Erlent

Dyflinnarreglugerðin verður afnumin

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ursula Von Der Leyen hélt sína fyrstu stefnuræðu sem forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Ursula Von Der Leyen hélt sína fyrstu stefnuræðu sem forseti framkvæmdastjórnar ESB. EPA-EFE/OLIVIER HOSLET

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Dyflinnarreglugerðinni umdeildu verði skipt út fyrir nýtt evrópskt kerfi fyrir flóttamenn og hælisleitendur sem leita til Evrópu.

Þetta kom fram í máli forsetans, hinnar þýsku Ursula von der Leyen, sem hélt sína fyrstu stefnuræðu í dag. Þar tilkynnti hún að Dyflinnarreglugerðin verði afnumin.

„Ég get tilkynnt hér og nú að við munum afnema Dyflinnarreglugerðina og skipta henni út fyrir nýtt evrópskt regluverk fyrir hælisleitendur, flóttamenn og farendur,“ sagði von der Leyen.

Bætti hún við að hún ætlaðist til þess að öll ríki Evrópusambandsins myndu gera betur en áður í þessum málaflokki. Búist er við að hið nýja kerfi verði kynnt síðar í mánuðinum.

Meginákvæði Dyflinnarreglugerðarinnar er að það Schengen-ríki sem hælisleitandi kemur fyrst til beri ábyrgð á meðferð hælisumsóknar hans. Á grundvelli hennar hafa íslensk stjórnvöld meðal annars vísað fjölda hælisleitenda til annarra Evrópulanda eins og Grikklands og Ítalíu þangað sem flestir þeirra koma fyrst.

Reglugerðin hefur verið harðlega gagnrýnd á undanförnum árum, ekki síst af ríkjum í Suður-Evrópu sem telja sig hafa þurft að bera meginþungann af komu flóttamanna og hælisleitenda til Evrópu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.