Titillinn stoppar stutt í Liverpool samkvæmt spá ofurtölvunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2020 09:00 Það er eins gott að biðja til æðri máttarvalda því ofurtölvan hefur talað. Liverpool Brassarnir Fabinho, Roberto Firmino og Alisson Becker fagna með Englandsbikarinn í sumar. EPA-EFE/Laurence Griffiths Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefst á laugardaginn með leik Fulham og Arsenal á Craven Cottage. Að venju hefur ofurtölvan spáð fyrir um öll úrslit tímabilsins og um leið reiknað út líklegustu lokastöðuna í vor. Liverpool liðið vann ensku úrvalsdeildina með átján stigum á síðasta tímabili en það forskot á hin liðin í deildinni er ekki nóg í spálíkaninu fyrir 2020-21 tímabilið. Manchester City hefur bætt við sig leikmönnum eins Nathan Ake og Ferran Torres en á sama tíma hefur verið mjög lítið að frétta í leikmannamálum Liverpool liðsins. Jürgen Klopp hefur ekki enn náð að kaupa leikmann sem er líklegur til að breyta einhverju fyrir liðið í vetur. Liðið tapaði á móti Arsenal í leiknum um Samfélagsskjöldinn og margir eru á því að ensku meistararnir þurfi liðstyrk þrátt fyrir gengið frábæra á 2019-20 tímabilinu. 4th - Manchester United 6th - Tottenham 13th - Leeds United 19th - West Ham The super computer is officially back! This time, it's predicted the final 2020/21 Premier League table... https://t.co/Wu5eet7yAT— SPORTbible (@sportbible) September 10, 2020 Ofurtölvan er sammála þeirri gagnrýni um að Liverpool þurfi að gera meira til þess að halda enska meistaratitlinum hjá sér á Anfield annað árið í röð. Liverpool er þó spáð öðru sætinu á undan Chelsea. Chelsea hefur unnið yfirburðasigur á leikmannamarkaðnum í sumar enda búið að bæta við sig mörgum spennandi leikmönnum. Leikmenn eins og þeir Hakim Ziyech, Timo Werner, Ben Chilwell, Malang Sarr, Thiago Silva og Kai Havertz spila fyrir Frank Lampard á komandi tímabili. Manchester United er síðan síðasta liðið til að ná Meistaradeildarsæti og Arsenal tekur síðan fimmta sætið á undan nágrönnum sínum í Tottenham. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa bætt við miklu inn á miðjuna hjá sér en það dugar þó bara í níunda sætið. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley munu rétt sleppa við fall. Liðin sem er spáð falli eru Fulham, West Ham og West Brom. Nýliðar Leeds United komst ekki upp í efri hlutann en er spáð þrettánda sætinu á langþráðu tímabili sínu meðal þeirra bestu. Lokastaðan samkvæmt útreikningum ofurtölvunnar: 1. Manchester City (Meistaradeildarsæti) 2. Liverpool (Meistaradeildarsæti) 3. Chelsea (Meistaradeildarsæti) 4. Manchester United (Meistaradeildarsæti) 5. Arsenal (Evrópudeildarsæti) 6. Tottenham 7. Wolves 8. Leicester City 9. Everton 10. Southampton 11. Sheffield United 12. Newcastle 13. Leeds 14. Brighton 15. Crystal Palace 16. Aston Villa 17. Burnley 18. West Brom (Fall úr deildinni) 19. West Ham (Fall úr deildinni) 20. Fulham (Fall úr deildinni) Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefst á laugardaginn með leik Fulham og Arsenal á Craven Cottage. Að venju hefur ofurtölvan spáð fyrir um öll úrslit tímabilsins og um leið reiknað út líklegustu lokastöðuna í vor. Liverpool liðið vann ensku úrvalsdeildina með átján stigum á síðasta tímabili en það forskot á hin liðin í deildinni er ekki nóg í spálíkaninu fyrir 2020-21 tímabilið. Manchester City hefur bætt við sig leikmönnum eins Nathan Ake og Ferran Torres en á sama tíma hefur verið mjög lítið að frétta í leikmannamálum Liverpool liðsins. Jürgen Klopp hefur ekki enn náð að kaupa leikmann sem er líklegur til að breyta einhverju fyrir liðið í vetur. Liðið tapaði á móti Arsenal í leiknum um Samfélagsskjöldinn og margir eru á því að ensku meistararnir þurfi liðstyrk þrátt fyrir gengið frábæra á 2019-20 tímabilinu. 4th - Manchester United 6th - Tottenham 13th - Leeds United 19th - West Ham The super computer is officially back! This time, it's predicted the final 2020/21 Premier League table... https://t.co/Wu5eet7yAT— SPORTbible (@sportbible) September 10, 2020 Ofurtölvan er sammála þeirri gagnrýni um að Liverpool þurfi að gera meira til þess að halda enska meistaratitlinum hjá sér á Anfield annað árið í röð. Liverpool er þó spáð öðru sætinu á undan Chelsea. Chelsea hefur unnið yfirburðasigur á leikmannamarkaðnum í sumar enda búið að bæta við sig mörgum spennandi leikmönnum. Leikmenn eins og þeir Hakim Ziyech, Timo Werner, Ben Chilwell, Malang Sarr, Thiago Silva og Kai Havertz spila fyrir Frank Lampard á komandi tímabili. Manchester United er síðan síðasta liðið til að ná Meistaradeildarsæti og Arsenal tekur síðan fimmta sætið á undan nágrönnum sínum í Tottenham. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa bætt við miklu inn á miðjuna hjá sér en það dugar þó bara í níunda sætið. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley munu rétt sleppa við fall. Liðin sem er spáð falli eru Fulham, West Ham og West Brom. Nýliðar Leeds United komst ekki upp í efri hlutann en er spáð þrettánda sætinu á langþráðu tímabili sínu meðal þeirra bestu. Lokastaðan samkvæmt útreikningum ofurtölvunnar: 1. Manchester City (Meistaradeildarsæti) 2. Liverpool (Meistaradeildarsæti) 3. Chelsea (Meistaradeildarsæti) 4. Manchester United (Meistaradeildarsæti) 5. Arsenal (Evrópudeildarsæti) 6. Tottenham 7. Wolves 8. Leicester City 9. Everton 10. Southampton 11. Sheffield United 12. Newcastle 13. Leeds 14. Brighton 15. Crystal Palace 16. Aston Villa 17. Burnley 18. West Brom (Fall úr deildinni) 19. West Ham (Fall úr deildinni) 20. Fulham (Fall úr deildinni)
Lokastaðan samkvæmt útreikningum ofurtölvunnar: 1. Manchester City (Meistaradeildarsæti) 2. Liverpool (Meistaradeildarsæti) 3. Chelsea (Meistaradeildarsæti) 4. Manchester United (Meistaradeildarsæti) 5. Arsenal (Evrópudeildarsæti) 6. Tottenham 7. Wolves 8. Leicester City 9. Everton 10. Southampton 11. Sheffield United 12. Newcastle 13. Leeds 14. Brighton 15. Crystal Palace 16. Aston Villa 17. Burnley 18. West Brom (Fall úr deildinni) 19. West Ham (Fall úr deildinni) 20. Fulham (Fall úr deildinni)
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira