„Heilinn á honum er á öðru getustigi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2020 23:00 Bellamy og Kompany voru samherjar hjá Manchester City hér á árum áður. Vísir/Getty Framherjinn Craig Bellamy var í skemmtilegu viðtali á dögunum hjá The Athletic þar sem hann fór yfir ferilinn og núverandi starf sitt sem þjálfari hjá Anderlecht. Þá ræddi hann um ofurmennið Vincent Kompany, hinn fullkomna Steven Gerrard og margt fleira. Even the first week I was here, I didn t like the way the boys walked up to training. They weren't ready. Craig Bellamy jumped at the chance to take on the role of U21 coach at Anderlecht. He spoke to @mwalker2771 about Vincent Kompany, Gerrard, being a manager & more.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) March 13, 2020 Bellamy, fyrrum leikmaður liða á borð við Newcastle United, Celtic, West Ham United, Liverpool og Manchester City þjálfar nú U21 lið Anderlecht í Belgíu. Eftir að hafa spilað 435 leiki sem atvinnumaður og skorað 135 mörk ákvað Bellamy að snúa sér að þjálfun. Eftir að hafa fengið óvænt símtal frá Vincent Kompany, fyrrum fyrirliða Manchester City og núverandi spilandi þjálfara Anderlecht þá stökk Bellamy á tækifærið og er nú staddur í Belgíu. Þessum ólíku persónuleikum varð óvænt vel til vina er þeir voru hjá Manchester City á sínum tíma. Um Kompany „Við náðum einkar vel saman,“ sagði Bellamy en hann og Kompany hittust hjá Man City árið 2009. Þó það hafi verið sjö ára munur á þeim þá tengdu þeir innan sem utan vallar. „Við höfum áhuga á sömu hlutunum og elskum að tjá okkur. Við ræðum fram og til baka um pólitík og fleira. Við höfum líka svipaðar hugmyndir um fótbolta, við erum báðir miklir aðdáendur Johan Cruyff og Ajax-skólans. Við höfum svo alltaf haldið sambandi, líka eftir að ég fór frá Manchester City.“ „Ég hef aldrei séð neinn leggja jafn hart að sér og Vinnie [Kompany]. Hann gerir sjö hluti í einu. Heilinn á honum er á öðru getustigi. Ég skil ekki hvaðan hann fær alla þessa orku, þegar ég vakna á morgnana er ég með skilaboð frá honum. Ég er farinn að halda að hann sofi ekkert á næturnar, og hann er enn þá að spila. Þetta er geðveiki.“ Um Anderlecht Fjárhagslega hafa Anderlecht verið betri en félagið skuldar alls 89 milljónir punda í dag. Þá hefur liðið ekki leikið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í hartnær tvo áratugi. „Við eigum nokkra mjög góða unga leikmenn og mitt hlutverk er að gera þá tilbúna fyrir aðalliðið.“ Efnilegasti leikmaður Anderlecht er hinn 17 ára gamli Jérémy Doku. Þó hann sé nú þegar kominn upp í aðallið félagsins gæti Bellamy enn haft einhver áhrif á feril hans. Bellamy var jú framherji líkt og Doku er. „Við erum félag sem selur leikmenn áfram, það hefur alltaf verið þannig. En það á við um nær öll félög í Evrópu nema nokkur í ensku úrvalsdeildinni, stærstu tvö liðin á Spáni og mögulega nokkur önnur. Við verðum að skilja hvað við erum,“ segir Bellamy um Anderlecht sem félag. Hann fór ekkert í skotgrafir með það að félagið þurfi að búa til og selja unga leikmenn. Þannig heldur Anderlecht sér á floti. Um Gerrard Bellamy spilaði á sínum tíma 78 leiki landsleiki fyrir Wales ásamt því að spila með haug af liðum í ensku úrvalsdeildinni. Það er samt aðeins einn leikmaður sem kom til greina þegar hann var spurður út í hver væri besti leikmaður sem hann hefði spilað með. Og það var ekki Vincent Kompany. „Steven Gerrard, hann er besti leikmaður sem ég spilaði með á ferlinum. Hann var góður tæknilega, með hægri og vinstri, góð skot, góðar sendingar. Hann var einfaldlega góður í öllu ofan. Ofan á allt þetta var hann svo með rosalegan fótboltaheila.“ Að lokum hrósaði Bellamy einnig Luis Suarez sem og Carlos Tevez en það er ljóst að skaphundurinn frá Wales hefur gaman af skaphundum Suður-Ameríku. Fótbolti Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Fleiri fréttir Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Sjá meira
Framherjinn Craig Bellamy var í skemmtilegu viðtali á dögunum hjá The Athletic þar sem hann fór yfir ferilinn og núverandi starf sitt sem þjálfari hjá Anderlecht. Þá ræddi hann um ofurmennið Vincent Kompany, hinn fullkomna Steven Gerrard og margt fleira. Even the first week I was here, I didn t like the way the boys walked up to training. They weren't ready. Craig Bellamy jumped at the chance to take on the role of U21 coach at Anderlecht. He spoke to @mwalker2771 about Vincent Kompany, Gerrard, being a manager & more.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) March 13, 2020 Bellamy, fyrrum leikmaður liða á borð við Newcastle United, Celtic, West Ham United, Liverpool og Manchester City þjálfar nú U21 lið Anderlecht í Belgíu. Eftir að hafa spilað 435 leiki sem atvinnumaður og skorað 135 mörk ákvað Bellamy að snúa sér að þjálfun. Eftir að hafa fengið óvænt símtal frá Vincent Kompany, fyrrum fyrirliða Manchester City og núverandi spilandi þjálfara Anderlecht þá stökk Bellamy á tækifærið og er nú staddur í Belgíu. Þessum ólíku persónuleikum varð óvænt vel til vina er þeir voru hjá Manchester City á sínum tíma. Um Kompany „Við náðum einkar vel saman,“ sagði Bellamy en hann og Kompany hittust hjá Man City árið 2009. Þó það hafi verið sjö ára munur á þeim þá tengdu þeir innan sem utan vallar. „Við höfum áhuga á sömu hlutunum og elskum að tjá okkur. Við ræðum fram og til baka um pólitík og fleira. Við höfum líka svipaðar hugmyndir um fótbolta, við erum báðir miklir aðdáendur Johan Cruyff og Ajax-skólans. Við höfum svo alltaf haldið sambandi, líka eftir að ég fór frá Manchester City.“ „Ég hef aldrei séð neinn leggja jafn hart að sér og Vinnie [Kompany]. Hann gerir sjö hluti í einu. Heilinn á honum er á öðru getustigi. Ég skil ekki hvaðan hann fær alla þessa orku, þegar ég vakna á morgnana er ég með skilaboð frá honum. Ég er farinn að halda að hann sofi ekkert á næturnar, og hann er enn þá að spila. Þetta er geðveiki.“ Um Anderlecht Fjárhagslega hafa Anderlecht verið betri en félagið skuldar alls 89 milljónir punda í dag. Þá hefur liðið ekki leikið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í hartnær tvo áratugi. „Við eigum nokkra mjög góða unga leikmenn og mitt hlutverk er að gera þá tilbúna fyrir aðalliðið.“ Efnilegasti leikmaður Anderlecht er hinn 17 ára gamli Jérémy Doku. Þó hann sé nú þegar kominn upp í aðallið félagsins gæti Bellamy enn haft einhver áhrif á feril hans. Bellamy var jú framherji líkt og Doku er. „Við erum félag sem selur leikmenn áfram, það hefur alltaf verið þannig. En það á við um nær öll félög í Evrópu nema nokkur í ensku úrvalsdeildinni, stærstu tvö liðin á Spáni og mögulega nokkur önnur. Við verðum að skilja hvað við erum,“ segir Bellamy um Anderlecht sem félag. Hann fór ekkert í skotgrafir með það að félagið þurfi að búa til og selja unga leikmenn. Þannig heldur Anderlecht sér á floti. Um Gerrard Bellamy spilaði á sínum tíma 78 leiki landsleiki fyrir Wales ásamt því að spila með haug af liðum í ensku úrvalsdeildinni. Það er samt aðeins einn leikmaður sem kom til greina þegar hann var spurður út í hver væri besti leikmaður sem hann hefði spilað með. Og það var ekki Vincent Kompany. „Steven Gerrard, hann er besti leikmaður sem ég spilaði með á ferlinum. Hann var góður tæknilega, með hægri og vinstri, góð skot, góðar sendingar. Hann var einfaldlega góður í öllu ofan. Ofan á allt þetta var hann svo með rosalegan fótboltaheila.“ Að lokum hrósaði Bellamy einnig Luis Suarez sem og Carlos Tevez en það er ljóst að skaphundurinn frá Wales hefur gaman af skaphundum Suður-Ameríku.
Fótbolti Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Fleiri fréttir Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Sjá meira