Íslenski boltinn

Gamla liðið hennar Hólmfríðar kaupir hana frá Selfossi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir í leiknum gegn KR á laugardaginn sem var hennar síðasti leikur fyrir Selfoss, allavega í bili.
Hólmfríður Magnúsdóttir í leiknum gegn KR á laugardaginn sem var hennar síðasti leikur fyrir Selfoss, allavega í bili. vísir/Hulda Margrét

Norska úrvalsdeildarliðið Avaldsnes hefur keypt Hólmfríði Magnúsdóttur frá Selfossi. Hún samdi við Avaldsnes til loka tímabilsins.

Hólmfríður þekkir vel til hjá Avaldsnes en hún lék með liðinu á árunum 2012-16. Hólmfríður skoraði 45 mörk í 70 leikjum fyrir Avaldsnes.

Hólmfríður, sem verður 35 ára á sunnudaginn, hefur leikið ellefu leiki með Selfossi í Pepsi Max-deild kvenna í sumar og skorað tvö mörk. Þau komu bæði í 0-5 sigrinum á KR á laugardaginn. Hólmfríður skoraði einnig þrjú mörk í tveimur leikjum í Mjólkurbikarnum.

Eftir að hafa misst af tímabilinu 2018 vegna barneigna gekk Hólmfríður í raðir Selfoss fyrir síðasta tímabil. Hún átti stóran þátt í því að liðið endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar og varð bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Hún skoraði fyrra mark Selfoss í 2-1 sigrinum á KR í bikarúrslitaleiknum.

Selfoss er í 4. sæti Pepsi Max-deildar kvenna með nítján stig og er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins.

Avaldsnes er í 4. sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Lyn 27. september.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.