Sænska leiðin hafi búið til ónæmi og hægt á útbreiðslu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. september 2020 17:12 Björn Zoëga er forstjóri Karolinska. Karolinska Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Stokkhólmi, segir það sína trú að sú leið sem sænsk yfirvöld fóru í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð hafi komið til óvart. Hann segir að það eigi eftir að rannsaka hvort nálgun stjórnvalda, sem oft er nefnd „sænska leiðin“ hafi verið farin viljandi eða ekki. Hann telur þó að leiðin sem farin var hafi í það minnsta átt þátt í því að nú sé tekið að hægjast á útbreiðslu kórónuveirunnar í Svíþjóð. Þetta kom fram í viðtali við Björn í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Mín túlkun á því sem gerðist hérna í miðjunni á þessu öllu var að þetta hefði gerst svolítið óvart. Þetta gerðist hratt og það komu mjög margir veikir hratt hérna inn. Þess vegna var svolítið erfitt að bregðast við. Þá varð auðvitað að nýta stöðuna eins vel og hægt var,“ segir Björn. Hann segir þó að enginn í stöðu til að fara með stjórn viðbragða yfirvalda við faraldrinum hafi stigið opinberlega fram og skýrt frá því hvers vegna leiðin var farin í Svíþjóð. Svíar eru taldir hafa brugðist seint og illa við faraldrinum í samanburði við mörg önnur ríki, meðal annars með því að hafa haldið veitingastöðum, börum og öðru slíku opnu þrátt fyrir að kórónuveirusmit væru tekin að greinast í landinu. Alls hafa rúmlega 85.000 manns greinst með kórónuveiruna í Svíþjóð og yfir 5.800 látist af völdum hennar. Þessar tölur eru talsvert hærri en í nágrannalöndum Svíþjóðar. Til samanburðar hafa rúmlega 11.000 manns greinst með veiruna í Noregi og 264 látist af völdum hennar, svo vitað sé. Margir hafa gagnrýnt sænsk yfirvöld, og þá sérstaklega Anders Tegnell, sóttvarnalæknir landsins. Tveggja metra regla en engin grímuskylda Björn segir að kórónuveiran hafi breiðst hvað hraðast út í Stokkhólmi, í samanburði við önnur svæði Svíþjóðar. „Ég held að hún hafi, meðal annars, ekki breiðst út á öðrum stöðum vegna þess að þegar menn fóru að átta sig á því hvað þetta gerðist hratt hér í Stokkhólmi var farið út í þær aðgerðir sem eru enn í gangi. Að halda fjarlægð, minnka félagslegt samneyti og ýmislegt annað sem varð til þess að þetta breiddist ekkert svo mikið út á öðrum stöðum. Þannig að það virkaði á þeim stöðum,“ segir Björn, Hann segir þá að veiran hafi upphaflega borist til Svíþjóðar frá norðurhluta Ítalíu, þar sem fjöldinn allur af Svíum hafi í upphafi síðasta árs verið á skíðum. Svíar hafi því svipaða sögu að segja af upptökum faraldursins í heimalandi sínu og Íslendingar. Björn lýsir þá stöðunni í Svíþjóð og er hún um margt svipuð þeirri sem er uppi hér á landi. Ekki mega fleiri en 50 koma saman, halda verður tveggja metra fjarlægðartakmörk í heiðri og áhorfendur eru ekki leyfðir á íþróttaleikjum. Hann segir þó að hvergi í landinu sé grímuskylda, nema þá í tengslum við flugsamgöngur. „Það er búið að opna háskólana aftur, og menntaskólana, því þeim var auðvitað lokað um það bil á sama tíma og á Íslandi. Það er gert mjög varlega og það er hvatt til að fólk sé ekki að nota opinberar samgöngur nema það þurfi á því að halda út af vinnunni.“ Björn segir að faraldurinn hafi breiðst hvað hraðast út í Stokkhólmi.Mynd/Getty Ótímabært að fullyrða um ágæti sænsku leiðarinnar Björn segir þá að verulega hafi dregið úr tíðni dauðsfalla af völdum Covid-19 í Svíþjóð á undanförnum vikum. Aðspurður hvað veldur segir hann að útlit sé fyrir að það margir hafi sýkst í landinu á sínum tíma og þar af leiðandi orðið ónæmt að hægst hafi á útbreiðslu veirunnar. „Síðan er það að fólk er enn þá að passa sig og fer varlega.“ Björn segir þó ekki tímabært að fullyrða hvort sænska leiðin hafi verið sú rétta til að fara. „Ég held að þessi háa dánartíðni sem Svíarnir fengu hérna á sig í byrjun hafi verið að hluta til óheppni en að hluta til að þeir voru ekki nógu snöggir að vinna saman að ýmsum hlutum, til dæmis að vernda hjúkrunarheimilin og elliheimilin.