Reece James sá til þess að Chelsea hóf tímabilið á sigri

Reece James í þann mund er hann kom Chelsea aftur yfir í kvöld.
Reece James í þann mund er hann kom Chelsea aftur yfir í kvöld. Darren Walsh/Getty Images

Hægri bakvörðurinn Reece James var allt í öllu er Chelsea hóf ensku úrvalsdeildina á sigri með. Liðið lagði Brighton & Hove Albion á útivelli með þremur mörkum gegn einu. 

Jorginho kom lærisveinum Frank Lampard yfir með marki úr vítaspyrnu eftir 23. mínútna leik. Timo Werner, einn af nýju leikmönnum Chelsea fiskaði vítið. Gestirnir frá Lundúnum voru 1-0 yfir í hálfleik en þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar jafnaði Leandro Trossard metin fyrir heimamenn.

Þá var komið að þætti Reece James en aðeins tveimur mínútum eftir að Brighton jafnaði kom hann Chelsea aftur yfir  með þrumuskoti. Staðan því orðin 2-1 og aðeins tíu mínútum síðar var hún orðin 3-1 en þá kom James boltanum á Kurt Zouma sem skoraði þriðja mark gestanna. 

Fleiri urðu mörkin ekki og Chelsea hefur því tímabilið á sigri, lokatölur 3-1.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira