Skipað að sitja á upplýsingum um Rússa vegna Trump Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2020 22:20 Chad Wolf, starfandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Háttsettur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sér hafi verið skipað að hætta að veita upplýsingar um afskipti Rússa af kosningum. Meðal annars vegna þess að það hafi látið Donald Trump, forseta, líta illa út. Embættismaðurinn, Brian Murphy, hefur lagt fram formlega kvörtun vegna málsins. Murphy sem var yfir greiningu á leynilegum upplýsingum hjá ráðuneytinu, segir að Chad Wolf, heimavarnaráðherra, hafi þann 8. júlí sagt sér að sitja á upplýsingum um áróður Rússa varðandi forsetakosningarnar 2020, því það léti Trump líta illa út. Murphy hafði meðal annars sent Alríkislögreglu Bandaríkjanna og öðrum löggæsluembættum umræddar upplýsingar. Trump hefur lengi talað um afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum sem „gabb“ og að tilgangur þess sé að grafa undan sigri hans í forsetakosningunum 2016. Rússar hafa beitt áróðri og öðrum aðferðum til stuðnings Trump og þá bæði í kosningunum 2016 og í kosningabaráttunni sem stendur nú yfir. Samkvæmt kvörtun Murphy, mótmælti hann skipun Wolf og sagði óviðeigandi að sitja á upplýsingum sem þessum af pólitískum ástæðum. Murphy segir einnig frá því að Wolf hafi tveimur mánuðum áður skipað honum að leggja meiri áherslu á kosningaafskipti frá Kína og Íran. Það væri skipun frá Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Murphy sagðist ekki ætla að hlýða þeirri skipun. Kvörtun Murphy er nú til skoðunar hjá innri rannsakenda Heimavarnaráðuneytisins. Adam Schiff, formaður Leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að á málið verið einnig rannsakað á þeim vettvangi. Ásakanir Murphy varpi ljósi á hegðun sem ógni öryggi Bandaríkjanna. Murphy hefur verið boðaður á fund nefndarinnar seinna í mánuðinum. We ve received a whistleblower complaint alleging DHS suppressed intel reports on Russian election interference, altered intel to match false Trump claims and made false statements to Congress.This puts our national security at risk. We will investigate:https://t.co/Z7npo3P6zv— Adam Schiff (@RepAdamSchiff) September 9, 2020 Embætti yfirmanns leyniþjónustumála í Bandaríkjunum gaf í síðasta mánuði út tilkynningu um að Rússland, Kína og Íran væru að hafa afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Sú yfirlýsing var harðlega gagnrýnd af Demókrötum sem sögðu ríkisstjórn Trump vera að reyna að setja ríkin þrjú á sama stall varðandi kosningaafskipti. Hið rétta væri að afskipti Rússa væru umfangsmeiri og þeim væri einnig ætlað að styðja Trump. AP fréttaveitan segir að Murphy haldi því einnig fram að yfirmaður sinn hafi skipað honum að breyta skýrslu sem fjallaði um hættuna af þjóðernissinnum og nýnasistum í Bandaríkjunum. Honum var sagt að gera meira úr hættunni frá hópum vinstri sinnaðra aðila og endurspegla orðræðu úr Hvíta húsinu um slíka hópa. Murphy segist einnig hafa neitað því og í kjölfarið hafi honum verið vikið úr starfshópnum sem kom að gerð skýrslunnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússland Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Háttsettur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sér hafi verið skipað að hætta að veita upplýsingar um afskipti Rússa af kosningum. Meðal annars vegna þess að það hafi látið Donald Trump, forseta, líta illa út. Embættismaðurinn, Brian Murphy, hefur lagt fram formlega kvörtun vegna málsins. Murphy sem var yfir greiningu á leynilegum upplýsingum hjá ráðuneytinu, segir að Chad Wolf, heimavarnaráðherra, hafi þann 8. júlí sagt sér að sitja á upplýsingum um áróður Rússa varðandi forsetakosningarnar 2020, því það léti Trump líta illa út. Murphy hafði meðal annars sent Alríkislögreglu Bandaríkjanna og öðrum löggæsluembættum umræddar upplýsingar. Trump hefur lengi talað um afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum sem „gabb“ og að tilgangur þess sé að grafa undan sigri hans í forsetakosningunum 2016. Rússar hafa beitt áróðri og öðrum aðferðum til stuðnings Trump og þá bæði í kosningunum 2016 og í kosningabaráttunni sem stendur nú yfir. Samkvæmt kvörtun Murphy, mótmælti hann skipun Wolf og sagði óviðeigandi að sitja á upplýsingum sem þessum af pólitískum ástæðum. Murphy segir einnig frá því að Wolf hafi tveimur mánuðum áður skipað honum að leggja meiri áherslu á kosningaafskipti frá Kína og Íran. Það væri skipun frá Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Murphy sagðist ekki ætla að hlýða þeirri skipun. Kvörtun Murphy er nú til skoðunar hjá innri rannsakenda Heimavarnaráðuneytisins. Adam Schiff, formaður Leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að á málið verið einnig rannsakað á þeim vettvangi. Ásakanir Murphy varpi ljósi á hegðun sem ógni öryggi Bandaríkjanna. Murphy hefur verið boðaður á fund nefndarinnar seinna í mánuðinum. We ve received a whistleblower complaint alleging DHS suppressed intel reports on Russian election interference, altered intel to match false Trump claims and made false statements to Congress.This puts our national security at risk. We will investigate:https://t.co/Z7npo3P6zv— Adam Schiff (@RepAdamSchiff) September 9, 2020 Embætti yfirmanns leyniþjónustumála í Bandaríkjunum gaf í síðasta mánuði út tilkynningu um að Rússland, Kína og Íran væru að hafa afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Sú yfirlýsing var harðlega gagnrýnd af Demókrötum sem sögðu ríkisstjórn Trump vera að reyna að setja ríkin þrjú á sama stall varðandi kosningaafskipti. Hið rétta væri að afskipti Rússa væru umfangsmeiri og þeim væri einnig ætlað að styðja Trump. AP fréttaveitan segir að Murphy haldi því einnig fram að yfirmaður sinn hafi skipað honum að breyta skýrslu sem fjallaði um hættuna af þjóðernissinnum og nýnasistum í Bandaríkjunum. Honum var sagt að gera meira úr hættunni frá hópum vinstri sinnaðra aðila og endurspegla orðræðu úr Hvíta húsinu um slíka hópa. Murphy segist einnig hafa neitað því og í kjölfarið hafi honum verið vikið úr starfshópnum sem kom að gerð skýrslunnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússland Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira