Erlent

Hinn grunaði gripinn í nótt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá vettvangi einnar árásarinnar í Birmingham.
Frá vettvangi einnar árásarinnar í Birmingham. AP/Jacob King

Lögreglan í Birmingham á Englandi hefur handtekið 27 ára karlmann sem grunaður er um að hafa framið eggvopnsárásir í miðborg borgarinnar aðfaranótt laugardags. Einn lést og sjö særðust í árásinni.

Árásirnar voru gerðar miðsvæðis í Birmingham þar sem mikið er um skemmtistaði. Sá sem lést var 23 ára gamall maður og dó hann á Irving stræti klukkan. Maður og kona, 19 og 32 ára, hlutu alvarlega áverka og eru sögð í lífshættu.

Maðurinn var handtekinn í Birmingham seint í nótt. Í frétt BBC segir að hann sé grunaður um sjö tilraunir til manndráps.

Lögregla birti í gær myndskeið úr öryggismyndavélum af manninnum. Þar mátti sjá hann með derhúfu á höfði og í dökkri hettupeysu. Þá er hann klæddur í dökkar buxur og dökka skó en hann sést standa við og ganga fyrir horn.

Árásirnar voru framdar á 90 mínútna tímabili á fjórum mismunandi stöðum. Spurningar hafa vaknað á meðal borgarbúa í Birmingham hvernig árásarmaðurinn hafi getað rölt um miðborgina svo lengi án þess að hafa verið handtekinn.

Lögregla hefur gefið út að talið sé að árásirnar hafi verið framdar af handahófi og að engar vísbendingar liggi fyrir um hvaða ástæða hafi verið að baki.


Tengdar fréttir

Birta mynd­skeið af meintum á­rásar­manni

Myndskeið úr öryggismyndavélum af manni sem grunaður er að hafa myrt einn og sært sjö í eggvopnsárásum í miðborg Birmingham á Bretlandi hefur verið birt af lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×