Vesen á Greenwood sem heldur áfram að koma sér á forsíðurnar Anton Ingi Leifsson skrifar 13. september 2020 10:30 Greenwood á Laugardalsvelli. vísir/getty Mason Greenwood, framherji Manchester United og enska landsliðsins, hefur aftur komið sér á forsíður ensku dagblaðanna. Götublaðið The Sun birti í morgun myndir af Greenwood taka inn nituroxíð, hláturgas, í teiti á dögunum en það er þekkt á Englandi sem „hippy crack“. Hann lét efnið inn í blöðru og tók svo efnið í gegnum blöðruna. Framherjinn var fljótur að senda frá sér yfirlýsingu vegna myndanna en mikið fjaðrafok hefur verið í kringum Greenwood að undanförnu. Mason Greenwood filmed inhaling hippy crack weeks before England debut shamehttps://t.co/qJGasjUU2W pic.twitter.com/H6cKT6bmDD— The Sun Football (@TheSunFootball) September 12, 2020 „Ég mæli stranglega gegn því að aðrir fylgi fordæmi mínu. Ég hef nú kynnst því hversu áhættusamt er að gera þetta og bara að prufa þetta, eins og sést á þessum sögulegu myndum, var léleg ákvörðun frá minni hlið.“ „Sem átján ára piltur er ég alltaf að læra. Hins vegar hef ég lært þessa vikuna að ég er dæmdur meira útaf ferlinum mínum og ég verð að virða það í framtíðinni. Ég er ákveðinn í að sýna traust til stjórans og þjálfaranna,“ sagði Greenwood. Þetta kemur í sömu viku og upp komst upp um Greenwood og samherja hans í enska landsliðinu, Phil Foden, að þeir hafi boðið tveimur íslenskum stelpum inn á herbergi enska landsliðsins. Þeir voru síðar meir sendir úr enska hópnum og hefur málið vakið mikla athygli, bæði hérlendis og úti í Englandi, en báðir hafa beðist afsökunar á framferði sínu. Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Sjá meira
Mason Greenwood, framherji Manchester United og enska landsliðsins, hefur aftur komið sér á forsíður ensku dagblaðanna. Götublaðið The Sun birti í morgun myndir af Greenwood taka inn nituroxíð, hláturgas, í teiti á dögunum en það er þekkt á Englandi sem „hippy crack“. Hann lét efnið inn í blöðru og tók svo efnið í gegnum blöðruna. Framherjinn var fljótur að senda frá sér yfirlýsingu vegna myndanna en mikið fjaðrafok hefur verið í kringum Greenwood að undanförnu. Mason Greenwood filmed inhaling hippy crack weeks before England debut shamehttps://t.co/qJGasjUU2W pic.twitter.com/H6cKT6bmDD— The Sun Football (@TheSunFootball) September 12, 2020 „Ég mæli stranglega gegn því að aðrir fylgi fordæmi mínu. Ég hef nú kynnst því hversu áhættusamt er að gera þetta og bara að prufa þetta, eins og sést á þessum sögulegu myndum, var léleg ákvörðun frá minni hlið.“ „Sem átján ára piltur er ég alltaf að læra. Hins vegar hef ég lært þessa vikuna að ég er dæmdur meira útaf ferlinum mínum og ég verð að virða það í framtíðinni. Ég er ákveðinn í að sýna traust til stjórans og þjálfaranna,“ sagði Greenwood. Þetta kemur í sömu viku og upp komst upp um Greenwood og samherja hans í enska landsliðinu, Phil Foden, að þeir hafi boðið tveimur íslenskum stelpum inn á herbergi enska landsliðsins. Þeir voru síðar meir sendir úr enska hópnum og hefur málið vakið mikla athygli, bæði hérlendis og úti í Englandi, en báðir hafa beðist afsökunar á framferði sínu.
Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Sjá meira