og hætta losun gróðurhúsalofttegunda árið fyrir árið 2030. „Ég er með mitt eigið samkomulag,“ sagði Biden. Hans tillaga er ekki jafn framsækin en snýst þó um að hætta losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2050. Þegar einn borgari lagði til að það væru sambærilegar tillögur sagði hann svo ekki vera. Seinna meir sagði Biden þó að honum þætti Græna samkomulagið ekki ganga of langt. Biden hefur verið mikið í mun um að koma fram sem miðjumaður og að sameina Bandaríkjamenn á nýjan leik. Hann hét því til að mynda að verða ekki forseti Demókrata heldur forseti Bandaríkjamanna. Biden varði einnig tíma í að gagnrýna William Barr, dómsmálaráðherra Trump, harðlega. Sérstaklega fyrir ummæli hans um að takmarkanir vegna faraldursins væru versta brot sem framið hefði verið á réttindum Bandaríkjamanna, að þrælahaldi undantöldu. Washington Post segir að borgarafundurinn hafi virst vera æfing Biden fyrir fyrstu kappræðurnar, sem munu fara fram þann 29. september.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Segist hafa gert lítið úr faraldrinum til að forðast „skelfingu“ Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst við því í gær að hann hefði vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur en að það hafi hann gert til að forðast að valda „skelfingu“ 10. september 2020 11:52 Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14
Segist hafa gert lítið úr faraldrinum til að forðast „skelfingu“ Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst við því í gær að hann hefði vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur en að það hafi hann gert til að forðast að valda „skelfingu“ 10. september 2020 11:52
Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53
Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22
Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05