Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2020 22:48 Paul Rusesabagina og Don Cheadle sem fór með hlutverk Rusesabagina í kvikmyndinni Hótel Rúanda. Getty/Sean Gallup Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. Fjölskylda Paul Rusesabagina segir honum hafa verið rænt í Dubai og hann fluttur til Rúanda þar sem hann var handtekinn. Rusesabagina hefur verið útlægur frá landi sínu frá því eftir þjóðarmorðin en hann var í liðinni viku ítrekað færður fyrir fréttafólk í handjárnum þar sem af honum voru teknar myndir og myndskeið. Paul Kagame, forseti Rúanda, segir Rusesabagina ekki hafa verið rænt.EPA-EFE/Daniel Irungu Kagame segir Rusesabagina ekki hafa verið rænt, eins og fjölskylda hans heldur fram, heldur hafi hann snúið aftur sjálfviljugur. Rusesabagina hafi ekki verið mismunað eða hann beittur neinu ranglæti í ferlinu. Frænka Rusesabagina, sem hann ættleiddi og ól upp sem dóttur, segir hins vegar ólíklegt að hann hafi sjálfur farið til Rúanda. Hann hafi verði á fundum í Dubai en hafi svo allt í einu verið kominn til Rúanda þar sem hann var í járnum. „Ég veit ekki hvernig hann komst til Rúanda,“ sagði hún í samtali við fréttastofu AFP. „Ég veit hins vegar að hann hefði aldrei gert þetta af sjálfsdáðum, vegna þess að hann veit að í Rúanda vilja þau sjá hann deyja.“ Segja björgunaraðgerðir Rusesabagina stórlega ýktar Rusesabagina hefur verið ásakaður um að hafa stutt uppreisnarmenn í Rúanda í áraraðir, til dæmis með fjárhagslegum stuðningi. Kvikmyndin Hotel Rwanda, sem gefin var út árið 2004, er byggð á störfum Rusesabagina á meðan á borgarastyrjöldinni stóð árið 1994. Hann starfaði þá sem hótelstjóri. Rusesabagina er af ætt Hútúa en hann bjargaði hundruðum Tútsa frá vígasveitum Hútúa sem myrtu um 800 þúsund Tútsa í átökunum. Paul Rusesabagina hlaut Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2005. Hér sést George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, veita Rusesabagina orðuna.EPA/SHAWN THEW Þjóðarmorðið stóð yfir á meðan öfgahópur Hútúa var við stjórn, í um hundrað daga, en þeim var steypt af valdastóli af Kagame og Rwandan Patriotic Front, sem samanstendur að mestu leiti af Tútsum. Í dag segja yfirvöld í Rúanda að hlutverk Rusesabagina í átökunum, sem er 66 ára gamall, hafa verið ýkt gífurlega í kvikmyndinni. Hann hefur hins vegar fengið alþjóðlegt lof, hlotið fjölda mannréttindaverðlauna, þar á meðal Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2005. Rúanda Hollywood Tengdar fréttir Hetjan úr Hótel Rúanda ákærð fyrir hryðjuverk Yfirvöld í Rúanda hafa handtekið Paul Rusesabagina, mann sem var titlaður hetja í Hollywoodmynd sem fjallaði um þjóðarmorðið sem framið var í landinu árið 1994, en hann er sagður hafa framið hryðjuverk. 31. ágúst 2020 21:05 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. Fjölskylda Paul Rusesabagina segir honum hafa verið rænt í Dubai og hann fluttur til Rúanda þar sem hann var handtekinn. Rusesabagina hefur verið útlægur frá landi sínu frá því eftir þjóðarmorðin en hann var í liðinni viku ítrekað færður fyrir fréttafólk í handjárnum þar sem af honum voru teknar myndir og myndskeið. Paul Kagame, forseti Rúanda, segir Rusesabagina ekki hafa verið rænt.EPA-EFE/Daniel Irungu Kagame segir Rusesabagina ekki hafa verið rænt, eins og fjölskylda hans heldur fram, heldur hafi hann snúið aftur sjálfviljugur. Rusesabagina hafi ekki verið mismunað eða hann beittur neinu ranglæti í ferlinu. Frænka Rusesabagina, sem hann ættleiddi og ól upp sem dóttur, segir hins vegar ólíklegt að hann hafi sjálfur farið til Rúanda. Hann hafi verði á fundum í Dubai en hafi svo allt í einu verið kominn til Rúanda þar sem hann var í járnum. „Ég veit ekki hvernig hann komst til Rúanda,“ sagði hún í samtali við fréttastofu AFP. „Ég veit hins vegar að hann hefði aldrei gert þetta af sjálfsdáðum, vegna þess að hann veit að í Rúanda vilja þau sjá hann deyja.“ Segja björgunaraðgerðir Rusesabagina stórlega ýktar Rusesabagina hefur verið ásakaður um að hafa stutt uppreisnarmenn í Rúanda í áraraðir, til dæmis með fjárhagslegum stuðningi. Kvikmyndin Hotel Rwanda, sem gefin var út árið 2004, er byggð á störfum Rusesabagina á meðan á borgarastyrjöldinni stóð árið 1994. Hann starfaði þá sem hótelstjóri. Rusesabagina er af ætt Hútúa en hann bjargaði hundruðum Tútsa frá vígasveitum Hútúa sem myrtu um 800 þúsund Tútsa í átökunum. Paul Rusesabagina hlaut Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2005. Hér sést George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, veita Rusesabagina orðuna.EPA/SHAWN THEW Þjóðarmorðið stóð yfir á meðan öfgahópur Hútúa var við stjórn, í um hundrað daga, en þeim var steypt af valdastóli af Kagame og Rwandan Patriotic Front, sem samanstendur að mestu leiti af Tútsum. Í dag segja yfirvöld í Rúanda að hlutverk Rusesabagina í átökunum, sem er 66 ára gamall, hafa verið ýkt gífurlega í kvikmyndinni. Hann hefur hins vegar fengið alþjóðlegt lof, hlotið fjölda mannréttindaverðlauna, þar á meðal Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2005.
Rúanda Hollywood Tengdar fréttir Hetjan úr Hótel Rúanda ákærð fyrir hryðjuverk Yfirvöld í Rúanda hafa handtekið Paul Rusesabagina, mann sem var titlaður hetja í Hollywoodmynd sem fjallaði um þjóðarmorðið sem framið var í landinu árið 1994, en hann er sagður hafa framið hryðjuverk. 31. ágúst 2020 21:05 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Hetjan úr Hótel Rúanda ákærð fyrir hryðjuverk Yfirvöld í Rúanda hafa handtekið Paul Rusesabagina, mann sem var titlaður hetja í Hollywoodmynd sem fjallaði um þjóðarmorðið sem framið var í landinu árið 1994, en hann er sagður hafa framið hryðjuverk. 31. ágúst 2020 21:05