Sanders segir Biden þurfa að gera meira Sylvía Hall skrifar 13. september 2020 20:55 Bernie Sanders hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden og tekið þátt í kosningabaráttu hans. Vísir/EPA Bernie Sanders, fyrrum mótframbjóðandi Joe Biden í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í ár, segir ekki duga til að kosningabaráttan snúist einungis um að svara Trump. Biden sé í góðri stöðu en þurfi að draga fram önnur stefnumál í sviðsljósið. „Við verðum að gefa fólki ástæðu til þess að kjósa Joe Biden. Joe er með afgerandi afstöðu varðandi efnahagsmál, og ég held að við ættum að tala meira um það en við höfum gert til þessa,“ sagði Sanders í samtali við MSNBC. Hann telur Biden vera í hættu á að tapa kosningunum ef hann fer ekki að beina sjónum sínum að öðru en Trump. Hann þyrfti til að mynda að höfða betur til kjósenda af rómönskum-amerískum uppruna og ungra kjósenda. „Þú ert með stóran hóp af ungu fólki og fólki af rómönskum-amerískum uppruna sem gæti jafnvel ekki farið á kjörstað. Þau eru ekki að fara að kjósa Donald Trump, svo mikið er víst, en þau gætu líka sleppt því að kjósa,“ sagði Sanders og bætti við að það væri mikilvægt að skoða hvernig ætti að koma þeim hópum á kjörstað. Í viðtali á PBS á föstudag sagði Sanders að það væri alls ekki borðleggjandi að Biden færi með sigur af hólmi í nóvember. Hann hefur einnig bent á að stuðningsmenn Trump virðast almennt spenntari fyrir kosningunum en stuðningsmenn Biden. Michael Bloomberg. Milljarðaframlag frá Bloomberg Á meðal þeirra ríkja sem skipta hvað mestu máli í kosningunum er Flórída-ríki. 29 af þeim 270 kjörmönnum sem þarf til að sigra kosningarnar eru í því ríki, en aðeins Kalifornía og Texas hafa fleiri kjörmenn. Ekki þykir jafnt tvísýnt um úrslit þar, enda Kalifornía löngum verið ríki Demókrata og Texas Repúblikana. Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, sem bauð sig fram í forvali Demókrataflokksins, hefur heitið því að styrkja kosningabaráttu Biden í ríkinu um 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um 13,6 milljarða íslenskra króna. Í samtali við Reuters sagði ráðgjafi Bloomberg að það væri mikilvægast að sigra í þeim ríkjum þar sem báðir frambjóðendur ættu möguleika á sigri. „Mike Bloomberg er staðráðinn í því að hjálpa til við að sigra Trump, og það gerist í barátturíkjunum.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Bernie Sanders, fyrrum mótframbjóðandi Joe Biden í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í ár, segir ekki duga til að kosningabaráttan snúist einungis um að svara Trump. Biden sé í góðri stöðu en þurfi að draga fram önnur stefnumál í sviðsljósið. „Við verðum að gefa fólki ástæðu til þess að kjósa Joe Biden. Joe er með afgerandi afstöðu varðandi efnahagsmál, og ég held að við ættum að tala meira um það en við höfum gert til þessa,“ sagði Sanders í samtali við MSNBC. Hann telur Biden vera í hættu á að tapa kosningunum ef hann fer ekki að beina sjónum sínum að öðru en Trump. Hann þyrfti til að mynda að höfða betur til kjósenda af rómönskum-amerískum uppruna og ungra kjósenda. „Þú ert með stóran hóp af ungu fólki og fólki af rómönskum-amerískum uppruna sem gæti jafnvel ekki farið á kjörstað. Þau eru ekki að fara að kjósa Donald Trump, svo mikið er víst, en þau gætu líka sleppt því að kjósa,“ sagði Sanders og bætti við að það væri mikilvægt að skoða hvernig ætti að koma þeim hópum á kjörstað. Í viðtali á PBS á föstudag sagði Sanders að það væri alls ekki borðleggjandi að Biden færi með sigur af hólmi í nóvember. Hann hefur einnig bent á að stuðningsmenn Trump virðast almennt spenntari fyrir kosningunum en stuðningsmenn Biden. Michael Bloomberg. Milljarðaframlag frá Bloomberg Á meðal þeirra ríkja sem skipta hvað mestu máli í kosningunum er Flórída-ríki. 29 af þeim 270 kjörmönnum sem þarf til að sigra kosningarnar eru í því ríki, en aðeins Kalifornía og Texas hafa fleiri kjörmenn. Ekki þykir jafnt tvísýnt um úrslit þar, enda Kalifornía löngum verið ríki Demókrata og Texas Repúblikana. Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, sem bauð sig fram í forvali Demókrataflokksins, hefur heitið því að styrkja kosningabaráttu Biden í ríkinu um 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um 13,6 milljarða íslenskra króna. Í samtali við Reuters sagði ráðgjafi Bloomberg að það væri mikilvægast að sigra í þeim ríkjum þar sem báðir frambjóðendur ættu möguleika á sigri. „Mike Bloomberg er staðráðinn í því að hjálpa til við að sigra Trump, og það gerist í barátturíkjunum.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53
Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22