Innlent

Vindhviður gætu náð 35 metrum á sekúndu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gular viðvaranir eru í gildi á nokkrum stöðum á landinu á morgun.
Gular viðvaranir eru í gildi á nokkrum stöðum á landinu á morgun. Veðurstofa Íslands

Veðurstofan varar við sunnan hvassviðri eða stormi á morgun og hefur gefið út gular viðvaranir á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og Miðhálendinu.

Sérstaklega er varað við vindstrengjum við fjöll sem gætu náð allt að 35 metrum á sekúndu. Þannig er ábending til vegfarenda á vef Vegagerðarinnar þar sem sagt er frá því að á norðanverðu Snæfellsnesi verði vindur byljóttur og hviður geti náð 35 metrum á sekúndu frá klukkan 11 til 20.

Á vef Veðurstofunnar kemur einmitt fram að gul viðvörun taki gildi á Breiðafirði klukkan 11 og gildir hún til klukkan 20 annað kvöld. Er varað við sunnan hvassviðri eða stormi, 15-23 m/s með hvössum vindstrengjum við fjöll, 25-35 m/s, einkum á Snæfellsnesi. Aðstæður verða varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Á Vestfjörðum er gul viðvörun í gildi frá 12-21:

„Sunnan hvassviðri eða stormur 15-23 m/s með hvössum vindstrengjum við fjöll, 25-35 m/s, sérstaklega á heiðum og við Ísafjarðardjúp. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind,“ segir á vef Veðurstofunnar og við Faxaflóa, þar sem gul viðvörun gildir frá 15-20, er sérstaklega varað við aðstæðum sem geta myndast við Hafnarfjall:

„Sunnan hvassviðri 13-20 m/s með hvössum vindstrengjum við fjöll, 25-35 m/s, sérstaklega við Hafnarfjall. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.“

Nánari upplýsingar má nálgast á vef Veðurstofunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.