Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 8. september 2020 08:05 María Kolesnikova er ein þriggja kvenna sem tóku höndum saman í baráttunni gegn Alexander Lúkasjenkó forseta í forsetakosningunum í landinu í ágúst síðastliðnum. Getty Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. Kolesnikova er ein þriggja kvenna sem tóku höndum saman í baráttunni gegn Alexander Lúkasjenkó forseta í forsetakosningunum í landinu í ágúst síðastliðnum en úrslitum þeirra hefur verið harðlega mótmælt og Lúkasjenkó sakaður um stórfellt kosningasvindl. Hvítrússneskur landamæravörður segir að Kolesnikova sé nú í haldi á landamærunum en að tveir aðrir stjórnarandstæðingar, þeir Anton Rodnenkov og Ivan Kravtsov, sem einnig hafði verið saknað, hafi farið yfir landamærin til Úkraínu. Hann fullyrðir að þau hafi komið þrjú að landamærunum og þar hafi Kolesnikova verið hent út úr bílnum, sem síðar ók á miklum hraða yfir til Úkraínu. Yfirvöld í Úkraínu hafa staðfest að mennirnir tveir séu nú í haldi þeirra. Reynt að skapa missætti Fregnir af atvikinu eru enn afar óljósar en Svetlana Tikhanovskaya, sem tapaði fyrir Lúkasjenkó í kosningunum og er nú í útlegð í Litháen, segir stjórnvöld reyni með þessu að búa til missætti á meðal stjórnarandstæðinga. Það muni ekki virka og segir hún að mótmælin í landinu eigi bara eftir að aukast. Í umfjöllun AP fréttaveitunnar er atburðarrásin hinsvegar allt önnur, þar er fullyrt að yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafi handtekið fólkið, keyrt með þau að landamærunum að Úkraínu og krafist þess að þau færu úr landi. Því á María Kolesnikova að hafa neitað, en þeir Rodnenkov og Kravtsov urðu við kröfunum og eru nú í haldi úkraínskra yfirvalda. Hvíta-Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54 Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. Kolesnikova er ein þriggja kvenna sem tóku höndum saman í baráttunni gegn Alexander Lúkasjenkó forseta í forsetakosningunum í landinu í ágúst síðastliðnum en úrslitum þeirra hefur verið harðlega mótmælt og Lúkasjenkó sakaður um stórfellt kosningasvindl. Hvítrússneskur landamæravörður segir að Kolesnikova sé nú í haldi á landamærunum en að tveir aðrir stjórnarandstæðingar, þeir Anton Rodnenkov og Ivan Kravtsov, sem einnig hafði verið saknað, hafi farið yfir landamærin til Úkraínu. Hann fullyrðir að þau hafi komið þrjú að landamærunum og þar hafi Kolesnikova verið hent út úr bílnum, sem síðar ók á miklum hraða yfir til Úkraínu. Yfirvöld í Úkraínu hafa staðfest að mennirnir tveir séu nú í haldi þeirra. Reynt að skapa missætti Fregnir af atvikinu eru enn afar óljósar en Svetlana Tikhanovskaya, sem tapaði fyrir Lúkasjenkó í kosningunum og er nú í útlegð í Litháen, segir stjórnvöld reyni með þessu að búa til missætti á meðal stjórnarandstæðinga. Það muni ekki virka og segir hún að mótmælin í landinu eigi bara eftir að aukast. Í umfjöllun AP fréttaveitunnar er atburðarrásin hinsvegar allt önnur, þar er fullyrt að yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafi handtekið fólkið, keyrt með þau að landamærunum að Úkraínu og krafist þess að þau færu úr landi. Því á María Kolesnikova að hafa neitað, en þeir Rodnenkov og Kravtsov urðu við kröfunum og eru nú í haldi úkraínskra yfirvalda.
Hvíta-Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54 Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54
Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent