Greiddu unglingum til að dreifa áróðri til stuðnings Trump Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2020 16:48 Charlie Kirk, 26 ára gamall forseti og stofnandi Turning Point USA. Samtökin greiða ungmennum til að gera lítið úr kórónuveirufaraldrinum þrátt fyrir að Covid-19 hafi dregið annan stofnanda þeirra til dauða fyrr á þessu ári. Vísir/Getty Ungliðahreyfing íhaldsmanna í Bandaríkjunum sem er hliðholl Donald Trump forseta hefur undanfarið greitt unglingum og ungmennum til þess að dreifa áróðri sem styður mál forsetans á samfélagsmiðlum. Sérfræðingar segja herferðina fara í kringum reglur sem samfélagsmiðlar tóku upp til að draga úr upplýsingafalsi og áróðri. Twitter og Facebook hafa þegar bannað nokkra einstaklinga vegna þess. Hópur ungmenna í Arizona sem hefur tíst og tjáð sig á samfélagsmiðlum til stuðnings Trump forseta og tekið undir sjónarmið framboðs hans til endurkjörs undanfarna mánuði og virtust þar lýsa eigin skoðunum var í raun á launum hjá Turning Point Action, félagi sem tengist Turning Point USA, ungmennahreyfingar íhaldsmanna sem er með höfuðstöðvar í Phoenix, að sögn Washington Post. Turning Point USA hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár en samtökin standa heil að baki Trump forseta og stefnumálum hans. Samtökin greiddu ungmennunum, sem eru sum undir lögaldri, til þess að birta færslur á miðlum eins og Facebook, Instagram og Twitter. Líkt og áróðursherferðin sem rússnesk stjórnvöld stóðu að fyrir forsetakosningarnar árið 2016 voru skilaboðin sem ungmennin deildu oft þau sömu orð fyrir orð, eða nær samhljóða. Tengsl þeirra við Turning Point USA komu hvergi fram. Twitter segist þegar hafa bannað að minnsta kosti tuttugu reikninga sem tóku þátt í leynilegu áróðursherferðinni fyrir að „misnota miðilinn og amapósta [e. spam]“. Facebook segir að rannsókn standi yfir en nokkrir notendur miðilsins hafi þegar verið bannaðir sömuleiðis. Enduróma Trump um Covid og póstatkvæði Washington Post og gagnasérfræðingar fundu hátt í 4.500 tíst sem voru orðuð nánast eins. Talið er að það sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Herferðinni virðist hafa verið beint að stjórnmálamönnum úr röðum Demókrataflokksins og fjölmiðlum. Oft tjáðu ungmennin sig í svörum við þeim á samfélagsmiðlum. Eitt ungmennanna tísti um að fjöldi látinna í kórónuveirufaraldrinum væri vísvitandi ýktur. Einn hvatti fólk til að „treysta ekki dr. [Anthony] Fauci“, sóttvarnasérfræðingi ríkisstjórnarinnar. Trump forseti hefur keppst við að gera lítið úr faraldrinum. Ungmennin endurómuðu einnig ósannindi Trump um kosningarnar í haust og póstatkvæði sem mörg ríki hafa gert fleiri kjósendur fært að nýta sér til að forðast mannmergð og smit á kjörstöðum. Trump hefur ítrekað fullyrt að póstatkvæðum fylgi stórfelld kosningasvik jafnvel þó að fátt styðji það. Á Instagram hélt eitt ungmennanna því ranglega fram að 28 milljónir atkvæða hefðu „horfið“ í undanförnum fjórum kosningum. Stjórnendur herferðarinnar eru sagðir hafa tekið ákvarðanir um hvenær ungmennin ættu að birta svör sín á samfélagsmiðlunum. Gættu þeir þess að birta sömu setningarnar ekki of oft og breyta byrjun og enda hverrar setningar til þess að sjálfvirkar síur samfélagsmiðlafyrirtækjanna veittu þeim ekki eftirtekt. Herferðin virðist þannig hönnuð til að forðast eftirlit og reglur sem samfélagsmiðlar tóku upp eftir að þeir sættu harðri gagnrýni fyrir að leyfa rússneskum og nafnlausum áróðri að vaða uppi árið 2016. Turning Point USA, hafnaði samanburði á áróðursherferð samtakanna annars vegar og svokallaðrar „tröllaverksmiðju“ Rússa fyrir fjórum árum í yfirlýsingu vegna fréttar blaðsins. „Þetta er stjórnmálaþátttaka í góðri trú af hálfu alvöru fólks sem hefur ástríðufulla sannfæringu fyrir því sem það lýsir á netinu, ekki nafnlaus tröllaverksmiðja í Rússlandi,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Herferðin sé leið til þess að breiða út boðskapinn á tímum þegar kórónuveirufaraldur kemur í veg fyrir hefðbundið stjórnmálastarf. Charlie Kirk, leiðtogi Turning Point USA, hélt opnunaræðuna á landsfundi Repúblikanaflokksins sem var haldinn í síðasta mánuði. Hann gaf ekki kost á viðtali vegna áróðursherferðarinnar. Trump forseti hefur oft hampað Kirk, meðal annars með því að deila tístum hans á Twitter-reikningi sínum sem milljónir manna fylgja. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Samfélagsmiðlar Twitter Facebook Tengdar fréttir Hvatti kjósendur sína til að fremja kosningasvik Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti stuðningsmenn sína í Norður-Karólínu til þess að kjósa tvisvar í forsetakosningum sem fara fram í nóvember, að hans sögn til þess að kanna hvort að eftirlit með póstatkvæðum virki sem skyldi. Ólöglegt er að kjósa oftar en einu sinni. 2. september 2020 23:55 Trump sagður ljúga meðvitað um kórónuveiruna Alvarleiki kórónuveirufaraldursins var Donald Trump Bandaríkjaforseta fullljós í vetur á sama tíma og hann sagði almenningi að veiran væri ekki hættulegri en hefðbundin flensa. 9. september 2020 16:47 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Ungliðahreyfing íhaldsmanna í Bandaríkjunum sem er hliðholl Donald Trump forseta hefur undanfarið greitt unglingum og ungmennum til þess að dreifa áróðri sem styður mál forsetans á samfélagsmiðlum. Sérfræðingar segja herferðina fara í kringum reglur sem samfélagsmiðlar tóku upp til að draga úr upplýsingafalsi og áróðri. Twitter og Facebook hafa þegar bannað nokkra einstaklinga vegna þess. Hópur ungmenna í Arizona sem hefur tíst og tjáð sig á samfélagsmiðlum til stuðnings Trump forseta og tekið undir sjónarmið framboðs hans til endurkjörs undanfarna mánuði og virtust þar lýsa eigin skoðunum var í raun á launum hjá Turning Point Action, félagi sem tengist Turning Point USA, ungmennahreyfingar íhaldsmanna sem er með höfuðstöðvar í Phoenix, að sögn Washington Post. Turning Point USA hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár en samtökin standa heil að baki Trump forseta og stefnumálum hans. Samtökin greiddu ungmennunum, sem eru sum undir lögaldri, til þess að birta færslur á miðlum eins og Facebook, Instagram og Twitter. Líkt og áróðursherferðin sem rússnesk stjórnvöld stóðu að fyrir forsetakosningarnar árið 2016 voru skilaboðin sem ungmennin deildu oft þau sömu orð fyrir orð, eða nær samhljóða. Tengsl þeirra við Turning Point USA komu hvergi fram. Twitter segist þegar hafa bannað að minnsta kosti tuttugu reikninga sem tóku þátt í leynilegu áróðursherferðinni fyrir að „misnota miðilinn og amapósta [e. spam]“. Facebook segir að rannsókn standi yfir en nokkrir notendur miðilsins hafi þegar verið bannaðir sömuleiðis. Enduróma Trump um Covid og póstatkvæði Washington Post og gagnasérfræðingar fundu hátt í 4.500 tíst sem voru orðuð nánast eins. Talið er að það sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Herferðinni virðist hafa verið beint að stjórnmálamönnum úr röðum Demókrataflokksins og fjölmiðlum. Oft