Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2020 12:30 Það er gríðarlega mikið í húfi í dag fyrir KR og íslenskan fótbolta. VÍSIR/BÁRA Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. Styrkleikalisti UEFA ræður því hvað hver þjóð fær mörg sæti í Evrópukeppnum UEFA; Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og hinni nýju Sambandsdeild (e. Conference League) sem keppt verður í 2022-23. Ísland hefur undanfarin ár átt eitt sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar og þrjú í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þannig verður það einnig á næstu leiktíð, en þetta breytist frá og með leiktíðinni 2022-23 ef KR tapar í dag. Það myndi þýða að aðeins Íslandsmeistarar næsta árs, bikarmeistarar og eitt lið til viðbótar (í 2. eða 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar) fengju sæti í Evrópukeppni. Íslandsmeistararnir munu fara í Meistaradeildina en önnur íslensk lið, 2 eða 3, í nýju Sambandsdeildina. Tap í vítaspyrnukeppni dugði Wales Þetta er staðreynd eftir að velska liðið The New Saints komst í vítaspyrnukeppni gegn B36 frá Færeyjum í gær, í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Þó að B36 hafi unnið vítakeppnina tryggðu The New Saints velska knattspyrnusambandinu mikilvæg stig á styrkleikalista UEFA, með því að tapa ekki í venjulegum leiktíma eða framlengingu. Staðan á styrkleikalista UEFA fyrir leiki dagsins. Ísland er á milli Wales og Svartfjallalands sem eiga lið sem leika í dag.skjáskot/kassiesa.net Miðað við stöðuna í dag er Ísland í 51. sæti á styrkleikalista UEFA vegna félagsliða. Löndin sem enda í neðstu fimm sætunum, 51-55, þegar yfirstandandi keppnistímabili lýkur geta bara fengið þrjú sæti í Evrópukeppnunum 2022-23. Það munar reyndar sáralitlu að Ísland, sem var í 46. sæti listans eftir síðustu leiktíð, sé enn fyrir ofan Wales. Ísland og Wales eru með jafnmörg stig á stigalistanum, en Wales hefur safnað fleiri stigum á þessari leiktíð og er því ofar. Listinn telur stig síðustu fimm leiktíða. Ísland gæti farið enn neðar Ekki er víst að það dugi KR að vinna í dag, til að Íslandi haldi fjórum Evrópusætum. Wales á enn tvö lið eftir í undankeppni Evrópudeildarinnar, sem spila í dag, og Buducnost frá Svartfjallalandi mætir Astana á útivelli. Svartfellingar eru næstir á eftir Íslendingum og því enn hætta á að Ísland sogist niður í 52. sæti styrkleikalistans. Þá myndu Íslandsmeistarar næsta árs þurfa að fara í forkeppni Meistaradeildarinnar, með hinum þremur lökustu þjóðum álfunnar. KR Evrópudeild UEFA KSÍ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Aldrei meiri peningur í færeyska fótboltanum Færeyingar eru komnir með tvö lið áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þangað sem íslenskur fótbolti þarf nauðsynlega á því að halda að KR komist í kvöld. 17. september 2020 10:30 Grafalvarleg staða komin upp og íslensku félögin þurfa nú á KR-sigri að halda „Það verður dýrt partý ef við missum eitt Evrópusæti.“ Orðin féllu í Pepsi Max Stúkunni í gær en eitt íslenska Evrópusæti er í hættu eftir mjög lélegt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppninni. 1. september 2020 11:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. Styrkleikalisti UEFA ræður því hvað hver þjóð fær mörg sæti í Evrópukeppnum UEFA; Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og hinni nýju Sambandsdeild (e. Conference League) sem keppt verður í 2022-23. Ísland hefur undanfarin ár átt eitt sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar og þrjú í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þannig verður það einnig á næstu leiktíð, en þetta breytist frá og með leiktíðinni 2022-23 ef KR tapar í dag. Það myndi þýða að aðeins Íslandsmeistarar næsta árs, bikarmeistarar og eitt lið til viðbótar (í 2. eða 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar) fengju sæti í Evrópukeppni. Íslandsmeistararnir munu fara í Meistaradeildina en önnur íslensk lið, 2 eða 3, í nýju Sambandsdeildina. Tap í vítaspyrnukeppni dugði Wales Þetta er staðreynd eftir að velska liðið The New Saints komst í vítaspyrnukeppni gegn B36 frá Færeyjum í gær, í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Þó að B36 hafi unnið vítakeppnina tryggðu The New Saints velska knattspyrnusambandinu mikilvæg stig á styrkleikalista UEFA, með því að tapa ekki í venjulegum leiktíma eða framlengingu. Staðan á styrkleikalista UEFA fyrir leiki dagsins. Ísland er á milli Wales og Svartfjallalands sem eiga lið sem leika í dag.skjáskot/kassiesa.net Miðað við stöðuna í dag er Ísland í 51. sæti á styrkleikalista UEFA vegna félagsliða. Löndin sem enda í neðstu fimm sætunum, 51-55, þegar yfirstandandi keppnistímabili lýkur geta bara fengið þrjú sæti í Evrópukeppnunum 2022-23. Það munar reyndar sáralitlu að Ísland, sem var í 46. sæti listans eftir síðustu leiktíð, sé enn fyrir ofan Wales. Ísland og Wales eru með jafnmörg stig á stigalistanum, en Wales hefur safnað fleiri stigum á þessari leiktíð og er því ofar. Listinn telur stig síðustu fimm leiktíða. Ísland gæti farið enn neðar Ekki er víst að það dugi KR að vinna í dag, til að Íslandi haldi fjórum Evrópusætum. Wales á enn tvö lið eftir í undankeppni Evrópudeildarinnar, sem spila í dag, og Buducnost frá Svartfjallalandi mætir Astana á útivelli. Svartfellingar eru næstir á eftir Íslendingum og því enn hætta á að Ísland sogist niður í 52. sæti styrkleikalistans. Þá myndu Íslandsmeistarar næsta árs þurfa að fara í forkeppni Meistaradeildarinnar, með hinum þremur lökustu þjóðum álfunnar.
KR Evrópudeild UEFA KSÍ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Aldrei meiri peningur í færeyska fótboltanum Færeyingar eru komnir með tvö lið áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þangað sem íslenskur fótbolti þarf nauðsynlega á því að halda að KR komist í kvöld. 17. september 2020 10:30 Grafalvarleg staða komin upp og íslensku félögin þurfa nú á KR-sigri að halda „Það verður dýrt partý ef við missum eitt Evrópusæti.“ Orðin féllu í Pepsi Max Stúkunni í gær en eitt íslenska Evrópusæti er í hættu eftir mjög lélegt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppninni. 1. september 2020 11:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Aldrei meiri peningur í færeyska fótboltanum Færeyingar eru komnir með tvö lið áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þangað sem íslenskur fótbolti þarf nauðsynlega á því að halda að KR komist í kvöld. 17. september 2020 10:30
Grafalvarleg staða komin upp og íslensku félögin þurfa nú á KR-sigri að halda „Það verður dýrt partý ef við missum eitt Evrópusæti.“ Orðin féllu í Pepsi Max Stúkunni í gær en eitt íslenska Evrópusæti er í hættu eftir mjög lélegt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppninni. 1. september 2020 11:00
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki