Enski boltinn

Arsenal byrjar á stór­sigri | Man Utd og Chelsea skildu jöfn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jill Roord skoraði þrennu í öruggum 6-1 sigri Arsenal á Reading í dag.
Jill Roord skoraði þrennu í öruggum 6-1 sigri Arsenal á Reading í dag. David Price/Getty Images

Úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á Englandi fór almennilega af stað í dag. Arsenal byrjaði tímabilið á stórsigri gegn Reading. Þá skildu Manchester United og Chelsea jöfn.

Arsenal byrjar nýtt tímabil af miklum krafti en liðið vann Reading örugglega 6-1 í dag. Staðan var orðin 3-0 strax í hálfleik þökk sé mörkum Kim Little, Vivianne Miedema og Jill Roord. Í þeim síðari bætti Roord við tveimur og fullkomnaði þrennu sína á meðan Miedema bætti við öðru marki sínu.

Danielle Carter minnkaði muninn undir lok leiks fyrir Reading.

Leah Galton bjargaði stigi fyrir Manchester United er liðið fékk Chelsea í heimsókn. Samantha Kerr hafði komið Chelsea yfir á 25. mínútu og þannig var staðan þangað til á 78. mínútu þegar Galton jafnaði metin, lokatölur því 1-1.

Manchester City vann þægilegan 2-0 sigur á Aston Villa í gær í fyrsta leik deildarinnar. Georgia Stanway skoraði bæði mörk City á fyrstu 20 mínútum leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×