Enski boltinn

Warn­ock reynir að koma enn einu liðinu upp um deild

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neil Warnock, þjálfari Middlesbrough, er ólíkindatól.
Neil Warnock, þjálfari Middlesbrough, er ólíkindatól. getty

Neil Warnock er stjóri Middlesbrough. Reynsluboltinn tók við liðinu í júnímánuði og þessi 71 árs stjóri hefur í gegnum tímanna tvenna í boltanum.

Það eru fáir sem þekkja betur að koma liðum upp um deildir en Neil Warnock sjálfur. Hann á metið yfir að koma liðum upp um deildir en hann hefur komið átta liðum upp um deild í ensku deildarkeppninni.

Þegar Neil Warnock stýrði Aroni Einari Gunnarssyni og félögum í Cardiff upp í deild þeirra bestu tímabilið 2017/2018 tók hann metið af Dave Bassett, Graham Taylor og Jim Smith.

Hann hefur í fjórgang komið liðum upp í ensku úrvalsdeildina; Notts County 1990/1991, Sheffield United tímabilið 2005/2006, QPR 2010/2011 og Cardiff tímabilið 2017/2018 en í hin fimm skiptin gerði hann hið magnaða í neðri deildunum.

Middlesbrough byrjar í kvöld gegn Watford, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, en eins og síðustu ár verður sýnt frá ástríðunni á Stöð 2 Sport.

Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Þessum liður hefur Warnock komið upp um deild:

Scarborough 1986-87 (Upp Í EFL)

Notts County 1989-90 (Upp Í B-deildina)

Notts County 1990-91 (Upp í úrvalsdeildina)

Huddersfield 1994-95 (Upp í 2. deildina)

Plymouth 1995-96 (Upp í 3. deildina)

Sheffield United 2005-06 (Upp í úrvalsdeildina)

QPR 2010-11 (Upp í úrvalsdeildina)

Cardiff 2017-18 (Upp í úrvalsdeildina)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×