tjáðu ungmennin sig í svörum við þeim á samfélagsmiðlum. Eitt ungmennanna tísti um að fjöldi látinna í kórónuveirufaraldrinum væri vísvitandi ýktur. Einn hvatti fólk til að „treysta ekki dr. [Anthony] Fauci“, sóttvarnasérfræðingi ríkisstjórnarinnar. Trump forseti hefur keppst við að gera lítið úr faraldrinum. Ungmennin endurómuðu einnig ósannindi Trump um kosningarnar í haust og póstatkvæði sem mörg ríki hafa gert fleiri kjósendur fært að nýta sér til að forðast mannmergð og smit á kjörstöðum. Trump hefur ítrekað fullyrt að póstatkvæðum fylgi stórfelld kosningasvik jafnvel þó að fátt styðji það. Á Instagram hélt eitt ungmennanna því ranglega fram að 28 milljónir atkvæða hefðu „horfið“ í undanförnum fjórum kosningum. Stjórnendur herferðarinnar eru sagðir hafa tekið ákvarðanir um hvenær ungmennin ættu að birta svör sín á samfélagsmiðlunum. Gættu þeir þess að birta sömu setningarnar ekki of oft og breyta byrjun og enda hverrar setningar til þess að sjálfvirkar síur samfélagsmiðlafyrirtækjanna veittu þeim ekki eftirtekt. Herferðin virðist þannig hönnuð til að forðast eftirlit og reglur sem samfélagsmiðlar tóku upp eftir að þeir sættu harðri gagnrýni fyrir að leyfa rússneskum og nafnlausum áróðri að vaða uppi árið 2016. Turning Point USA, hafnaði samanburði á áróðursherferð samtakanna annars vegar og svokallaðrar „tröllaverksmiðju“ Rússa fyrir fjórum árum í yfirlýsingu vegna fréttar blaðsins. „Þetta er stjórnmálaþátttaka í góðri trú af hálfu alvöru fólks sem hefur ástríðufulla sannfæringu fyrir því sem það lýsir á netinu, ekki nafnlaus tröllaverksmiðja í Rússlandi,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Herferðin sé leið til þess að breiða út boðskapinn á tímum þegar kórónuveirufaraldur kemur í veg fyrir hefðbundið stjórnmálastarf. Charlie Kirk, leiðtogi Turning Point USA, hélt opnunaræðuna á landsfundi Repúblikanaflokksins sem var haldinn í síðasta mánuði. Hann gaf ekki kost á viðtali vegna áróðursherferðarinnar. Trump forseti hefur oft hampað Kirk, meðal annars með því að deila tístum hans á Twitter-reikningi sínum sem milljónir manna fylgja.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Samfélagsmiðlar Twitter Facebook Tengdar fréttir Hvatti kjósendur sína til að fremja kosningasvik Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti stuðningsmenn sína í Norður-Karólínu til þess að kjósa tvisvar í forsetakosningum sem fara fram í nóvember, að hans sögn til þess að kanna hvort að eftirlit með póstatkvæðum virki sem skyldi. Ólöglegt er að kjósa oftar en einu sinni. 2. september 2020 23:55 Trump sagður ljúga meðvitað um kórónuveiruna Alvarleiki kórónuveirufaraldursins var Donald Trump Bandaríkjaforseta fullljós í vetur á sama tíma og hann sagði almenningi að veiran væri ekki hættulegri en hefðbundin flensa. 9. september 2020 16:47 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Hvatti kjósendur sína til að fremja kosningasvik Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti stuðningsmenn sína í Norður-Karólínu til þess að kjósa tvisvar í forsetakosningum sem fara fram í nóvember, að hans sögn til þess að kanna hvort að eftirlit með póstatkvæðum virki sem skyldi. Ólöglegt er að kjósa oftar en einu sinni. 2. september 2020 23:55
Trump sagður ljúga meðvitað um kórónuveiruna Alvarleiki kórónuveirufaraldursins var Donald Trump Bandaríkjaforseta fullljós í vetur á sama tíma og hann sagði almenningi að veiran væri ekki hættulegri en hefðbundin flensa. 9. september 2020 16:47