“ Viðtalið við Björn í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Stokkhólmi, segir það sína trú að sú leið sem sænsk yfirvöld fóru í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð hafi komið til óvart. Hann segir að það eigi eftir að rannsaka hvort nálgun stjórnvalda, sem oft er nefnd „sænska leiðin“ hafi verið farin viljandi eða ekki. Hann telur þó að leiðin sem farin var hafi í það minnsta átt þátt í því að nú sé tekið að hægjast á útbreiðslu kórónuveirunnar í Svíþjóð. Þetta kom fram í viðtali við Björn í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Mín túlkun á því sem gerðist hérna í miðjunni á þessu öllu var að þetta hefði gerst svolítið óvart. Þetta gerðist hratt og það komu mjög margir veikir hratt hérna inn. Þess vegna var svolítið erfitt að bregðast við. Þá varð auðvitað að nýta stöðuna eins vel og hægt var,“ segir Björn. Hann segir þó að enginn í stöðu til að fara með stjórn viðbragða yfirvalda við faraldrinum hafi stigið opinberlega fram og skýrt frá því hvers vegna leiðin var farin í Svíþjóð. Svíar eru taldir hafa brugðist seint og illa við faraldrinum í samanburði við mörg önnur ríki, meðal annars með því að hafa haldið veitingastöðum, börum og öðru slíku opnu þrátt fyrir að kórónuveirusmit væru tekin að greinast í landinu. Alls hafa rúmlega 85.000 manns greinst með kórónuveiruna í Svíþjóð og yfir 5.800 látist af völdum hennar. Þessar tölur eru talsvert hærri en í nágrannalöndum Svíþjóðar. Til samanburðar hafa rúmlega 11.000 manns greinst með veiruna í Noregi og 264 látist af völdum hennar, svo vitað sé. Margir hafa gagnrýnt sænsk yfirvöld, og þá sérstaklega Anders Tegnell, sóttvarnalæknir landsins. Tveggja metra regla en engin grímuskylda Björn segir að kórónuveiran hafi breiðst hvað hraðast út í Stokkhólmi, í samanburði við önnur svæði Svíþjóðar. „Ég held að hún hafi, meðal annars, ekki breiðst út á öðrum stöðum vegna þess að þegar menn fóru að átta sig á því hvað þetta gerðist hratt hér í Stokkhólmi var farið út í þær aðgerðir sem eru enn í gangi. Að halda fjarlægð, minnka félagslegt samneyti og ýmislegt annað sem varð til þess að þetta breiddist ekkert svo mikið út á öðrum stöðum. Þannig að það virkaði á þeim stöðum,“ segir Björn, Hann segir þá að veiran hafi upphaflega borist til Svíþjóðar frá norðurhluta Ítalíu, þar sem fjöldinn allur af Svíum hafi í upphafi síðasta árs verið á skíðum. Svíar hafi því svipaða sögu að segja af upptökum faraldursins í heimalandi sínu og Íslendingar. Björn lýsir þá stöðunni í Svíþjóð og er hún um margt svipuð þeirri sem er uppi hér á landi. Ekki mega fleiri en 50 koma saman, halda verður tveggja metra fjarlægðartakmörk í heiðri og áhorfendur eru ekki leyfðir á íþróttaleikjum. Hann segir þó að hvergi í landinu sé grímuskylda, nema þá í tengslum við flugsamgöngur. „Það er búið að opna háskólana aftur, og menntaskólana, því þeim var auðvitað lokað um það bil á sama tíma og á Íslandi. Það er gert mjög varlega og það er hvatt til að fólk sé ekki að nota opinberar samgöngur nema það þurfi á því að halda út af vinnunni.“ Björn segir að faraldurinn hafi breiðst hvað hraðast út í Stokkhólmi.Mynd/Getty Ótímabært að fullyrða um ágæti sænsku leiðarinnar Björn segir þá að verulega hafi dregið úr tíðni dauðsfalla af völdum Covid-19 í Svíþjóð á undanförnum vikum. Aðspurður hvað veldur segir hann að útlit sé fyrir að það margir hafi sýkst í landinu á sínum tíma og þar af leiðandi orðið ónæmt að hægst hafi á útbreiðslu veirunnar. „Síðan er það að fólk er enn þá að passa sig og fer varlega.“ Björn segir þó ekki tímabært að fullyrða hvort sænska leiðin hafi verið sú rétta til að fara. „Ég held að þessi háa dánartíðni sem Svíarnir fengu hérna á sig í byrjun hafi verið að hluta til óheppni en að hluta til að þeir voru ekki nógu snöggir að vinna saman að ýmsum hlutum, til dæmis að vernda hjúkrunarheimilin og elliheimilin.“ Viðtalið við Björn í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira