Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2020 22:48 Paul Rusesabagina og Don Cheadle sem fór með hlutverk Rusesabagina í kvikmyndinni Hótel Rúanda. Getty/Sean Gallup Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. Fjölskylda Paul Rusesabagina segir honum hafa verið rænt í Dubai og hann fluttur til Rúanda þar sem hann var handtekinn. Rusesabagina hefur verið útlægur frá landi sínu frá því eftir þjóðarmorðin en hann var í liðinni viku ítrekað færður fyrir fréttafólk í handjárnum þar sem af honum voru teknar myndir og myndskeið. Paul Kagame, forseti Rúanda, segir Rusesabagina ekki hafa verið rænt.EPA-EFE/Daniel Irungu Kagame segir Rusesabagina ekki hafa verið rænt, eins og fjölskylda hans heldur fram, heldur hafi hann snúið aftur sjálfviljugur. Rusesabagina hafi ekki verið mismunað eða hann beittur neinu ranglæti í ferlinu. Frænka Rusesabagina, sem hann ættleiddi og ól upp sem dóttur, segir hins vegar ólíklegt að hann hafi sjálfur farið til Rúanda. Hann hafi verði á fundum í Dubai en hafi svo allt í einu verið kominn til Rúanda þar sem hann var í járnum. „Ég veit ekki hvernig hann komst til Rúanda,“ sagði hún í samtali við fréttastofu AFP. „Ég veit hins vegar að hann hefði aldrei gert þetta af sjálfsdáðum, vegna þess að hann veit að í Rúanda vilja þau sjá hann deyja.“ Segja björgunaraðgerðir Rusesabagina stórlega ýktar Rusesabagina hefur verið ásakaður um að hafa stutt uppreisnarmenn í Rúanda í áraraðir, til dæmis með fjárhagslegum stuðningi. Kvikmyndin Hotel Rwanda, sem gefin var út árið 2004, er byggð á störfum Rusesabagina á meðan á borgarastyrjöldinni stóð árið 1994. Hann starfaði þá sem hótelstjóri. Rusesabagina er af ætt Hútúa en hann bjargaði hundruðum Tútsa frá vígasveitum Hútúa sem myrtu um 800 þúsund Tútsa í átökunum. Paul Rusesabagina hlaut Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2005. Hér sést George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, veita Rusesabagina orðuna.EPA/SHAWN THEW Þjóðarmorðið stóð yfir á meðan öfgahópur Hútúa var við stjórn, í um hundrað daga, en þeim var steypt af valdastóli af Kagame og Rwandan Patriotic Front, sem samanstendur að mestu leiti af Tútsum. Í dag segja yfirvöld í Rúanda að hlutverk Rusesabagina í átökunum, sem er 66 ára gamall, hafa verið ýkt gífurlega í kvikmyndinni. Hann hefur hins vegar fengið alþjóðlegt lof, hlotið fjölda mannréttindaverðlauna, þar á meðal Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2005. Rúanda Hollywood Tengdar fréttir Hetjan úr Hótel Rúanda ákærð fyrir hryðjuverk Yfirvöld í Rúanda hafa handtekið Paul Rusesabagina, mann sem var titlaður hetja í Hollywoodmynd sem fjallaði um þjóðarmorðið sem framið var í landinu árið 1994, en hann er sagður hafa framið hryðjuverk. 31. ágúst 2020 21:05 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. Fjölskylda Paul Rusesabagina segir honum hafa verið rænt í Dubai og hann fluttur til Rúanda þar sem hann var handtekinn. Rusesabagina hefur verið útlægur frá landi sínu frá því eftir þjóðarmorðin en hann var í liðinni viku ítrekað færður fyrir fréttafólk í handjárnum þar sem af honum voru teknar myndir og myndskeið. Paul Kagame, forseti Rúanda, segir Rusesabagina ekki hafa verið rænt.EPA-EFE/Daniel Irungu Kagame segir Rusesabagina ekki hafa verið rænt, eins og fjölskylda hans heldur fram, heldur hafi hann snúið aftur sjálfviljugur. Rusesabagina hafi ekki verið mismunað eða hann beittur neinu ranglæti í ferlinu. Frænka Rusesabagina, sem hann ættleiddi og ól upp sem dóttur, segir hins vegar ólíklegt að hann hafi sjálfur farið til Rúanda. Hann hafi verði á fundum í Dubai en hafi svo allt í einu verið kominn til Rúanda þar sem hann var í járnum. „Ég veit ekki hvernig hann komst til Rúanda,“ sagði hún í samtali við fréttastofu AFP. „Ég veit hins vegar að hann hefði aldrei gert þetta af sjálfsdáðum, vegna þess að hann veit að í Rúanda vilja þau sjá hann deyja.“ Segja björgunaraðgerðir Rusesabagina stórlega ýktar Rusesabagina hefur verið ásakaður um að hafa stutt uppreisnarmenn í Rúanda í áraraðir, til dæmis með fjárhagslegum stuðningi. Kvikmyndin Hotel Rwanda, sem gefin var út árið 2004, er byggð á störfum Rusesabagina á meðan á borgarastyrjöldinni stóð árið 1994. Hann starfaði þá sem hótelstjóri. Rusesabagina er af ætt Hútúa en hann bjargaði hundruðum Tútsa frá vígasveitum Hútúa sem myrtu um 800 þúsund Tútsa í átökunum. Paul Rusesabagina hlaut Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2005. Hér sést George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, veita Rusesabagina orðuna.EPA/SHAWN THEW Þjóðarmorðið stóð yfir á meðan öfgahópur Hútúa var við stjórn, í um hundrað daga, en þeim var steypt af valdastóli af Kagame og Rwandan Patriotic Front, sem samanstendur að mestu leiti af Tútsum. Í dag segja yfirvöld í Rúanda að hlutverk Rusesabagina í átökunum, sem er 66 ára gamall, hafa verið ýkt gífurlega í kvikmyndinni. Hann hefur hins vegar fengið alþjóðlegt lof, hlotið fjölda mannréttindaverðlauna, þar á meðal Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2005.
Rúanda Hollywood Tengdar fréttir Hetjan úr Hótel Rúanda ákærð fyrir hryðjuverk Yfirvöld í Rúanda hafa handtekið Paul Rusesabagina, mann sem var titlaður hetja í Hollywoodmynd sem fjallaði um þjóðarmorðið sem framið var í landinu árið 1994, en hann er sagður hafa framið hryðjuverk. 31. ágúst 2020 21:05 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Hetjan úr Hótel Rúanda ákærð fyrir hryðjuverk Yfirvöld í Rúanda hafa handtekið Paul Rusesabagina, mann sem var titlaður hetja í Hollywoodmynd sem fjallaði um þjóðarmorðið sem framið var í landinu árið 1994, en hann er sagður hafa framið hryðjuverk. 31. ágúst 2020 21:05