Arnar: Of margir okkar sem slökkva á sér á mikilvægum augnablikum Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2020 22:22 Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkinga. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings R. segir sumarið einfaldlega vonbrigði hjá liðinu. „Þetta er búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum [í 4. umferð], stöngin út allan tímann,“ sagði Arnar eftir 2-0 tap gegn Val í kvöld. Víkingar eru aðeins með 14 stig eftir 12 leiki, nú þegar 17 stigum á eftir toppliði Vals. Þeir hafa ekki fagnað sigri síðan gegn ÍA 19. júlí, en síðan hefur liðið spilað fimm leiki í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Fyrri hálfleikur í kvöld var mjög sterkur. Við vorum með tögl og hagldir og áttum fína spretti. Ég man ekki hversu mörg horn við fengum í þessum leik, en náðum ekki að nýta þau nægilega vel. Davíð fór út af í hálfleik og það kom eitthvað ójafnvægi í þetta hjá okkur. Við urðum „soft“, Valur gekk á lagið og Aron skoraði mjög flott mark. Ég á eftir að sjá hvort við hefðum getað varist því betur. En síðustu 20 mínúturnar fannst mér við komast aftur inn í leikinn, fá hornspyrnur og fyrirgjafir, en svo var þetta klaufaskapur í seinna markinu og þá var þetta „game over“,“ sagði Arnar. Hálffyndið að sjá dæmt á Kára í skallaeinvígi núna en ekki gegn Kane Valsmenn gerðu út um leikinn eftir að Sölvi Geir Ottesen missti boltann klaufalega til þeirra þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Þetta er bara saga okkar í sumar. Það hefur ekkert með „fitness“ eða fótboltalega getu að gera hvort við komumst upp á næsta stig í þessari íþrótt. Það sjá allir að við getum gert það mjög vel, en fókusinn er að fara mjög illa með okkur. Það er það erfiðasta við fótbolta, til að komast upp á elítulevel. Það eru of margir hjá okkur sem slökkva á sér á mikilvægum augnablikum, og það hefur reynst okkur dýrt í sumar,“ sagði Arnar. Hann segir að hvað fótboltahæfileika snerti þá standi Víkingar Valsmönnum á sporði. „Þetta voru tvö mjög sterk lið, „physical“ leikur, og dómarinn hefði mátt leyfa leiknum að ganga aðeins betur. Það er hálffyndið að sjá Kára vera að fara í skallaeinvígi við Harry Kane, og koma svo hér tveimur vikum seinna og fara í skallaeinvígi og þá er dæmd aukaspyrna. Ekki svo að skilja að þess vegna höfum við tapað leiknum. En það þarf að lesa leikinn. Áhorfendur vilja sjá okkur sem nútíma skylmingaþræla. Þeir vilja sjá okkur berjast; blóð, svita og tár. Dómarinn verður að átta sig á þessu og leyfa meiri hörku.“ Búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum „Fyrir mér var þetta hörkuleikur en Valur er með þetta „know how“. Þeir eru með meiri vöðva á miðjunni, við erum með unga miðju, og við kannski töpum fulloft einn gegn einum. Fótboltalega séð erum við alveg á pari við Valsmenn,“ sagði Arnar. Víkingar virðast ekki lengur hafa að miklu að keppa, nema mikið breytist í deildinni. Þeir eru níu stigum frá Evrópusæti og sitja í 8. sæti. „Ef við náum góðum spretti þá eigum við kannski möguleika á 4. sæti og það er það sem við ætlum að stefna á, og vona að eitthvað af efstu þremur liðunum vinni bikarinn. Það er okkar markmið og á meðan það er ekki stærðfræðilega ómögulegt þá höldum við í vonina. En þetta eru bara búin að vera vonbrigði. Þetta er búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum [í 4. umferð], stöngin út allan tímann.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 2-0 | Ekkert fær stöðvað Valsmenn Valur hefur yfirburðastöðu á toppi Pepsi Max deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. september 2020 21:49 Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Írland - Armenía | Pressa á Heimi Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Fleiri fréttir Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings R. segir sumarið einfaldlega vonbrigði hjá liðinu. „Þetta er búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum [í 4. umferð], stöngin út allan tímann,“ sagði Arnar eftir 2-0 tap gegn Val í kvöld. Víkingar eru aðeins með 14 stig eftir 12 leiki, nú þegar 17 stigum á eftir toppliði Vals. Þeir hafa ekki fagnað sigri síðan gegn ÍA 19. júlí, en síðan hefur liðið spilað fimm leiki í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Fyrri hálfleikur í kvöld var mjög sterkur. Við vorum með tögl og hagldir og áttum fína spretti. Ég man ekki hversu mörg horn við fengum í þessum leik, en náðum ekki að nýta þau nægilega vel. Davíð fór út af í hálfleik og það kom eitthvað ójafnvægi í þetta hjá okkur. Við urðum „soft“, Valur gekk á lagið og Aron skoraði mjög flott mark. Ég á eftir að sjá hvort við hefðum getað varist því betur. En síðustu 20 mínúturnar fannst mér við komast aftur inn í leikinn, fá hornspyrnur og fyrirgjafir, en svo var þetta klaufaskapur í seinna markinu og þá var þetta „game over“,“ sagði Arnar. Hálffyndið að sjá dæmt á Kára í skallaeinvígi núna en ekki gegn Kane Valsmenn gerðu út um leikinn eftir að Sölvi Geir Ottesen missti boltann klaufalega til þeirra þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Þetta er bara saga okkar í sumar. Það hefur ekkert með „fitness“ eða fótboltalega getu að gera hvort við komumst upp á næsta stig í þessari íþrótt. Það sjá allir að við getum gert það mjög vel, en fókusinn er að fara mjög illa með okkur. Það er það erfiðasta við fótbolta, til að komast upp á elítulevel. Það eru of margir hjá okkur sem slökkva á sér á mikilvægum augnablikum, og það hefur reynst okkur dýrt í sumar,“ sagði Arnar. Hann segir að hvað fótboltahæfileika snerti þá standi Víkingar Valsmönnum á sporði. „Þetta voru tvö mjög sterk lið, „physical“ leikur, og dómarinn hefði mátt leyfa leiknum að ganga aðeins betur. Það er hálffyndið að sjá Kára vera að fara í skallaeinvígi við Harry Kane, og koma svo hér tveimur vikum seinna og fara í skallaeinvígi og þá er dæmd aukaspyrna. Ekki svo að skilja að þess vegna höfum við tapað leiknum. En það þarf að lesa leikinn. Áhorfendur vilja sjá okkur sem nútíma skylmingaþræla. Þeir vilja sjá okkur berjast; blóð, svita og tár. Dómarinn verður að átta sig á þessu og leyfa meiri hörku.“ Búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum „Fyrir mér var þetta hörkuleikur en Valur er með þetta „know how“. Þeir eru með meiri vöðva á miðjunni, við erum með unga miðju, og við kannski töpum fulloft einn gegn einum. Fótboltalega séð erum við alveg á pari við Valsmenn,“ sagði Arnar. Víkingar virðast ekki lengur hafa að miklu að keppa, nema mikið breytist í deildinni. Þeir eru níu stigum frá Evrópusæti og sitja í 8. sæti. „Ef við náum góðum spretti þá eigum við kannski möguleika á 4. sæti og það er það sem við ætlum að stefna á, og vona að eitthvað af efstu þremur liðunum vinni bikarinn. Það er okkar markmið og á meðan það er ekki stærðfræðilega ómögulegt þá höldum við í vonina. En þetta eru bara búin að vera vonbrigði. Þetta er búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum [í 4. umferð], stöngin út allan tímann.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 2-0 | Ekkert fær stöðvað Valsmenn Valur hefur yfirburðastöðu á toppi Pepsi Max deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. september 2020 21:49 Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Írland - Armenía | Pressa á Heimi Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Fleiri fréttir Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 2-0 | Ekkert fær stöðvað Valsmenn Valur hefur yfirburðastöðu á toppi Pepsi Max deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. september 2020 21:49