Innlent

Handteknir grunaðir um þjófnað og að kveikja í bíl

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan sendir iðulega frá sér svokallaða dagbók, þar sem farið er yfir mörg þeirra útkalla sem henni berst.
Lögreglan sendir iðulega frá sér svokallaða dagbók, þar sem farið er yfir mörg þeirra útkalla sem henni berst. Vísir/Vilhelm

Tveir 18 ára menn voru handteknir í austurbæ Reykjavíkurborgar á þriðja tímanum í nótt, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Voru þeir grunaðir um að þjófnað úr bílum og að hafa kveikt í einum bíl. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.

Þá segist lögreglan hafa haft afskipti af konu á fertugsaldri um klukkan 23:15, þar sem barn hennar var laust í bifreið hennar og enginn öryggisbúnaður í notkun. Kom þá í ljós mikið magn áfengis í bifreiðinni og konan viðurkenndi ólöglega sölu áfengis.

Náinn aðstandandi er sagður hafa tekið við barninu, konan látin laus eftir skýrslutöku og barnaverndarnefnd gert viðvart um málið.

Þá segir í dagbókinni að par hafi um klukkan 19 verið handtekið í Grafarholti vegna kannabisræktunar upp á 30 plöntu og 2 kíló af tilbúnum efnum. Þau hafi viðurkennt brotið og verið látin laus að lokinni skýrslutöku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×