KR-ingar vilja undanþágu | „Erum ekki hefðbundnir ferðamenn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2020 21:45 Beitir Ólafsson, markvörður KR, skutlar sér hér á eftir boltanum sem tryggði Stjörnunni sigur gegn KR í er liðin mættust í Pepsi Max deildinni á sunnudaginn var. Vísir/Hulda Íslandsmeistarar KR halda til Eistlands í vikunni og mæta þar Floria Tallinn í Evrópudeildinni á fimmtudag. Við heimkomu bíður þeirra svokölluð vinnusóttkví en KR vill fá undanþágu frá henni. Þetta staðfesti Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í viðtali við Fótbolta.net fyrr í dag. KR á leik gegn Breiðabliki í Pepsi Max deildinni á sunnudaginn en ef liðið þarf að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalagið til Tallinn er ljóst að leikurinn fer ekki fram. „Að óbreyttu verður enginn leikur á móti Breiðabliki á sunnudaginn,“ sagði Páll í samtali við Fótbolti.net. Páll segir að það þurfi að taka ákvörðun um það hvort KR sé í sóttkví eður ei. „Ef leikurinn á að fara fram þá þurfi stjórnvöld að viðurkenna það að við séum að lágmarka smithættu með því að vera í „búbblú“ sem UEFA er með hjá liðum í Evrópuleikjum erlendis. Við erum ekki hefðbundnir ferðamenn og eigum að okkar mati ekki að falla undir þessi ströngu sóttvarnarskilyrði.“ Fari svo að KR vinni leik sinn í Eistlandi á fimmtudag þá vandast málin. Liðið ætti þá annan útileik fyrir höndum í undankeppni Evrópudeildarinnar, annað hvort í Möltu eða á Norður-Írlandi. Færi svo að sigur ynnist þar einnig þá væri umspilsleikur um sæti í Evrópudeildinni vikur síðar eða þann 1. október. Í kjölfarið er svo landsleikjahlé þar sem bæði A- og U21 landslið Íslands eiga leiki. Fari allt á besta veg hjá KR í Evrópu er ljóst að liðið gæti þurft að sitja hjá hér heima í tæpan mánuð fari svo að stjórnvöld breyti ekki reglum er varðar sóttkví íþróttafélaga í Evrópukeppnum. KR á enn tíu leiki eftir í Pepsi Max deildinni sem og liðið er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla. Svo eru þetta ef til vill allt óþarfa áhyggjur en Floria Tallinn trónir á toppi efstu deildar í Eistlandi með 18 sigra í 20 leikjum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA KR Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Íslandsmeistarar KR halda til Eistlands í vikunni og mæta þar Floria Tallinn í Evrópudeildinni á fimmtudag. Við heimkomu bíður þeirra svokölluð vinnusóttkví en KR vill fá undanþágu frá henni. Þetta staðfesti Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í viðtali við Fótbolta.net fyrr í dag. KR á leik gegn Breiðabliki í Pepsi Max deildinni á sunnudaginn en ef liðið þarf að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalagið til Tallinn er ljóst að leikurinn fer ekki fram. „Að óbreyttu verður enginn leikur á móti Breiðabliki á sunnudaginn,“ sagði Páll í samtali við Fótbolti.net. Páll segir að það þurfi að taka ákvörðun um það hvort KR sé í sóttkví eður ei. „Ef leikurinn á að fara fram þá þurfi stjórnvöld að viðurkenna það að við séum að lágmarka smithættu með því að vera í „búbblú“ sem UEFA er með hjá liðum í Evrópuleikjum erlendis. Við erum ekki hefðbundnir ferðamenn og eigum að okkar mati ekki að falla undir þessi ströngu sóttvarnarskilyrði.“ Fari svo að KR vinni leik sinn í Eistlandi á fimmtudag þá vandast málin. Liðið ætti þá annan útileik fyrir höndum í undankeppni Evrópudeildarinnar, annað hvort í Möltu eða á Norður-Írlandi. Færi svo að sigur ynnist þar einnig þá væri umspilsleikur um sæti í Evrópudeildinni vikur síðar eða þann 1. október. Í kjölfarið er svo landsleikjahlé þar sem bæði A- og U21 landslið Íslands eiga leiki. Fari allt á besta veg hjá KR í Evrópu er ljóst að liðið gæti þurft að sitja hjá hér heima í tæpan mánuð fari svo að stjórnvöld breyti ekki reglum er varðar sóttkví íþróttafélaga í Evrópukeppnum. KR á enn tíu leiki eftir í Pepsi Max deildinni sem og liðið er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla. Svo eru þetta ef til vill allt óþarfa áhyggjur en Floria Tallinn trónir á toppi efstu deildar í Eistlandi með 18 sigra í 20 leikjum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA KR Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira