Íslenski boltinn

„Þetta tímabil er sár vonbrigði fyrir Víkingana“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hefur ekki haft mörg tækifæri til að fagna í sumar.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hefur ekki haft mörg tækifæri til að fagna í sumar. vísir/bára

Gengi Víkings í sumar hefur ekki verið samkvæmt vonum og væntingum. Víkingur tapaði fyrir Val, 2-0, á sunnudaginn og er í 8. sæti Pepsi Max-deildar karla.

„Þetta tímabil er sár vonbrigði fyrir Víkingana,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Pepsi Max stúkunni í gær.

„Það var mikil jákvæðni í kringum þetta lið, urðu bikarmeistarar og enduðu í 7. sæti í fyrra. Okkur fannst þetta verkefni hjá Arnari [Gunnlaugssyni] vera á leiðinni uppi en þeir eru eiginlega búnir að taka tvö skref niður,“ bætti Hjörvar við.

Víkingur hefur aðeins unnið þrjá deildarleiki í sumar og er úr leik í Mjólkurbikarnum sem liðið vann í fyrra. Víkingar sýndu reyndar hetjulega frammistöðu gegn Olimpija Ljubljana í forkeppni Evrópudeildarinnar í síðasta mánuði.

Í viðtali eftir leikinn gegn Val á sunnudaginn sagði Arnar að Víkingur stefndi að því að ná 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar og vonast til að eitt að þremur efstu liðunum í deildinni myndi verða bikarmeistari. Víkingar gætu þannig náð Evrópusæti.

„Það eru svolítið breyttir tímar frá því fyrir mót,“ sagði Hjörvar um ný markmið Víkinga.

Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Víking

Tengdar fréttir

Arnar: Of margir okkar sem slökkva á sér á mikilvægum augnablikum

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings R. segir sumarið einfaldlega vonbrigði hjá liðinu. „Þetta er búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum [í 4. umferð], stöngin út allan tímann,“ sagði Arnar eftir 2-0 tap gegn Val í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×